Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2289 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er munurinn á alligatorum og krókódílum?

Hinir eiginlegu ,,alligatorar" eru tvær tegundir krókódíla innan ættkvíslarinnar Alligator. Nú orðið eru þó menn farnir að víkka út heitið til allra krókódíla innan ættarinnar Alligatoridae enda bera tegundir ættarinnar sameiginleg útlitseinkenni sem greinir þær frá hinum eiginlegu krókódílum í ættinni Crocodylide...

category-iconHugvísindi

Hvaðan er nafn Arnarhóls komið?

Í Landnámabók segir að öndvegissúlur Ingólfs Arnarsonar hafi fundist „... við Arnarhvál fyrir neðan heiði“ (Landnámabók, Íslensk fornrit I, 45) og er þá átt við Mosfellsheiði að talið er. Spurningin er hvort Arnarhváll er núverandi Arnarhóll eða hvort hann hefur verið nær sjónum, þar sem nú er Arnarhólsklettur sem...

category-iconLæknisfræði

Hvað er CDG-heilkenni?

Skammstöfunin CDG stendur fyrir Congenital Disorders of Glycosylation, en áður var hún þekkt sem Carbohydrate-Deficient Glycosylation. Hér er um að ræða samheiti yfir flokk meðfæddra efnaskiptasjúkdóma sem trufla myndun sykurprótína (e. glycoproteins) á einn eða annan hátt og byggist flokkun þeirra á því í hvaða þ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er Harðskafi?

Nýjasta bók Arnaldar Indriðasonar ber þetta nafn og sagt er í fréttum af útkomu hennar að hún heiti eftir fjalli fyrir austan. Örnefnið er að minnsta kosti til á fimm stöðum sem hér skulu nefndir: Fjall upp af Eskifirði (Múlasýslur, bls. 370; Eskja I, bls. 74; Árbók 2005:42, 119). Bratt og hátt hamrafjall með...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju ætli Arnaldur Indriðason kalli nýjustu glæpasögu sína Myrká?

Bær í Hörgárdal í Eyjafjarðarsýslu heitir Myrká eftir samnefndri á. Bærinn er alþekktur úr þjóðsögunni um djáknann á Myrká, sem birtist í þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar (I:270-272 (1961)). Myrká fellur eftir Myrkárdal sem gengur vestur úr Hörgárdal. Áin hefur grafið sér mjög djúpt gil fyrir neðan bæinn Myrkárda...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er alltaf stór stafur á eftir punkti?

Upprunalega spurningin kom til Vísindavefsins í löngu máli og hljóðar svona: Góðan dag. Hvers vegna er lítill stafur á eftir punkti hér í upptalningu á gömlu, íslensku mánuðunum? Mánuðirnir eru taldir upp, 1., 2., 3. og svo framvegis. Á eftir raðtölu kemur stór stafur í íslensku, ekki lítill. Ég er steinhis...

category-iconMálvísindi: íslensk

Gæti grávaran askraki í Egils sögu verið það sama og astrakan?

Öll spurningin hljómaði svona:Hefur verið skoðað nánar, hvort grávaran sem nefnd er í Egils sögu og kölluð “askraki” (-ar) og Sigurður Nordal segir í formála sögunnar vera torskilið orð, (án þess að skýra það frekar), - sé etv. það sama og “astrakan” skinn (astrakan pels)? Miðaldra konur og eldri sem ég hef hitt, ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Eru rafsegulbylgjur frá farsímum og öðrum raftækjum skaðlegar heilsunni eða erfðaefninu?

Vísindavefnum hafa borist nokkrar spurningar um skaðleg áhrif rafsegulbylgna, svo sem frá GSM-símum, örbylgjuofnum, útvarpssendum og raflínum. Í þessu svari er fjallað um öll þessi efni í samhengi. Bylgjur frá útvarpssendum, símum og örbylgjuofnum eru rafsegulbylgjur rétt eins og sýnilegt ljós, röntgengeislar, ...

category-iconLæknisfræði

Hver var William Harvey og hvaða uppgötvanir gerði hann?

Enski læknirinn William Harvey var fyrstur til að lýsa nákvæmlega hringrás blóðsins um líkamann. Hann uppgötvaði að blóðið flæðir frá hjartanu með slagæðum og snýr til baka til hjartans með bláæðum. Hann sannaði að hjartað ynni eins og pumpa og sæi um að dæla blóðinu um líkamann. Uppgötvun hans hefur verið talin m...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver konar skip var knörr á tímum Eiríks rauða?

Upphaflega var spurt:Hvað eru knörr?Get ég fengið lýsingu á knörr á tímum Eiríks rauða? Hvernig var knörr að gerð og hvernig notaður? Ólafur digri Haraldsson hélt frá Englandi til Noregs með menn sína á tveimur knörrum, víst haustið 1014. Um þessa för getur samtímaskáldið Óttar svarti í tveimur dróttkvæðum vísu...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvenær og af hverju tóku Íslendingar upp á því að borða hamborgarhrygg á jólunum?

Stutta svarið við spurningunni er að hamborgarhryggur barst hingað frá Danmörku. Hann varð að eiginlegri jólahefð hér á landi, meðal annars vegna stóraukinnar svínaræktar sem Þorvaldur Guðmundsson, oftast kenndur við Síld og fisk, stofnaði til um miðjan sjötta áratug seinustu aldar á jörðinni Minni-Vatnsleysu á Va...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað heita öll frumefnin?

Eins og fram kemur í svarinu Hversu mörg frumefni eru þekkt og hve mörg þeirra koma fyrir í náttúrunni? þá eru frumefnin (e. elements eða chemical elements) í dag 118 talsins þó enn eigi eftir að staðfesta tilvist frumefna númer 113, 115, 117 og 118 og gefa þeim viðurkennd nöfn samkvæmt Alþjóðasamtökum um hreina o...

category-iconJarðvísindi

Hvaða þekkingu höfðu íslenskir miðaldamenn á eldgosum og eldfjöllum?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hversu mikið vissu Íslendingar um eldgos og eldfjöll á árum áður? Höfðu þeir skilning á því hvað væri að eiga sér stað? Þá á ég til dæmis um næstu árhundruð eftir landnám. Í Landnámabók, sem tekin var saman af fróðum mönnum upp úr 1100, má finna 14 atriði sem fjalla u...

category-iconHugvísindi

Af hverju höldum við jólin í desember ef sagt er að Jesús hafi fæðst í júlí?

Ekki er vitað hvenær Jesús fæddist en þó er ljóst að það var ekki 25. desember. Jól voru haldin hátíðleg í Róm til forna (Saturnalia-hátíðin) og tengd heiðnum sólarguði, það er að segja að menn héldu upp á að daginn fór að lengja á ný. Dagana 17.-23. desember gáfu Rómverjar hver öðrum gjafir. Heiðnir norrænir ...

category-iconUnga fólkið svarar

Hverjir eru þjóðhátíðardagar Norðurlandanna?

Þjóðhátíðardagar Norðurlandanna Land Dagur Skýring Álandseyjar9. júníFyrsta þing Álandseyinga kemur saman 1923. Danmörk16. apríl eða 5. júní16. apríl er afmælisdagur Margrétar II. (f. 1940), en yfirleitt er litið á 5. júní sem þjóðhátíðardag, þá var stjórnarskráin staðfest árið 1849. Finnla...

Fleiri niðurstöður