Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1599 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér allt um hundakynið pit bull sem er bannað á Íslandi?

Eins og fram kemur í spurningunni eru pit bull hundar bannaðir hér á landi. Pit bull er ekki eitt ræktunarafbrigði heldur samheiti yfir nokkur afbrigði vöðvastæltra hunda svo sem American pit bull terrier, Staffordshire terrier og Staffordshire bull terrier. Pit bull-hundar teljast til svokallaðra vígahunda o...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað geturðu sagt mér um risaletidýr?

Risaletidýr tilheyra hópi svokallaðra jarðletidýra (e. ground sloth). Þau komu sennilega fram á ólígósen-skeiði nýlífsaldar og lifðu allt fram á sögulegan tíma á eyjum í Karíbahafi. Talið er að síðustu jarðletidýrin hafi dáið út um 1550 á eyjunum Kúbu og Hispanólu. Jarðletidýr eru afar fjölbreytilegur hópur dý...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig myndast símasamband?

Þetta er eðlileg og mikilvæg spurning. Fyrir 20 árum eða svo hefði verið frekar einfalt að svara henni en nú er það dálítið erfiðara vegna tækniframfara á síðustu tveimur áratugum, og eins víst að hér komi sitthvað á óvart. Í símanum sem við tölum í er búnaður sem breytir hljóðinu frá okkur í rafmerki, nánar ti...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hægt að breyta loftþrýstingseiningunni hPa yfir í cm vatns?

Þrýstingur (e. pressure) er skilgreindur sem kraftur á flatareiningu, það er newton á fermetra, og er hann táknaður með bókstafnum p. Auðvelt er að reikna þrýsting á ákveðnu dýpi h í vökva eða gasi með tiltekinn eðlismassa ρ (ρ er gríski bókstafurinn "hró" eða "ró" og SI-einingin fyrir eðlismassa er kg/m...

category-iconLæknisfræði

Hvað er Lou Gehrigs-sjúkdómur og er hægt að lækna hann?

Lou Gehrigs-sjúkdómur er annað nafn yfir blandaða hreyfitaugahrörnun (e. amylotrophic lateral sclerosis, ALS) sem er algengasta form hreyfitaugahrörnunar (e. motor neuron disease, MND). Þeir sem þjást af ALS eru með skaddaða efri og neðri heilataugar en önnur form MND eru ágeng hreyfitaugahrörnun (e. primary later...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er hægt að ráða kyni barns með því að tímasetja kynlíf rétt?

Það eru engin óbrigðul ráð til þess að ráða kyni barns. Með inngripi læknavísindanna er mögulegt að auka töluvert líkur á að eignast barn af tilteknu kyni en mannfólkið er meira háð vilja náttúrunnar þegar getnaður á sér stað á hefðbundinn hátt. Þó hafa verið settar fram kenningar um að með því að tímasetja kynmök...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvort er maður meira skyldur foreldrum sínum eða systkinum?

Erfðafræðilegur skyldleiki tveggja einstaklinga fer eftir nokkrum þáttum. Í fyrsta lagi geta atburðir leitt til þess að tvö fóstur myndast úr einu frjóvguðu eggi og þar með eineggja tvíburar. Meira máli skiptir þó hvort viðkomandi eigi sömu foreldra. Allar manneskjur eru erfðafræðilega einstakar en sumar eru samt ...

category-iconLæknisfræði

Er hægt að fjarlægja gallgöng og lifa án þeirra?

Ef gallgöng eru fjarlægð þarf að endurbyggja þau á einhvern hátt því líkaminn getur ekki starfað til lengdar ef gall kemst ekki frá lifrinni. Gall er gulgrænn basískur vökvi sem í grófum dráttum gegnir tvenns konar hlutverki - annars vegar sér hann um að losa líkamann við úrgangsefni, til dæmis gallrauða (e. b...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir Þeista í nafninu Þeistareykir?

Í heild hljóðar spurningin svona:Langar að vita merkingu Þeist eða þeista en þar á ég við hvernig nafnið Þeistareykir er komið til. Nafnið er skrifað „þeistareykia land“ í máldaga Múlakirkju í Auðunarmáldögum 1318 (Ísl. fornbréfasafn II, 434) og er elsta dæmi um jörðina í heimildum. Nafnið er „Þeistar Reyker eð...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt mér um ameríska akitahunda?

Akitahundar eru upprunnir í Japan og nefnist hundakynið akita inu, japanskur akita eða einfaldlega akita. Fyrir miðja síðustu öld barst fyrsti akitahundurinn til Ameríku og nú er til sérstakt afbrigði sem kallast amerískur akita (e. American Akita). Japanskir akitar koma upprunalega frá fjallahéruðum nyrst á ja...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig virkar torrent?

Torrent eða BitTorrent er samskiptastaðall til skráaskipta yfir Netið. Enska orðið torrent þýðir meðal annars stríður straumur eða flóð og er einnig notað um hellirigningu. Torrent-tæknin byggist á svokallaðri deilitækni (e. Peer-to-peer, P2P) sem gengur út á að notendur sækja og senda gögn beint sína á milli án þ...

category-iconFélagsvísindi

Ef síamstvíburi fremur alvarlegan glæp, væri hægt að refsa aðeins honum en ekki hinum tvíburanum?

Það tilvik sem lýst er í spurningunni hefur hvergi komið til kasta dómstóla svo vitað sé. Hér er því um vangaveltur að ræða hvernig tekið yrði á slíkum málum en lög og reglur veita engin svör um þetta. Spurningin tengist raunar annarri og stærri spurningu um hvernig fara skuli með réttindamál síamstvíbura. Eru...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvenær er minkurinn grimmastur og af hverju?

Minkurinn (Mustela vison) er rándýr og öll rándýr éta önnur dýr en það þýðir þó ekki endilega að þau séu grimm. Öll villt rándýr geta sýnt árásargjarna hegðun ef þau eru svöng eða þeim er ógnað. Minkurinn stundar stundum afrán umfram þarfir (e. surplus/superfluous killing) sem þekkist einnig meðal fjölda annarr...

category-iconBókmenntir og listir

Finnast þjóðsögur í öllum löndum?

Til að svara þessari spurningu verður eiginlega að byrja á því að skilgreina hvað þjóðsaga er. Reyndar ber spurningin með sér að sú sem spyr viti hvað þjóðsögur eru en best er að vera viss um að spyrjandinn, sú sem svarar og þau sem lesa svarið séu öll að tala um sama hlutinn. Innan hugtaksins þjóðsögur má seg...

category-iconLæknisfræði

Hvað er heimakoma og hvað veldur henni?

Heimakoma (Erysipelas) er bráð húðsýking sem er venjulega vel afmörkuð, gljáandi, rauð, upphleypt, heit og viðkvæm fyrir snertingu. Heimakoma byrjar sem rauður blettur á húðinni, oftast þar sem er sprunga eða sár, og breiðist síðan út og stækkar dag frá degi. Stundum myndast blöðrur og jafnvel rauð strik út frá sý...

Fleiri niðurstöður