Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3261 svör fundust
Hvers konar bústólpi getur bóndi verið?
Orðið bústólpi merkir ‘stoð og stytta búsins’ og er þá bæði átt við menn og skepnur. Orðið stólpi merkir ‘stoð, stöpull’, stólpinn er það sem heldur einhverju uppi. Bóndinn stýrir búinu, er stoðin sem allt hvílir á. Þannig er hann stólpi búsins. Í elsta dæmi Orðabókar Háskólans frá síðari hluta 18. aldar er það sa...
Standa þingmenn í eldamennsku þegar eldhúsdagsumræður fara fram?
Orðið eldhúsdagur hefur fleiri en eina merkingu. Það getur í fyrsta lagi merkt ‘annadagur í eldhúsi’ og er þá átt við að mikið sé um að vera, til dæmis í sláturtíðinni þegar unnið er við að sauma vambir, brytja mör og svo framvegis. Í öðru lagi var áður fyrr talað um að halda sér eldhúsdag um að gera sér glaðan da...
Hver er munurinn á gervivísindum og vísindum? - Myndband
Orðið hindurvitni er í nútímamáli nátengt hugtökum eins og hjátrú, dulspeki, gervivísindum og hjáfræði. Menn hafa lengi viljað hafa orð um slíkt þó að það kunni að vilja renna úr greipinni eins og laxinn. Hugsanleg skilgreining er sú að hindurvitni séu allar hugmyndir manna sem stangast á við almenna, viðtekna þek...
Er starinn í húsinu mínu byrjaður að verpa?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Er starinn byrjaður að verpa? Í dag er 15. apríl og það er mikið að gerast í hreiðurgerð í húsinu mínu. Við viljum gjarnan losa okkur við hreiðrin áður en það koma egg/ungar í þau - er það of seint? Varptími starans (Sturnus vulgaris) er frá seinni hluta apríl og fram eft...
Af hverju heitir Ísland ekki Grænland og Grænland þá Ísland?
Alþekkt er sögnin um Hrafna-Flóka Vilgerðarson í Landnámabók sem sat í Vatnsfirði við Barðaströnd heilan vetur en kvikfé hans féll um veturinn af heyleysi. „Var vor heldur kalt. Þá gekk Flóki norður á fjöll og sá fjörð einn fullan af hafísum; því kölluðu þeir landð Ísland.“ (Íslenzk fornrit I:38-39). Ísland stóð...
Hvernig er hægt að vera fárveikur af sýklum sem eru svo litlir að maður sér þá ekki?
Ástæðan fyrir því að sýklar geta gert okkur fárveik er einmitt hin ofursmáa smæð þeirra. Sýklar, hvort sem er frumdýr (Protozoa), gerlar (Bacteria) eða veirur (Virus), eru afar smáar lífverur og rata því auðveldlega inn í líkama okkar og jafnvel fram hjá vörnum okkar. Þar geta sýklarnir valdið skaða eða truflun á ...
Er hægt að læra afbrotafræði á Íslandi?
Afbrotafræði er ein grein félagsvísinda sem styðst við viðurkenndar aðferðir til rannsókna á afbrotum og samfélagslegum viðbrögðum. Afbrotafræðin felur í sér vísindalega rannsókn á afbrotum, afbrotahegðun og viðurlögum. Mikil áhersla er lögð á aðferðafræði, refsilögin og fræðilegar kenningar um afbrot og samfélag....
Hvort heitir landið í Mið-Ameríku Kosta Ríka eða Kostaríka á íslensku?
Réttara er að skrifa Kosta Ríka, þó sumar eldri heimildir gefi upp Kostaríka í einu orði. Í 2. útgáfu Stafsetningarorðabókarinnar hefur rithátturinn verið leiðréttur samkvæmt samþykktum starfshóps um ríkjaheiti. Stafsetningin hefur einnig verið uppfærð í Málfarsbankanum og Íðorðabankanum. Málfarsbankinn, aðgeng...
Er til sérstakt málafbrigði á Siglufirði?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Mig langar að spyrja um heiti á ákveðinni málhefð. Ég veit að á Siglufirði sleppa menn stundum eignarfornafni þegar talað er um hluti sem tilheyra einhverjum, t.d. bíllinn mömmu í stað bíllinn hennar mömmu, báturinn afa í stað báturinn hans afa, dótahillan Helgu í stað dótah...
Hvor var á undan að finna Ameríku, Leifur heppni eða Bjarni Herjólfsson?
Norrænir menn munu hafa siglt til Norður-Ameríku um aldamótin 1000, og frá því segir þýski presturinn Adam frá Brimum strax á öldinni á eftir. En enginn Ameríkufari er nafngreindur í ritum sem hafa verið skráð fyrr en í fyrsta lagi um aldamótin 1200, tveimur öldum eftir atburðina. Því er útilokað að segja með viss...
Væri hægt að nota stærðfræði sem tungumál í samskiptum við geimverur?
Það mundi kosta talsverðan tíma og þolinmæði að koma á góðum samskiptum við geimverur. Búast má við að reynsluheimur þeirra sé allur annar en okkar, til dæmis hafi líf á reikistjörnum utan sólkerfisins þróast allt öðru vísi en hér á jörðinni. En í eðli sínu væru samskiptin engu að síður hliðstæð því þegar við læru...
Hvað gerist þegar þotur rjúfa hljóðmúrinn?
Hávaðinn sem fylgir flugi yfir hljóðhraða stafar af höggbylgju samþjappaðs lofts. Þegar þessi höggbylgja skellur á hljóðhimnum okkar heyrum við miklar drunur. Hljóðhraðinn er útbreiðsluhraði hljóðbylgna í lofti, það er sá hraði sem hljóðbylgjur ferðast með um loftið. Hljóðhraði minnkar með lækkandi hita og lækk...
Er hægt að sanna eða afsanna vísindalega einhver algeng trúarbrögð?
Fyrri lið spurningarinnar, hvort hægt sé að sanna vísindalega einhver trúarbrögð, er fljótsvarað. Svarið er „Nei“. Ástæða þess að ekki er hægt að sanna vísindalega nein trúarbrögð er einfaldlega að það er ekki hægt að sanna vísindalega neinar kenningar, hvort sem kenningarnar eru hluti af trúarbrögðum eða vísindal...
Hvað er nanótækni?
Forskeytið nanó- vísar til hluta sem eru nokkrir nanómetrar að stærð. Einn nanómetri er einn milljarðasti úr metra. Þvermál vetnisatóms er einn tíundi úr nanómetra og fjarlægð milli atóma í kristalli er á bilinu 0,2-0,6 nanómetrar. Því er talað um að hlutir gerðir úr nokkrum atómum, til dæmis 10-10.000, séu á nanó...
Hversu stór er einingin hundrað, sem notuð var um stærð jarða?
Hundrað að fornu merkti 120. Upphaf orðsins er ekki yngra en frá 11. öld, sennilega eldra, og merkti fyrst 120 álnir vaðmáls þar sem hver alin skyldi vera af tilskilinni stærð og réttum gæðum. Eftir því sem tímar liðu urðu tengslin við vaðmálið ógleggri og virðast vera með öllu horfin á 17. öld. Bæði alin og hundr...