Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 670 svör fundust

category-iconBókmenntir og listir

Hvað banaði Grettir mörgum berserkjum í Noregi?

Þegar Grettir var hjá Þorfinni Kárssyni í Háramarsey við Noreg banaði hann tíu berserkjum. Í 19. kafla Grettis sögu segir af berserkjunum Þóri þömb og Ögmundi illa: „Þeir gengu berserksgang og eirðu öngu þegar þeir reiddust.“ Þeir koma við tíunda mann að búi Þorfinns Kárssonar þegar hann er í Slysfirði. Heima...

category-iconFélagsvísindi almennt

Af hverju fremja Íslendingar afbrot?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hver er munurinn á fráviki og afbroti? Hverjar eru helstu ástæður þess að fólk á Íslandi leiðist út í afbrot?Frávik er athæfi sem brýtur í bága við viðmið og gildi sem ríkjandi eru í samfélaginu. Afbrot er refisverð háttsemi sem varðar við hegningarlög og teljast þau því ver...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru fullkomnar tölur?

Náttúrleg tala er sögð fullkomin ef hún er jöfn summu allra þeirra talna sem eru minni en hún sjálf og ganga upp í henni. Þannig er 6 fullkomin tala, því 6 = 1 + 2 + 3, og einnig er 28 fullkomin því 28 = 1 + 2 + 4 + 7 + 14. Hins vegar eru 22 og 24 ekki fullkomnar; aðeins 1, 2 og 11 ganga upp í 22 og 1 + 2 + 11 = 1...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvenær var tíminn fundinn upp?

Ekki er beinlínis hægt að tala um að tíminn hafi verið fundinn upp en hann hefur verið til staðar allt frá Miklahvelli. Tryggvi Þorgeirsson lýsir ástandinu fyrir Miklahvell svona: Í raun er því merkingarlaust að tala um það sem gerðist fyrir Miklahvell því að við höfum engar leiðir til að skilja það, tíminn sjálf...

category-iconSálfræði

Hvað er hlátur og af hverju hlæjum við?

Hér er svarað eftirfarandi spurningum: Af hverju hlæjum við og hvað er það sem veldur því að okkur finnst sumt fyndið en annað ekki? (Ólafur Sindri Helgason og Ævar Ólafsson)Hvers vegna hlæjum við? (Rögnvaldur Magnússon)Hvað er hlátur? (Ómar Ómarsson)Hlátur telst bæði til sjálfráðra og ósjálfráðra viðbragða mannsi...

category-iconSálfræði

Hver var Gustav Fechner og hvert var framlag hans til tilraunasálfræði?

Gustav Theodore Fechner (1801-1887) var þýskur tilraunasálfræðingur, sem lagði grunninn að sáleðlisfræði, vísindagrein þeirri sem fæst við að ráða í tengsl áreitis og þeirrar skynhrifa sem þau vekja, og magnbinda þessi tengsl. Það er öllum ljóst að þegar kveikt er á vaxkerti í myrkvuðu herbergi sjáum við mikin...

category-iconHeimspeki

Er hægt að brjóta náttúrulögmál?

Nei, það er ekki hægt að brjóta náttúrulögmál. Það er einfaldlega í eðli slíkra lögmála að þau verða ekki brotin. Til að átta okkur á þessu þurfum við að byrja á því að skilja hvað náttúrulögmál eru. Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hver er munurinn á kenningu og lögmáli? eru lögmál kenningar sem lýs...

category-iconLæknisfræði

Hver var Otto Warburg og hvert var framlag hans til rannsókna á krabbameinum?

Otto Heinrich Warburg fæddist í Freiburg í Þýskalandi árið 1883, sonur virts eðlisfræðings, Emil Warburg (1846-1931) og eiginkonu hans. Hann lagði stund á efnafræði í Berlín undir leiðsögn Emils Fischers (1852-1919) Nóbelsverðlaunahafa í efnafræði og lauk doktorsprófi árið 1906. Síðar hóf hann nám í læknisfræði hj...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru kvarkar?

Kvarkar eru þær agnir sem til dæmis róteindir og nifteindir eru gerðar úr. Til eru sex gerðir af kvörkum. Þær eru upp (u), niður (d), sérstaða (s), þokki (c), toppur (t) og botn (b). Kvarkar hafa rafhleðslu -1/3 e eða +2/3 e (sjá töflu). Spurningin í heild var sem hér segir:Hvað eru kvarkar; er tilvist þei...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan koma orð eins og rófa, skott, tagl og hali sem eru ekki til í Norðurlandamálum?

Þau orð sem talin eru upp í spurningunni eiga það sameiginlegt að vera notuð sem samheiti. Flest eiga þau ættingja í öðrum Norðurlandamálum þótt merkingin sé ekki alltaf nákvæmlega hin sama. Uppruni orðsins rófa er ekki fullljós. Í nýnorsku er til orðið rove 'skott á dýri' og í færeysku merkir rógva 'mjór hæða...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig verkar strokleður?

Sá eiginleiki strokleðurs að fjarlægja blýantsför af pappír er oftast tekinn sem sjálfsagður þó að margir kannist eflaust við að hafa einhvern tímann velt honum fyrir sér. Skýringin á verkun strokleðursins felst í gerð og eðli "blýsins" í blýantinum. Það er nefnilega ekkert blý í blýanti! Það sem við köllum í ...

category-iconLögfræði

Hvert er hlutverk Öryggisnefndar ríkisins?

Hér er einnig svarað spurningum sama efnis frá Eiði Alfreðssyni og Arnþóri Reynissyni. Eftir mikla leit í frumskógi reglugerða og laga í íslenskri stjórnsýslu fannst einungis á einum stað eitthvað sem gæti talist vera Öryggisnefnd ríkisins. Það er í lögum nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnus...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju er sagt að kettir hafi mörg líf?

Hér er um forna goðsögn að ræða, svo gamla að menn greinir á um ástæðuna fyrir henni. Sagt er að kettir eigi níu líf en hver er hugsanleg skýring á þeirri hugmynd? Til forna var það talið heillamerki að eiga kött og ákveðin vernd fólst í því að hafa hann inni á heimilinu. Í Egyptalandi til forna var það talinn ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hverjir rannsaka eldgos?

Eldfjallafræði er þverfagleg fræðigrein þar sem vísindamenn með margvíslegan bakgrunn leggjast á eitt við rannsóknir á eldvirkni. Jarðvísindamenn eru stærsti hópurinn og þeir fást við rannsóknir á öllum hliðum eldgosa. Aðrir sem koma að rannsóknum eldgosa eru til dæmis líffræðingar, sagnfræðingar og læknar sem ran...

category-iconLæknisfræði

Hvað er hálsrígur og hvað orsakar hann?

Hálsrígur lýsir sér helst sem verkur og stífni í hálsi, sem oft fylgja erfiðleikar við að snúa eða hreyfa höfuðið. Ekki er til nein ákveðin læknisfræðileg skilgreining á hálsríg þar sem hugtakið getur haft ólíka merkingu fyrir einstaklingum. Fólk fær helst hálsríg eftir að hafa haft hálsinn í óþægilegri stöðu í le...

Fleiri niðurstöður