Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2017 svör fundust
Af hverju hættu Íslendingar að nota rúnir og byrjuðu að nota bókstafina eins og þeir eru núna?
Kristin trú varð til í Rómaveldi fyrir tæpum 2000 árum. Í vesturhluta ríkisins var töluð latína en gríska í austurhlutanum. Rómverjar höfðu lært að skrifa af Grikkjum en löguðu stafina til og breyttu hljóðgildi sumra; þeir notuðu það sem nú er kallað latneskt letur. Kaþólsk kirkja þróaðist í þessu víðlenda ríki á ...
Af hverju halda strákar að þeir séu eitthvað merkilegri en stelpur?
Það að piltar líti stundum stórt á sig og telji sig merkilegri en stúlkur má að miklu leyti skýra út frá hugmyndum um mótun og hegðun hópa. Hægt er að skilgreina hóp sem tvo eða fleiri einstaklinga sem eiga eitthvað sameiginlegt (til dæmis kyn) og eru þess vegna flokkaðir saman (Reber & Reber, 2001; Hogg & Vaughan...
Hvenær var hætt að skipta á milli sumar- og vetrartíma á Íslandi?
Árið 1907 voru sett lög um samræmdan tíma á Íslandi þannig að alls staðar á landinu skyldu klukkur fylgja tíma sem var einni klukkustund á eftir Greenwich-tíma. Áður hafði þetta verið nokkuð breytilegt þannig að klukkan á Akureyri var til dæmis ekki nákvæmlega það sama og klukkan í Reykjavík. Árið 1917 voru set...
Hvað getið þið sagt mér um rithöfundinn Jules Verne?
Jules Verne var franskur rithöfundur sem fæddist þann 8.mars árið 1828. Hann er þekktastur fyrir vísindaskáldsögur og á meðal helstu verka hans eru Ferðin að miðju jarðar (Voyage au centre de la Terre, 1864), Sæfarinn (Vingt mille lieues sous les mers, 1870) og Umhverfis jörðina á áttatíu dögum (Le tour du monde ...
Hvar myndast fellibyljir helst?
Fellibyljir eru skæðastir og algengastir á Kyrrahafi vestanverðu, norðan miðbaugs, frá dægurlínunni vestur til Filippseyja og Suður-Kína og norður til Japans. Á þessu svæði myndast að meðaltali um 20 fellibyljir á ári. Heldur færri, eða 10-12, myndast austan til á Kyrrahafi undan ströndum Mexíkó. Fellibyljir eru e...
Hvað eru ráðin undir rifjunum mörg?
Þetta er ágætis spurning og fyrsta nálgun að svari við henni fékkst nokkuð greiðlega hjá anatómíudeild Vísindavefsins sem sérhæfir sig í kryfja málin til mergjar. Fyrst þurfa menn þó að átta sig á þeim sannindum, sem eru engan veginn augljós, að sá sem hefur ráð undir rifi hverju er auðvitað með tiltekinn og endan...
Hvað eru smáríki og hversu mörg eru þau?
Það eru til margar mismunandi skilgreiningar á því hvað sé smáríki. Hér áður fyrr var einkum litið til fjögurra þátta þegar stærð ríkja var metin, það er íbúafjölda, landfræðilegar stærðar, þjóðarframleiðslu og hernaðarmáttar (útgjöld til varnarmála). Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna hefur skilgreiningin miðað við á...
Er örnefnið Grýla til og hvað merkir orðið?
Grýla er nafn á allmörgum stöðum í landinu, að minnsta kosti einum 20 talsins, oftast eru það sérkennilegir klettar, drangar eða vörður. Nafnið er hið sama og á óvættinni, sem er í tröllkonulíki og þekkt er úr þjóðtrúnni. En nafnið er einnig til á goshver í Hveragerði í Árnessýslu. Lengi hefur hann verið nefnd...
Er hægt að rækta sætar kartöflur á Íslandi?
Sætuhnúðar eða sætukartöflur, Ipomea batatas, eru ættaðar frá Mið- og Suður-Ameríku og þurfa hærri lofthita og lengri vaxtartíma en boðið er upp á hér á norðurhjara. Hugsanlega ætti samt að geta gengið að rækta sætuhnúða hér á landi í upphituðum gróðurhúsum. Kjörhitastig þeirra er einhvers staðar á bilinu 18-28°C ...
Geta dýr gert konur óléttar?
Æxlun mismunandi dýrategunda er vel þekkt fyrirbæri. Dæmi um það úr náttúrunni er meðal annars æxlun náskyldra mávategunda og andategunda. Menn hafa einnig lagt sitt af mörkum til að æxla saman skyldum tegundum, kunnasta dæmið er líklega afkvæmi asna (Equus asinus) og hesta (Equus caballus). Afkvæmi asna og hryssu...
Er hægt að leiða líkum að því að Snorri Sturluson hafi lesið landfræði grísk-rómverska landfræðingsins Strabons?
Nei, þvert á móti má leiða líkum að því að Snorri Sturluson hafi ekki lesið landfræði Strabons. Strabon (um 64 f.Kr. - um 24 e.Kr.)Sagnfræðingurinn og landfræðingurinn Strabon var fæddur um 64 f.Kr. í grísku borginni Amaseia í Pontus sunnan við Svartahaf, sem þá heyrði undir Rómaveldi. Rit hans um sagnfræði er ...
Hverjir eru maóríar og hver er uppruni þeirra?
Maóríar eru frumbyggjar Nýja-Sjálands. Forfeður þeirra sigldu þangað frá Austur-Pólýnesíu, það er Tahítí, Samóaeyjum og Tonga, seint á 13. öld, eða um 1280. Rannsóknir á þróun tungumála og DNA-rannsóknir sýna fram á uppruna þeirra, en núverandi tungumál þeirra svipar mjög til tungumálsins sem er talað á þeim slóðu...
Eru einhver jóla-örnefni á Íslandi?
Í nokkrum örnefnum hérlendis kemur orðliðurinn jól fyrir. Það er þó sjaldnar orðið jól í merkingunni ‘hátíð’ sem hér er um að ræða heldur jóli í merkingunni ‘hvönn, hvannleggur’. Orðið hefur í samsetningunni hvann-jóli orðið njóli. Stundum er ekki vitað um uppruna örnefna með -jól(a). Þessi örnefni verða nú rakin:...
Hvað er kíghósti?
Kíghósti (Pertussis) er alvarleg öndunarfærasýking hjá börnum, einkum á fyrstu mánuðum ævinnar, en hjá unglingum og fullorðnum birtist sjúkdómurinn sem langvarandi og þrálátur hósti. Sýkingin stafar af bakteríu sem framleiðir eiturefni sem veldur slæmum hóstaköstum. Útbreiðsla sjúkdómsins hefur farið vaxandi sí...
Hvað getið þið sagt mér um Lundúnabrunann mikla árið 1666?
Lundúnabruninn mikli (e. The Great Fire of London) var stórbruni sem gekk yfir Lundúnaborg frá og með sunnudeginum 2. september 1666 til miðvikudagsins 5. september 1666. Bruninn náði að eyða nær allri gömlu borginni innan rómverska borgarmúrsins. Það er sá hluti Lundúna sem kallast „Borgin“ (e. City) sem brann...