Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 450 svör fundust
Hvað er loft?
Þegar við tölum um loft eigum við vanalega um lofthjúpinn sem er þunnt gaslag sem umlykur jörðina. Lofthjúpurinn er að mestu úr nitri og súrefni en einnig úr öðrum gastegundum. Hann varð líklega til á löngum tíma úr gosgufum frá eldfjöllum og það sama á reyndar við um hafið, eins og lesa má um í svari Sigurðar Ste...
Af hverju kemur aska frá eldfjalli?
Eldgos er náttúrleg aðferð jarðarinnar til að losna við varma sem er annars vegar af völdum geislavirkra efna í jörðinni og hins vegar frá jarðkjarnanum. Hægt er að lesa meira um af hverju eldgos verða í svari Ármanns Höskuldssonar við spurningunni Hvað er eldgos? Gosaska myndast þegar glóandi kvika eða bergbr...
Er spilafíkn á meðal íslenskra ungmenna? Hvar er best að finna rannsóknir um það?
Til að svara spurningunni um hvort spilafíkn finnist meðal ungmenna á Íslandi er rétt að útlista hvernig hugtökin peningaspil og spilafíkn eru gjarnan skilgreind. Rétt er að taka fram að hugtakið spilavandi er iðulega notað sem samheiti spilafíknar og er svo einnig gert hér. Með orðinu peningaspil er átt v...
Hvað er skynminni og hvernig starfar það?
Eins og Sigurður J. Grétarsson útskýrir í svari sínu við spurningunni Er geymslurými heilans óendanlegt? er skynminni sú tegund minnis sem geymir upplýsingar um nánasta umhverfi í örskotsstund. Í svarinu er nánar fjallað um þrískiptinu minnisins í skynminni, stundarminni og lengdarminni. Stundarminni er það sem ma...
Af hverju eru eldfjöll á Ítalíu?
Þótt Ítalía sé ekki ýkja stórt land er þar að finna nær allar tegundir eldvirkni og eldfjalla sem þekkjast á jörðinni. Íbúum Ítalíu stafar stöðug ógn af þessum eldfjöllum, en á sama tíma njóta þeir góðs af tilvist þeirra þar sem til eldfjallanna má rekja bæði frjósaman jarðveg og mikið streymi ferðamanna. Aðge...
Hvaða kenning er efst á blaði þessi misserin um aldur og uppruna Íslendingasagna?
Möðruvallabók Skinnhandrit frá 14. öld. Hér er einnig svarað spurningu Ragnars Þórs Péturssonar, 'Hverjir skrifuðu Íslendingasögurnar, hvenær og eftir hvaða heimildum?' Eins og mörgum er kunnugt, hefur lengi ríkt ágreiningur um aldur og uppruna Íslendingasagna, bæði bókmenntagreinarinnar í heild og eins...
Hvað er 12 marka barn þungt? Hvað er ein mörk mikið?
Mörkin sem notuð er um þyngd eða öllu heldur massa barna er 250 g eða fjórðungur úr kílógrammi. Tólf marka barn er því 3 kg. Sjá einnig svör okkar við eftirtöldum spurningum: Er massi hlutar ekki sama og þyngd hans? Tryggvi Þorgeirsson og Þorsteinn Vilhjálmsson Hver er kjörþyngd 13 ára drengs? Björn Si...
Hvenær kemur aftur ísöld?
Það er ómögulegt að segja til um hvenær kemur aftur ísöld því vísindamenn skilja ekki fullkomlega hvað veldur ísöldum og því erfitt að spá fyrir um þetta ástand. Hvítu svæðin sýna hámarksútbreiðslu jökla á síðustu ísöld. Brúnu svæðin voru þurrlendi á þeim tíma þar sem mikið vatn var bundið í jöklum og sjávarst...
Hvernig er hægt að vita hvort risaeðla sé jurta- eða kjötæta?
Með steingerð dýr eins og risaeðlur (Dinosauria) hafa vísindamenn fátt að styðjast við enda eru leifarnar sem þeir þurfa að rýna í aðeins steinrunnin bein. Ef tennur þessara skepna hafa varðveist er þó hægt að lesa ýmislegt úr vistfræði dýranna, sérstaklega fæðuhættina. Með því að skoða form tannanna má jafnvel ál...
Af hverju eru flestir steinar gráir?
Það er rétt að langflestir steinar í umhverfi okkar eru gráir og skýrist það af þeirri berggerð sem algengust er hér á landi. Steinar finnast samt sem áður einnig í öðrum litum og er slíkt nokkuð algengt sums staðar erlendis. Orðið steinn getur bæði átt við berg/bergtegund (grjót) og steindir (steintegundir). ...
Hversu mikil gjóska myndaði landnámslagið og hve lengi stóð gosið yfir?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Landnámslagið finnst um allt land, misþykkt, en þó ansi þykkt. Hversu mikið af gjósku hefur þurft til að búa til þetta lag, hversu langt gos þarf til að spúa þessu út og hvaða áhrif myndi þannig gos hafa á daglegt líf á Íslandi á 21. öld? Á meðfylgjandi korti[1] sést útbreiðsla...
Hver var Stefán Stefánsson og hvert var hans helsta framlag til íslenskrar grasafræði?
Stefán Stefánsson, fæddist á Heiði í Gönguskörðum í Skagafirði 1. ágúst 1863, sonur Stefáns bónda Stefánssonar frá Keflavík í Hegranesi og Guðrúnar Sigurðardóttur frá Heiði. Stefán naut hefðbundins uppeldis á menningarheimili í sveit. Sigurður afi hans mun hafa kennt honum fyrst að þekkja þær plöntur sem urðu á ve...
Hvað getið þið sagt mér um Snæfellsjökul?
Hér er svarað spurningunni:Hvernig er eldvirknin á Snæfellsjökli?sem Sunna Rós bar upp og spurningu Þorgeirs:Hvað getur þú sagt mér um Snæfellsjökul og eldvirkni á Snæfellsnesi? Árið 1864 skaut Snæfellsjökli upp á stjörnuhimininn þegar hinn frægi vísindaskáldsagnahöfundur Jules Verne gaf út bók sína Ferð að mið...
Er líklegt að gosið í Geldingadölum standi lengi?
Enginn nema almættið veit hvenær gosinu í Geldingadölum lýkur. Ástæðan er meðal annars sú, að gosið er næsta einstætt — Reykjanesskagi er sérstæður hluti af rekbeltum landsins og um 780 ár eru frá því síðast gaus á Skaganum. Það gos batt enda á 500 ára hrinu nokkurra sprungugosa líkum gosinu í Geldingadölum, en ek...
Sváfu risaeðlur liggjandi eða standandi?
Það er margt á huldu varðandi atferli risaeðlna, eins og annarra löngu útdauðra dýra, þar sem vísindamenn hafa einungis steingerðar leifar þeirra til að styðjast við. Almennt er þó álitið að risaeðlur hafi sofið, eins og nánast öll hryggdýr gera nú til dags. Þrátt fyrir að mjög lítið sé vitað um atferli risaeðlna ...