Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1424 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Er veiran sem veldur COVID-19 öðruvísi en aðrar veirur?

Þetta er góð og margþætt spurning. Einfalda svarið er í raun: Já, á sama hátt og allar aðrar veirur eru sérstakar á sinn hátt. Hver og ein veira er einstök en hefur sameiginlega þætti sem gera hana keimlíka mörgum öðrum veirum. Til að skilja þetta betur þurfum við fyrst að skoða hvað einkennir veirur almennt og sí...

category-iconJarðvísindi

Er líklegt að gosið í Geldingadölum standi lengi?

Enginn nema almættið veit hvenær gosinu í Geldingadölum lýkur. Ástæðan er meðal annars sú, að gosið er næsta einstætt — Reykjanesskagi er sérstæður hluti af rekbeltum landsins og um 780 ár eru frá því síðast gaus á Skaganum. Það gos batt enda á 500 ára hrinu nokkurra sprungugosa líkum gosinu í Geldingadölum, en ek...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað varð um landnámssvínið, dó það út?

Hér er einnig að finna svar við spurningunni: Hefur fundist erfðaefni úr íslenskum landnámssvínum? Íslenskir landnámsmenn, sem talið er víst að hafi verið blanda fólks frá Skandinavíu og Bretlandseyjum,[1] höfðu með sér til landsins allar þær búfjártegundir sem tilheyrðu hefðbundnum landbúnaði þess tíma. Hi...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getur samhjálp ólíkra tegunda þróast á þann hátt að önnur tegundin svindli?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvernig þróast samhjálp og svindl í samskiptum tegunda? Samhjálp ólíkra tegunda þekkist víða í lífheiminum. Samhjálp (e. mutualism) er skilgreind sem samskipti milli einstaklinga tveggja tegunda sem báðir njóta góðs af. Afrán eða sníkjulífi (e. parasitism) er hins vega...

category-iconSálfræði

Hvaða dýr sjá liti rétt?

Menn sjá aðeins rafsegulbylgjur á tilteknu öldulengdarbili sem ljós, og líklegt er að svipað gildi um flest önnur dýr. Þessa takmörkun bilsins má trúlega rekja til þess að bylgjur á þessu bili berast vel í vatni og sjónin þróaðist fyrst hjá dýrum í hafinu. Litnemar augans, keilurnar, eru yfirleitt þrenns konar í ...

category-iconTrúarbrögð

Hvað eru apókrýfar bækur Biblíunnar?

Hér er svarað eftirfarandi spurningum:Hvað eru apókrýfar bækur Biblíunnar?Hvar er hægt að nálgast þær?Eru apókrýfar bækur Biblíunnar bannaðar af sumum kirkjudeildum en ekki öðrum? Hugtakið apókrýfur er notað í dag í biblíuvísindum og almennum trúarbragðafræðum um rit sem mynda hluta af rituðum trúararfi hinna fjö...

category-iconLandafræði

Geturðu sagt mér eitthvað um Norður-Ossetíu og þau Kákasuslönd sem liggja þar fyrir austan?

Í rússneska hluta Kákasus eru sjö lýðveldi og eru frá vestri til austurs:AdygeaKarachay-CherkessíaKabardínó-BalkaríaNorður-OssetíaIngúsetíaTsjetsjeníaDagestanÍ svari við spurningunni Hvaða hluti Rússlands tilheyrir Kákasus? er fjallað almennt um Kákasuslöndin og sérstaklega um þrjú fyrstnefndu lýðveldin, það er þa...

category-iconHeimspeki

Hvenær var blómatími grískrar heimspeki og hvenær lauk honum?

Nú er spurt um gullöld grískrar heimspeki. Hugtakið ‘blómatími’, eins og ‘gullöld’ og önnur áþekk hugtök, er fyrst og fremst merkimiði sem við höfum búið til og notum til þess að upphefja ákveðið tímabil sem okkur þykir af einhverjum ástæðum mikið til koma. Við köllum eitthvert tímabil í sögu heimspekinnar blómatí...

category-iconÞjóðfræði

Af hverju þykja tölurnar 7, 9 og 13 sérstaklega kynngimagnaðar?

Sumar tölur þykja sérstaklega magnaðar. Tölurnar þrjár, sjö, níu og þrettán, eru sérstaklega magnaðar tölur í þjóðtrúnni og því ekki tilviljun að þær eru til að mynda þuldar upp þegar bankað er í við. Lesa má meira um þennan sið í svari sama höfundar við spurningunni Hvaðan kemur hjátrúin að banka í við? Í r...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvernig lýsir fæðingarþunglyndi sér?

Tímabilið eftir fæðingu er tími aukinnar hættu á þunglyndi og oflæti hjá konum. Konur sem leggjast inn á spítala vegna geðsjúkdóma eftir fæðingu eru langoftast annaðhvort með þunglyndi eða oflæti. Þunglyndi og oflæti á meðgöngu og eftir fæðingu lýsir sér svipað og hjá óþunguðum konum. Þær konur sem eru í mestr...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver var Émilie du Châtelet og hvert var hennar framlag til vísindanna?

Émilie du Châtelet (17. desember 1706 - 10. september 1749) var franskur eðlis- og stærðfræðingur. Innan vísindaheimsins er Émilie einna helst þekkt fyrir franska þýðingu sína á bók Newtons (1642-1727), Stærðfræðilögmál náttúruspekinnar (Philosophiæ Naturalis Principia Mathematica, almennt kölluð Principia) og lei...

category-iconTrúarbrögð

Hver var Erasmus frá Rotterdam og fyrir hvað er hann þekktur?

Erasmus frá Rotterdam eða Erasmus Desiderius Rotterdamus fæddist 28. október 1466 (eða 1469) í Rotterdam á Hollandi. Hann kenndi sig ætíð við þá borg þó að hann byggi þar ekki nema fyrstu bernskuár sín. Hann var settur til mennta og eftir lát foreldra sinna 1483 var honum komið í latínuskóla í Deventer þar sem grí...

category-iconSálfræði

Hefur það áhrif á þroska og líðan barna ef þau hlusta á klassíska tónlist eftir til dæmis Mozart, Bach eða Beethoven?

Spurt er um áhrif hlustunar á tónlist og því miðast svörin einungis við áhrif tónlistarhlustunar en ekki tónlistarnáms eða virkrar þátttöku í tónlist. Mikilvægt er að gera greinarmun þarna á milli því almennt benda niðurstöður rannsókna til þess að tónlistarhlustun hafi lítil sem engin varanleg áhrif á vitsmuni en...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Getið þið útskýrt fjórðu víddina?

Skuggi sem venjuleg teningsgrind varpar er tvívíð mynd en fjórvíð teningsgrind gæti varpað þrívíðum skugga. Hér er slík skuggamynd af fjórvíðri teningsgrind í snúningi. (Smellið til að sjá hreyfimynd.)Í þessu svari verður að mestu skoðuð svokölluð evklíðsk rúmfræði, þar sem fjarlægðir eru líkar því sem við eigum a...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað er íslenska lopapeysan gömul og hver er uppruni hennar?

Það er líkt með íslensku lopapeysunni og mörgum öðrum alþýðuhefðum, hún á sér ekki tiltekinn höfund eða sögulegan upphafspunkt. Rannsóknir (Elsa E. Guðjónsson, 1985; Soffía Valdimarsdóttir, 2009) benda þó til að á fimmta áratug tuttugustu aldar hafi lopan[1] tekið á sig þá mynd sem í daglegu tali er kölluð íslensk...

Fleiri niðurstöður