Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 334 svör fundust

category-iconTölvunarfræði

Hefur vindur áhrif á þráðlaust net?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Ef ég er að stelast inn á nettengingu nágrannans, geta þá hlutir eins og vindátt verið áhrifavaldar í því hversu sterka tengingu ég fæ hverju sinni? Það er mikill dagamunur á þessu! Þráðlaust net er rafsegulbylgja á útvarpsbylgjutíðni (2,4 GHz eða 5 GHs) sem kemur f...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvar pissar maður á leiðinni til tunglsins?

Hér er einnig svarað spurningunni:Er hægt að pissa í geimnum? Ekki hafa verið farnar mannaðar ferðir til tunglsins síðan snemma á 8. áratug síðustu aldar þannig að enginn hefur þurft að pissa á þeirri leið í langan tíma. Síðast þegar einhver þurfti að pissa á leið til tunglsins var aðstaðan hins vegar mjög bágb...

category-iconLandafræði

Hvað er Atlantshafið margir ferkílómetrar að flatarmáli?

Atlantshafið er næst stærst úthafanna eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvert er stærsta úthafið? Með innhöfum er flatarmál Atlantshafsins 106.460.000 km2 en 82.440.000 km2 ef innhöfin, strandhöf og flóar eru ekki tekin með. Hér sést Atlantshafið utan úr geimnum. Lesendum er bent á að kynna sér...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hver er elsta reikistjarnan sem vitað er um og hvað er hún gömul?

Þær reikistjörnur sem menn vita um með vissu og þekkja aldur á eru í okkar sólkerfi. Sólkerfið í heild myndaðist fyrir um 4,5 milljörðum ára. Því mætti segja að allar reikistjörnurnar séu jafngamlar og rúmlega 4,5 milljarða ára. Myndunarsaga sólkerfisins er hins vegar nokkuð flókin. Í stuttu máli má segja að só...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Af hverju kemur vindur ef ég sveifla blævæng?

Á jörðinni er lofthjúpur, en það er þunnt gaslag sem umlykur reikistjörnuna okkar. Lofthjúpurinn er að mestu úr nitri og súrefni en inniheldur líka aðrar gastegundir. Þar sem súrefni og nitur eru litlaus gös við venjulegt hitastig sjáum við þau ekki beinlínis hreyfast. En við finnum fyrir þeim þegar vindur blæs...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er einhver munur á hvort kjarnorkusprengja springur á jörðu niðri eða í geimnum?

Helsti munurinn á kjarnorkusprengingu í geimnum og á jörðunni er skortur á andrúmslofti (nema þá ef um er að ræða kjarnorkusprengingu við yfirborð einhverrar reikistjörnu með lofthjúpi, til dæmis Venusar). Við kjarnorkusprengingu losnar mikil orka sem kemur fram sem ljóseindir (gamma-geislar), nifteindir og kja...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er það lengsta sem geimfar hefur farið?

Voyager 1 og Voyager 2 sem báðum var skotið á loft árið 1977 eru þeir geimkönnuðir sem nú eru komnir lengst frá sólinni (og jörðinni). Í mars árið 2008 var Voyager 1 kominn um 105,9 stjarnfræðieiningar (se) frá sólu, en ein stjarnfræðieining (e. astronomical unit, AU) er meðalfjarlægðin frá sól að jörðu sem er...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvaða menntun þarf maður til að geta orðið geimfari?

Menntun geimfara er allmismunandi. Úti í geimnum þurfa geimfarar að vinna ýmis rannsóknarverkefni. Ekki er þó nauðsynlegt að þeir séu sérhæfðir í hverju verkefni, heldur þurfa þeir að geta farið eftir þeim rannsóknarleiðbeiningum sem þeim eru gefnar. Líkamleg próf og sálfræðipróf skipta miklu við val á geimförum. ...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvað eru til margar tegundir af dvergstjörnum í geimnum?

Þrjár tegundir svonefndra dvergstjarna eru til. Þær nefnast hvítir dvergar, rauðir dvergar og brúnir dvergar.[1] Hvítir dvergar eru kulnaðar sólstjörnur, lokastig þróunar flestra sólstjarna í alheimi. Þeir eru daufir og þéttir hnettir á stærð við jörðina en álíka massamiklir og sólin. Eftir um 5 milljarða ára þ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvernig lítur sólkerfið okkar út á smækkaðri mynd í réttum stærðarhlutföllum?

Þetta er mjög áhugaverð spurning því fjarlægðir í geimnum eru svo miklar að við getum með engu móti skilið þær almennilega. Til þess að að gera sér einhverja grein fyrir stærðum og fjarlægðum í sólkerfinu okkar, er þess vegna ágætt að minnka sólkerfið hlutfallslega. Fyrst veljum við einhvern hnött og hugsum okk...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Eru bandarísk yfirvöld ekki að ráðleggja að sá lúpínu á tunglinu? Hvenær verður þá líft þarna?

Það hlýtur að vera einhver misskilningur að ábyrg bandarísk yfirvöld gefi þessi ráð. Það skortir einfaldlega alltof margt til að líf eins og við þekkjum, þar á meðal lúpínur, geti þrifist við þau náttúruskilyrði sem ríkja á tunglinu. Mestu skiptir að á tunglinu er alls enginn lofthjúpur. Þar er því ekkert súref...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvenær mun sólin deyja út?

Í svari Árdísar Elíasdóttur og Gunnlaugs Björnssonar við spurningunni Af hverju er sólin til? kemur fram eftirfarandi um myndun sólarinnar:Sólin er ein af milljörðum stjarna í Vetrarbrautinni okkar. Í Vetrarbrautinni er að finna risavaxin gas- og rykský. Efnið í hverju slíku skýi gæti dugað til mynda hundruð, jafn...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvað tilgangi þjónar SETI-verkefnið?

SETI er skammstöfunin fyrir Search for Extraterrestrial Intelligence, sem þýða mætti leit að vitsmunalífi utan jarðar, eða eitthvað í þá áttina. Markmið þessa verkefnis er að kanna og útskýra uppruna, eðli, tíðni og útbreiðslu lífs í alheiminum, með öðrum orðum að rannsaka hugsanlegt líf í alheiminum. SETI-...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver er elsta lífvera á jörðinni?

Hægt er að skilja spurninguna á að minnsta kosti tvennan máta, hvaða einstaka lífvera hefur náð hæstum aldri, eða hvaða lífverur komu fyrst fram á jörðinni. Í svari Guðmundar Eggertssonar hér á Vísindavefnum við spurningunni Hvenær kviknaði líf á jörðinni og hvers vegna? kemur fram hverjar hafi sennilega verið fy...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hversu margar staðfestar dvergreikistjörnur eru í okkar sólkerfi og hvað heita þær allar?

Árið 2005 fannst dvergreikistjarnan Makemake utarlega í sólkerfinu. Hún er í svokölluðu Kuipersbelti, kleinuhringslaga belti útstirna, sem liggur handan við braut Neptúnusar. Í beltinu er einnig að finna dvergreikistjörnurnar Plútó, Eris og Haumea auk milljóna annarra ískenndra hnullunga. Makemake er lítil dver...

Fleiri niðurstöður