Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3298 svör fundust
Hversu margir Íslendingar fá krabbamein í nef, munn, háls, vélinda eða maga vegna reyklauss tóbaks?
Samkvæmt upplýsingum á vef krabbameinsskrár greindust á 5 ára tímabili frá 2003-2007 að meðaltali 65 Íslendingar á ári hverju með krabbamein í munnholi, vör, vélinda eða maga. Aðal orsakavaldur þessara krabbameina er tóbaksnotkun, en ekki er gerður greinarmunur á hvort um er að ræða sígarettur eða munntóbak. Á síð...
Af hverju eru bara hreindýr á afmörkuðum svæðum landsins?
Í dag eru hreindýr aðeins á Austurlandi en svo var ekki alltaf. Hreindýr voru flutt til Íslands frá norður Noregi í fjórum hópum á árunum 1771-87. Þrír fyrstu hóparnir sem fluttir voru til landsins, það er að segja til Vestmannaeyja og Rangárvallasýslu árið 1771, Reykjaness árið 1777 og til Norðurlands árið 1784, ...
Hver var hentugasti tíminn út frá veðurfari fyrir landnámsmenn frá Noregi að sigla til Íslands?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hver var hentugasti tíminn út frá veðurfari og ríkjandi áttum fyrir landnámsmenn frá Noregi að sigla til Íslands? Ef átt er við árstímann er sumarið vissulega hagstæðast til siglinga milli landa. Vindurinn er að jafnaði hægastur á hlýjasta tíma ársins, í júní-ágúst. En líka er ...
Hvað hefur vísindamaðurinn Sigurjón Baldur Hafsteinsson rannsakað?
Sigurjón Baldur Hafsteinsson er prófessor í safnafræði við Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir Sigurjóns Baldurs hafa meðal annars snúið að viðhorfi Íslendinga til dauða og sorgar, en þau viðhorf eru tengd félagspólitískum breytingum sem orðið hafa á Íslandi á undanförnum þrjátíu árum. Söfn...
Hvaða áhrif hefur atvinnuleysi á hagvöxt?
Öll spurningin hljóðaði svona:Hvað má reikna með að 1% atvinnuleysi þýði margra milljarða króna minni tekjur fyrir þjóðarbúið? Þessari spurningu reyndi bandaríski hagfræðingurinn Arthur Okun (1928-1980) að svara um bandaríska hagkerfið árið 1962 í skýrslu sinni Potential GNP: It's measurement and significance. ...
Af hverju kallast tekjuskattur á fyrirtæki þessu nafni þótt hann sé innheimtur af hagnaði þeirra?
Þessi hugtakanotkun á sér langa hefð. Á Íslandi eins og í flestum löndum heims greiða bæði fyrirtæki og einstaklingar skatt þar sem skattstofninn byggir á tilteknum tekjum þeirra. Einstaklingar greiða þannig til dæmis tekjuskatt af launum og tilteknum öðrum tekjum, sem fyrir flesta eru þeirra helstu tekjur. Þó er...
Er vitað eftir hvaða leiðum nafn Geysis rataði sem samnafn inn í ensku, og þar með í ýmis önnur erlend tungumál?
Líklegast er að orðið geyser hafi borist í ensku með enskum ferðamönnum fyrr á öldum. Ef slegið er upp í Oxford English Dictionary má sjá að elsta dæmi, sem nefnt er (1763), er fengið úr enskri lýsingu á Geysi í Haukadal. Í næsta dæmi, sem er úr ferðabók Uno von Troils frá 1780, er orðið geyser notað sem samheiti ...
Er ársmeðaltal dagsbirtu á jörðinni alls staðar það sama?
Svarið við þessari spurningu er að finna á vefsetri Almanaks Háskóla Íslands, í pistlinum Hlutfall birtu og myrkurs á jörðinni eftir Þorstein Sæmundsson. Frekara lesefni á Vísindavefnum: Hvernig má fá upplýsingar um sólargang og slíkt eftir árstímum og stöðum á Íslandi? Hvenær ársins sest sólin í hafið, séð f...
Hvers virði var gamli ríkisdalurinn í íslenskum krónum? – Var munur á íslenskum og dönskum ríkisdal?
Árið 1875 var komið á laggirnar samnorrænu myntbandalagi. Norrænu ríkin þrjú, Danmörk, Noregur og Svíþjóð, ákváðu að hafa sameiginlega mynt, krónuna, sem að sjálfsögðu var jafnverðmikil í öllum þessum þrem löndum myntbandalagsins. Það hélst óbreytt fram að heimstyrjöldinni fyrri, 1914-1918. Fyrir myntbreytingun...
Er spilafíkn á meðal íslenskra ungmenna? Hvar er best að finna rannsóknir um það?
Til að svara spurningunni um hvort spilafíkn finnist meðal ungmenna á Íslandi er rétt að útlista hvernig hugtökin peningaspil og spilafíkn eru gjarnan skilgreind. Rétt er að taka fram að hugtakið spilavandi er iðulega notað sem samheiti spilafíknar og er svo einnig gert hér. Með orðinu peningaspil er átt v...
Af hverju er bæjarnafnið Roðgúll dregið?
Í Árnessýslubindi Jarðabókar Árna Magnússonar og Páls Vídalíns (II, bls. 65) eru taldar upp hjáleigur í Stokkseyrarhreppi. Ein hjáleiga Stokkseyrarjarðar er Vatnsdalur, „áður kallað Roðgúll“. „Landskuld xx álnir í landaurum ut supra og að auk fyrir fjörubrúkun skilur landsdrottinn iij alin í sölvum, hefur nú ei go...
Hver voru helstu umhverfisáhrif Skaftárelda?
Árið 1783 var þekkt í Evrópu sem „ár undranna“ (Annus Mirabilis) vegna þeirra mörgu sérstöku atburða sem þá urðu, ekki síst þeirrar undarlegu móðu sem fyllt andrúmsloftið frá júní til október og olli miklu umtali um alla álfuna.[1] Orsakavaldurinn var eldgosið í Lakagígum. Áhrif þess á umhverfi og veðurfar teygðu ...
Hver voru algengustu nöfn karla og kvenna árið 1918?
Árið 1918 voru nöfnin Jón og Guðrún algengustu eiginnöfn á Íslandi, rétt eins og verið hafði öldum saman. Þessi nöfn báru höfuð og herðar yfir önnur nöfn í fyrsta manntalinu sem gert var á Íslandi árið 1703. Enn í dag eru þetta algengustu nöfn Íslendinga þótt yfirburðir þeirra séu ekki eins afgerandi og fyrr á tím...
Gengur líkamsklukkan alltaf í takt við venjulega klukku?
Þrjár klukkur koma við sögu þegar fjallað er um mikilvægi þess að hafa rétta klukku; sólarklukka og staðarklukka (sem báðar eru ytri klukkur) og dægurklukka (innri klukka). Þessar klukkur eru ólíkar en tengjast þó innbyrðis. Sólarklukkan endurspeglar snúning jarðar um sólu en jafnfram líka um möndul sinn. Sólar...
Varð til einhver ný þekking í jarðfræðirannsóknum á Surtsey?
Surtsey myndaðist í eldgosi sem hófst á sjávarbotni 1963 og stóð yfir með hléum til 1967. Frá upphafi hefur Surtsey verið undir strangri vernd og eru áhrif mannfólks á náttúrulega ferla í eynni lágmörkuð eins og hægt er. Fáheyrt er að slík svæði séu vöktuð jafn vel og raunin er í Surtsey og má segja að eyjan sé ra...