Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1691 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hægt að temja ljón?

Með tamningu er átt við að menn hafi náð því næst fullkominni stjórn á viðkomandi dýri og geti treyst því. Sem dæmi þá geta flestir verið sammála um að vel tamdir hundar teljist hættulausir og tugmilljónum hunda er treyst til þess að vera innan um börn. Þetta á hins vegar ekki við um ljón eða önnur stór kattard...

category-iconFélagsvísindi

Hvaðan kom hefðin að halda upp á afmælið sitt og hvað hefur hún tíðkast lengi?

Fyrsta afmælishald sem spurnir eru af voru burðardagar konunga og annarra leiðtoga austur við Miðjarðarhaf þar sem menn komust fyrst upp á lagið með nákvæma tímatalsútreikninga og fóru að geta búið til almanök. Vitneskja um nákvæma dagsetningu fæðingar sinnar varð til þess að konungar og aðrir höfðingjar á þessum ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getur þú sagt um frumlífsöld?

Í mörgum ritum er upphafs- og frumlífsöld nefnd í einu lagi forkambríum og nær það tímabil yfir 90% af jarðsögunni. Frumlífsöldin (proterozoic) er seinni hluti forkambríum og er talin hefjast fyrir um 2,5 milljörðum ára en vera lokið fyrir um 544 milljónum ára þegar fornlífsöld gekk í garð. Jarðfræðingar miða ...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað getið þið sagt mér um Inkaborgina Machu Picchu?

Machu Picchu er virkisborg í Andesfjöllum er gnæfir yfir Urubambadalnum. Hún er um það bil 80 km fyrir norðan Cuzco sem var hin fornu höfuðborg Inkanna. Machu Picchu liggur á 13. gráðu suðlægrar breiddar í um 2400 metra hæð yfir sjó, um 1000 metrum neðar en Cuzco, og er veðurfar þar mun mildara en í Cuzco. Borgin ...

category-iconBókmenntir og listir

Var líkið af Walt Disney virkilega fryst og geymt í kæli?

Þann 15. desember árið 1966 lést Walt Disney af völdum krabbameins í lungum. Skömmu síðar komust á kreik sögusagnir um að hann hefði séð til þess að lík hans yrði fryst í þeirri von að hægt væri að endurlífga hann þegar læknavísindum hefði fleygt nógu mikið fram. Raunin er hins vegar allt önnur því lík Walts Disne...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver var munurinn á vinnufólki og húsfólki?

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:Hver var munur á vinnumönnum/konum og húsmönnum/konum? Ég tek eftir báðum þessum starfsheitum langt fram á 19. öld. Í íslensku fornmáli koma orðin húsmaður og húskona ekki fyrir í þeirri merkingu sem þessi orð hafa á síðari öldum. Á elsta stigi sem við þekkjum eftir að þr...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hver var Olympe de Gouges?

Olympe de Gouges (1748-1793) var franskt leikritaskáld sem barðist fyrir lýðræði og réttindum kvenna. Í dag er iðulega vísað til hennar sem fyrsta franska femínistans og hún hyllt sem byltingarhetja. Olympe de Gouges hét réttu nafni Marie Gouze og fæddist 7. maí 1748 í Montauban í Frakklandi. Opinberlega var hú...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða rannsóknir hefur Benedikt Hjartarson stundað?

Benedikt Hjartarson er prófessor í almennri bókmenntafræði og menningarfræði við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Rannsóknir hans liggja á sviði sögulegrar orðræðugreiningar og menningarsögu og hefur hann einkum beint sjónum að fyrstu áratugum tuttugustu aldar. Meginviðfangsefni rannsóknanna hafa verið...

category-iconLæknisfræði

Hvers konar lyf á að hafa læknað Bandaríkjaforseta af COVID-19?

Bandaríkjaforseti mun hafa verið meðhöndlaður með tilraunalyfinu REGN-COV2 en hann fékk líka annars konar meðferð. Samkvæmt bestu heimildum var hann líka meðhöndlaður með remdesivír sem farið er að nota við COVID-19 með nokkuð góðum árangri. Hann mun einnig hafa fengið barkstera sem er einnig farið að gefa illa ve...

category-iconBókmenntir og listir

Er 666 tala djöfulsins?

Síðasta rit Biblíunnar kallast Opinberunarbókin. Hún tilheyrir bókmenntagrein sem nefnist heimsslitafræði (e. eschatology) en það hugtak er haft um texta sem boða endalok heimsins eins og hann er. Stundum er einnig sagt frá uppkomu nýs heims í slíkum textum. Í Opinberunarbókinni er mikið af talnaspeki (e. numer...

category-iconJarðvísindi

Hvert er rúmmál Öskjuvatns og hvað getur glóandi hraun búið til mikla gjósku úr því vatni?

Ef basaltgos, líkt og í Öskju 1961, hæfist á botni Öskjuvatns yrði það gos svipað og gosið sem myndaði Sandey í Þingvallavatni fyrir 2000 árum. Þekktara af því tagi er þó Surtseyjargosið sem hófst á 130 m dýpi í sjónum suðvestan við Vestmannaeyjar haustið 1963. Meðan gosopið var ennþá neðansjávar og sjór hafði aðg...

category-iconHugvísindi

Getið þið sagt mér frá ferðum Kólumbusar til Ameríku?

Hér er margs að gæta og ekki sama hvernig spurningin er orðuð. Ísland tilheyrir Evrópu landfræðilega þó að það sé ekki áfast við meginland hennar, eins og lesa má nánar um í svari Sigurðar Steinþórssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Er Ísland ekki á milli meginlandsflekanna og telst því hvorki til ...

category-iconTrúarbrögð

Hvað hétu lærisveinar Jesú?

Hugtakið „lærisveinar Jesú“ er víðtækt og tekur til hins stóra hóps fylgjenda Jesú sem allir voru nefndir lærisveinar. Hinn stóri hópur lærisveina taldi bæði konur og karla og eru nokkrir einstaklingar innan hans nafngreindir í guðspjöllunum. Lúkasarguðspjall nefnir í áttunda kaflanum nokkrar konur sem hafi hjálpa...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hver var Friðþjófur Nansen og hvert var hans framlag til vísindanna?

Friðþjófur Nansen (1861-1930).Friðþjófur Nansen fæddist 10. október 1861 í Frøen skammt frá Osló, sem þá hét Kristíanía. Hann var annað barn lögfræðingsins Baldurs Nansens og seinni konu hans Adelaide og eignaðist síðar yngri bróður. Ungur að árum kynntist Nansen útivist og íþróttaiðkun og var snemma góður íþrótta...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað voru Púnverjastríðin?

Púnverjastríðin er samheiti yfir þrjú stríð á milli Rómverja og Karþagómanna sem áttu sér stað á tímabilinu 264 til 146 f.Kr. Þegar ófriðurinn hófst voru Karþagó og Róm voldugustu borgríkin við Vestur-Miðjarðarhaf en að síðasta stríðinu loknu, rúmri öld seinna, hafði Róm yfirburðastöðu og traustur grunnur var lagð...

Fleiri niðurstöður