Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hversu margar mannætur eru til í heiminum?
Frá ómunatíð hafa verið sagðar sögur af þjóðflokkum sem leggja sér mannakjöt til munns. Sögnum af þessum þjóðflokkum fjölgaði mikið í kjölfar heimsvaldastefnu vesturheimsríkja upp úr 15. öld. Ástæðan var helst talin sú að ríkin hafi viljað réttlæta hernað sinn í löndum Asíu, Afríku, Ameríku og Ástralíu með því að ...
Er hægt að búa til andþyngdarafl?
Eðlilegt er að þessi spurning komi upp og eðlisfræðingar hafa vissulega velt henni fyrir sér. Hún snýst um það hvort til sé fráhrindikraftur sem væri í hlutfalli við massa hlutarins sem hann verkar á og mundi upphefja þyngdarkraftinn eða vinna gegn honum. Svarið er að flestir vísindamenn telja afar ólíklegt að slí...
Hvað þýðir máltækið hollur er heimafenginn baggi?
Með orðinu baggi í máltækinu hollur er heimafenginn baggi er átt við heybagga, byrði sem bundin er saman í eitt knippi. Hollur merkir hér 'affarasæll, heillaríkur'. Með máltækinu er því átt við að best sé að vera sjálfum sér nógur. Það voru erfið skref hjá mörgum bóndanum á vorin áður fyrr að þurfa að fara á aðra ...
Hvaðan kemur orðið ballarhaf og hvað merkir það?
Úti á ballarhafi. Orðið ballarhaf í merkingunni 'rúmsjór, hafsvæði fjarri landi' á líklegast uppruna sinn í máli sjómanna. Í Íslenzkum sjávarháttum Lúðvíks Kristjánssonar (III:168) er þess getið að sjómenn hafi talað um að fara út á ballarhaf, en einnig út í ballarauga í sömu merkingu, sem viðmið þegar verið va...
Hvernig eru tölvuleikir búnir til?
Tölvuleikir eru í eðli sínu ekkert frábrugðnir öðrum forritum þannig að allir tölvuleikir eiga það sameiginlegt að einhver maður eða hópur manna skrifar forrit sem síðan er keyrt á tölvum. Leikurinn bregst síðan við því sem notandinn gerir á fyrirfram ákveðinn hátt. En auðvitað er mikill munur á tölvuleikjum. Þ...
Hvers vegna sökkva ekki þung skip þegar þau eru komin út í sjó?
Sú staðreynd að þung skip geta flotið á vatni byggist á lögmáli Arkímedesar. Það segir að hlutur sem dýft er í vökva eða gas léttist sem nemur þyngd efnisins sem hann ryður frá sér. Jafnvel þótt skrokkur skipa sé úr málmi sem sekkur í vatni getur skip flotið vegna þess að málmurinn myndar aðeins veggi um lest skip...
Er hægt að "skrifa" á kristalla líkt og harða diska?
Athugum aðeins harða diska áður en spurningunni er svarað. Á stærðarkvarða les- og skrifhaussins hefur harður diskur í tölvu slétt yfirborð. Yfirborðið er fjölkristallur, það er ekki einn samfelldur kristallur með einsleitinni grind heldur eins og mörgum kristöllum með mismunandi grindarstefnur hafi verið þjappað ...
Hvernig urðu menn skylmingaþrælar og hvað fólst í því?
Spurningin í heild var: Hvað voru skylmingaþrælar? Hvaðan komu þeir og hvernig urðu þeir skylmingaþrælar? Hver var besti skylmingaþræll heims? Skylmingaþrælar voru menn sem látnir voru berjast öðru fólki til skemmtunar. Siðurinn átti uppruna sinn hjá Etrúrum og tóku Rómverjar hann síðan upp eftir þeim. Sýningar ...
Hver er saga leirhersins sem fannst í Kína?
Árið 1974 voru nokkrir kínverskir bændur að grafa eftir vatni í útjaðri Xian-borgar. Í stað vatnsins fundu þeir gröf fyrsta keisarans af Kína. Grafarinnar er gætt af rúmlega átta þúsund leirhermönnum í fullri stærð og hún hefur verið nefnd stærsti fornleifafundur 20. aldarinnar. Eitt af fjölmörgum verkum fyrsta...
Hvað er átt við þegar talað er um Bakkus, hvaðan kemur þetta orð?
Þegar talað er um Bakkus er átt við áfengi, áfengisdrykkju eða ölvun. Í raun réttri er þetta sérnafn og vísar til grísk-rómversks guðs sem hét Dionysos (DionusoV) á forn-grísku en Bacchus á latínu. Hann var goð jurtagróðurs en einkum og sér í lagi goð vínsins. Goðsagnir Grikkja herma að Dionysos hafi verið son...
Hvað getur þú sagt mér um Kveðjusinfóníuna eftir Joseph Haydn?
Ein merkasta sinfónía Josephs Haydns (1732-1809) er sú nr. 45 í fís-moll, sem kölluð er Kveðjusinfónían. Um tilurð hennar er óvenjumargt vitað enda liggur áhugaverð saga þar að baki. Það var venja Nikulásar Esterházy prins, sem var vinnuveitandi Haydns, að dveljast í sveitahöllinni í Esterháza yfir sumarmánuðina e...
Hvað getið þið sagt mér um pílagrímsför múslima?
Íslamstrú kveður á um það að til að teljast skyldurækinn múslimi þurfi að fara eftir fimm kjarnareglum. Þessar fimm reglur eru einnig nefndar fimm stoðir íslam. Þær eru eftirfarandi:Shahadah, sem er trúarjátning múslima.Salat, bænirnar sem múslimar fara með fimm sinnum á dag.Zakat, skylda múslima til að gefa hluta...
Hvað veldur færslu á segulpólum jarðar og breytilegum hraða og stefnu færslunnar miðað við jarðmöndulinn?
Þetta er einnig svar við spurningunni 'Af hverju vísar segulnálin á áttavitanum ekki beint á segulskautið óháð því hvar áttavitinn er staddur á jörðinni?' frá sama spyrjanda.Allflestir vísindamenn eru sammála um að orsök jarðsegulsviðsins séu rafstraumar í kjarna jarðar. Kenningar um tilurð þeirra voru fyrst þróað...
Hver er tala Grahams?
Tala Grahams er efra mark á stærð lausnar á ákveðnu vandamáli í Ramsey-fræði. Sú fræði heitir eftir stofnanda sínum, Frank P. Ramsey (1903 - 1930), og leitast við að svara spurningum um hversu marga hluti við þurfum að hafa til að fá ákveðna reglu eða byggingu í heildarsafn þeirra. Sem einfalt dæmi um vandamál í R...
Hvers vegna er bókstafurinn z notaður til að tákna svefn í myndasögum?
Zeta er 33. stafur íslenska stafrófsins, á eftir fylgja þ, æ, ö, en í fjölmörgum nútímastafrófum, til dæmis í því franska, þýska, ítalska og enska er zetan síðasti bókstafurinn. Í stafrófi Fönikíumanna, Grikkja og Rómverja til forna var zetan sjöundi bókstafurinn. Um 250 f. Kr. var zetan felld úr stafrófi Rómverja...