Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2367 svör fundust

category-iconFélagsvísindi almennt

Kemur lauslæti í veg fyrir að maður finni sanna ást?

Til þess að geta svarað þessu er nauðsynlegt að reyna að skilgreina fyrst hvað átt er við með sönn ást, en það er heimspekileg spurning þótt hver og einn eigi trúlega sitt svar við henni. Almennt má gefa sér að sönn ást sé sterk óeigingjörn tilfinning til annarrar manneskju sem manni er annt um. Þessi tilfinning g...

category-iconLögfræði

Hvernig stofnar maður þjóðríki, til dæmis ef maður á jörð á Suðurlandi eða eyju á Breiðafirði?

Stofnast getur til ríkja með tvenns konar hætti. Í fyrsta lagi getur verið að landsvæði sé þegar háð yfirráðum eins eða fleiri ríkja. Ef svo háttar til getur nýtt ríki aðeins stofnast á svæðinu með einhvers konar samningum við það ríki eða þá í kjölfar uppreisnar, stríðs eða annarra átaka, sem leiða til þess að íb...

category-iconMannfræði

Er það innbyggt í mennina að trúa á yfirnáttúruleg öfl?

Spurningin í heild var sem hér segir:Það virðist sem allt fólk á jörðinni trúi á einhverja yfirnáttúrulega krafta. Er eitthvað innbyggt "element" í mönnum sem veldur þessu?Í öllum hópum fólks sem fundist hafa er útbreidd trú á einhver öfl, máttarvöld, guði eða anda sem hafi áhrif á líf manna og gang náttúrunnar. H...

category-iconBókmenntir og listir

Hver voru síðustu orð enska skáldsins John Keats?

Enska skáldið John Keats lést úr berklum í Rómaborg 23. febrúar 1821, aðeins 25 ára að aldri. Lokaorðin eru venjulega sögð þessi:Severn - reistu mig upp - ég er að dauða kominn - dauðinn verður mér léttur - ekki óttast - vertu duglegur og þakkaðu Guði fyrir að hann sé loksins kominn.Í sjö klukkutíma lá hann í örmu...

category-iconUnga fólkið svarar

Er til algild fegurð?

Fegurð hefur verið mjög umdeilt hugtak. Auðvitað er mismunandi hvað fólki finnst vera fallegt og hvað því finnst ljótt. En fegurðin er bara hugtak sem fer eftir tíðaranda samfélagsins. Skilgreining fegurðarinnar hefur líka breyst í aldanna rás. Ef til dæmis er horft á málverk sem voru gerð á barrokktímanum og...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hagkvæmara að byggja borg þétt eða dreift?

Það er hagkvæmara að byggja borg þétt heldur en dreift og má skipta ástæðunum fyrir því í stórum dráttum í þrennt. 1. Kostnaður við uppbyggingu borgar Flest það sem þarf til að byggja borg eða borgarhverfi verður dýrara ef byggðin er dreifð, einfaldlega vegna þess að ýmis stofnkostnaður verður meiri, það er að...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getur þú sagt mér um hagamýs?

Hagamúsin (Apodemus sylvaticus) er ein af sjö tegundum músa sem tilheyra ættkvíslinni Apodemus. Meðlimir þessarar ættkvíslar hafa aðlagast lífi á sléttum, engjum og skóglendi. Hagamúsin finnst um mest alla Evrópu, víða í Asíu og nyrst í Norður-Afríku. Heimkynni hennar ná hins vegar ekki langt norður í barrskógabel...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hver eru áhrif öldrunar á taugakerfið?

Þegar áhrif öldrunar eru rannsökuð er mikilvægt að greina raunveruleg öldrunaráhrif frá þeim áhrifum sem umhverfi og sjúkdómar hafa á líffæri og líkamsstarfsemi. Sumar breytingar koma fram hjá flestum öldruðum án þess að hægt sé að skýra þær með þekktum sjúkdómi. Sennilega stafa þær eingöngu af öldruninni sjál...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað eru fiðrildahrif og óreiðukenning?

Til þess að skilja fyrirbæri náttúrunnar reyna eðlisfræðingar að gera líkön af þeim. Venjulega er líkanið safn stærðfræðilegra jafna sem vonast er til að lýsi vissum eiginleikum kerfisins nokkurn veginn. Eðlisfræðingar kalla jöfnur sem lýsa hreyfingu kerfis eða þróun þess í tíma oft hreyfijöfnur. Líkönin eru misgó...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver fann upp vatnsklósettið? Hvenær og hvar var það?

Áður en við svörum þessu er vert að átta sig á því hver er megingaldurinn við þetta merka tæki sem hefur haft meiri áhrif á daglegt líf okkar en mörg önnur. En megineinkenni nútíma salernisskálar er vatnslásinn sem í því er og kemur í veg fyrir að loft berist inn í herbergið frá skolpræsunum, og þar með bæði óþefu...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig getur maður ákvarðað hvort ljós frá einhverjum hlut sé skautað?

Ljós er sveiflur í rafsviði og segulsviði. Báðar þessar stærðir eru vigrar, það er þær einkennast af bæði stefnu og styrk. Rafsviðið liggur hornrétt á segulsviðið og báðar stærðirnar eru hornréttar á útbreiðslustefnu ljósgeislans. Mynd 1. Vigraþrenna sem einkennir ljósgeisla: E er rafsviðsvigur, B er segulsvi...

category-iconFélagsvísindi

Hvað eru verðbætur?

Með verðbótum er átt við að reynt er að taka tillit til breytinga á verðlagi þegar fjárupphæðir eru reiknaðar og bæta þeim sem á að fá fé verðlagsbreytingu þannig að hann geti keypt það sama fyrir féð með verðbótum og hann hefði getað keypt fyrir féð án verðbóta ef verðlag hefði ekkert breyst. Breytingar á verðlag...

category-iconEfnafræði

Hvað er kísilgúr og til hvers er hann framleiddur?

Kísiliðjan við Mývatn vinnur hráefni sitt úr setlögum á botni Mývatns en ekki er vitað til þess að slík vinnsla úr votnámu fari fram annars staðar í heiminum. Mývatn er talið hafa myndast fyrir um 2300 árum og hefur það mikla sérstöðu meðal stöðuvatna á norðlægum slóðum. Vatnið er allt mjög grunnt og nær sólarljós...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Ef maður hlypi stanslaust í sólarhring myndi þá líða yfir hann?

Afleiðingar þess að hlaupa í heilan sólarhring eru háðar líkamlegu ástandi hlauparans sem og aðstæðum við hlaupið. Illa þjálfuðum einstaklingi sem ofreyndi sig á hlaupum, jafnvel í skemmri tíma en á 24 klukkustundum, gæti vissulega orðið það um megn og hann fallið í yfirlið. Þess eru þó fjölmörg dæmi að hlauparar ...

category-iconLæknisfræði

Hvað er blóðtappi?

Blóðtappi er blóð sem storknað hefur í æð og getur stíflað hana. Þá fær vefjasvæðið sem æðin sér um að veita blóði til ekki nægilegt súrefni og deyr. Ef þetta gerist í kransæð er talað um kransæðastíflu eða hjartaáfall og afleiðingin er hjartadrep. Gerist þetta aftur á móti í heilanum er talað um heilaáfall eða he...

Fleiri niðurstöður