Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2112 svör fundust

category-iconEfnafræði

Af hverju dökknar silfur ef heitt vatn er látið renna á það?

Silfur er málmur og frumefni númer 47 í lotukerfinu. Það hefur efnatáknið Ag sem er skammstöfun á latneska heiti þess argentum. Nýfægt silfur er sagt vera hvítt á lit en margir myndu einfaldlega kalla það silfurlitt. Silfur dekkist hins vegar með tíð og tíma og er þá talað um að það falli á silfrið. Ástæðan fyrir ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru leðurblökur skyldar músum?

Stutta svarið er að vissulega eru leðurblökur og mýs skyldar, enda hvort tveggja spendýr. Þó þarf að leita mjög langt aftur í þróunarsögu spendýra til að finna sameiginlegan forföður leðurblaka og músa. Mýs tilheyra ættbálki nagdýra (Rodentia) sem talið er að fyrst hafi komið fram fyrir að minnsta kosti 55-60 m...

category-iconLífvísindi: almennt

Geta frjókorn frá alaskaösp valdið ofnæmi?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Er þekkt að menn fái ofnæmi frá öspum, sbr. sumir hafa birkiofnæmi?Ef svarið er já er þá vitað hvort það sé frá sjálfum trjábolnum eða því sem öspin fellir, rekla, svif, lauf eða annað? Alaskaösp (Populus trichocarpa) er innflutt trjátegund frá vesturströnd Norður-Ameríku. Hún ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er geislun og hvað eru til margar gerðir af henni?

Geislun má flokka á ýmsan veg í misjafnlega marga flokka og undirflokka, til dæmis eftir eðli geislunarinnar, uppruna hennar eða áhrifum á efnið sem hún fer um. Ef flokkað er eftir eðli er til tvenns konar geislun, annars vegar rafsegulgeislun (electromagnetic radiation; til dæmis ljósgeislun) og hins vegar gei...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Er eitthvað til í því að reginrisinn Betelgás verði brátt sprengistjarna?

Sprengistjörnur blossa upp í vetrarbrautinni okkar að jafnaði á fimmtíu til hundrað ára fresti. Þær geta orðið svo bjartar að þær sjáist vel berum augum og jafnvel að degi til. Síðast sást svo björt sprengistjarna árið 1604 og er hún kennd við Jóhannes Kepler (1571-1630) sem fylgdist kerfisbundið með henni. Leifar...

category-iconFélagsvísindi

Hvaða yfirráðarétt hefur Ísrael á hernumdum svæðum Palestínu? Hvernig hefur alþjóðasamfélagið tjáð sig um þessi yfirráð?

Spurningunni er í raun fljótsvarað því að Ísraelsmenn hafa nákvæmlega engan rétt til yfirráða á hernámssvæðunum í Palestínu. Til þess að skilja betur um hvað málið snýst er hins vegar nauðsynlegt að líta nokkuð aftur í tímann. Ísraelsmenn lögðu svæðin undir sig í stríði sem þeir hófu gegn nágrannaríkjum sínu...

category-iconHugvísindi

Af hverju hófst Falklandseyjastríðið árið 1982?

Í stuttu máli þá ákvað herstjórnin sem var við völd í Argentínu að ráðast inn í Falklandseyjar til að reyna að beina athygli almennings heima fyrir frá óðaverðbólgu og mannréttindabrotum. Falklandseyjar voru hentugar því Bretar og Argentínumenn höfðu lengi deilt um yfirráð yfir þeim. Eyjurnar liggja um 480 km u...

category-iconHeimspeki

Eru menn aðeins eftirmyndir af hinum fullkomna manni eða konu, líkt og málverk af stól er aðeins eftirmynd af einhverjum ákveðnum stól?

Hér verður einnig svarað spurningunum: Hvað sagði Platon um hugtök og hvernig tengjast hugtökin frummyndunum? (Ásta Björk, f. 1987) Hvaða þýðingu hafði frummyndakenning Platons fyrir siðfræði hans? (Páll Gunnarsson) Hver var frummyndarkenningin? (Kristján Óskar, f. 1986) Með spurningu sinni vísar spyrjandi...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér allt um krókódíla?

Krókódílar eru stærstu núlifandi skriðdýr heimsins og sennilega einu forsögulegu risarnir sem enn eru hér á jörðinni. Rannsóknir hafa sýnt að krókódílar virðast vera skyldari fuglum en öðrum núlifandi tegundum skriðdýra. Þetta þykir afar merkilegt, sérstaklega þar sem talið er að fuglar séu komnir af hinum stórvö...

category-iconHeimspeki

Hver er munurinn á raunhyggju og rökhyggju?

Raunhyggja og rökhyggja eru meginstraumar í þekkingarfræði, fremur en tilteknar kenningar. Ýmis afbrigði eru til að hvorri tveggja. Reyndar eru afbrigðin jafn mörg og heimspekingarnir. Raunhyggja er í hnotskurn hver sú kenning sem leggur megináherslu á hlutverk reynslunnar í öflun þekkingar. Rökhyggja er á hinn bó...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hver er staða kvenna innan Bræðralags múslíma?

Bræðralag múslíma (ar. al-Ikhwan al-Muslimun) er ein elsta, stærsta og áhrifamesta íslamska hreyfing Egyptalands, og þótt víðar væri leitað.] Bræðralagið var stofnað í borginni Ismailiya í Egyptalandi árið 1928 af kennaranum Hassan al-Banna (1906–1949). Um bræðralagið og tilurð þess er fjallað í svari sama höfunda...

category-iconEfnafræði

Hvað er áburðarsprengja?

Áburðarsprengju mætti frekar kalla ammoníumnítratsprengju, því hægt er að gera sprengju úr ammoníumnítratáburði en ekki öðrum tegundum áburðar. Snemma á 19. öld var farið að nota Chile saltpétur eða natríumnítrat (NaNO3) sem áburð og vitað var að það var köfnunarefnið (efnatákn N) sem jók mjög vöxt plantna. Þe...

category-iconBókmenntir og listir

Hvenær varð íslenskt rapp til og hver er saga þess?

Rapptónlist barst afar seint til Íslands, ólíkt til að mynda íslensku dauðarokki, sem skaut rótum nánast samhliða viðlíka hræringum erlendis. Það er velþekkt staðreynd að pönkið kom seint til Íslands; hér sprakk það út 1981 en hafði þá verið í fullum gangi í Bretlandi og Bandaríkjunum fjórum árum fyrr. Íslenska ra...

category-iconLífvísindi: almennt

Er vísindafólk að þróa nýjar og afkastameiri leiðir til að skima eftir veirunni sem veldur COVID-19?

Kjarnsýruprófin sem nú eru notuð til að greina veirusmit eru býsna áreiðanleg, eins og hægt er að lesa nánar um í svari eftir sama höfund við spurningunni Hversu áreiðanlegar eru niðurstöður úr COVID-19-skimun hér á landi? Þau eru einnig gífurlega næm og geta numið veiruna í sýnum sem hafa aðeins þúsund eintök eða...

category-iconEfnafræði

Hvað gerist við tæringu málma í sýru og hvar er hægt að fá upplýsingar um staðalspennu málma?

Hér er einnig svarað spurningunni:Getið þið sagt mér eitthvað um bruna og leysni málma í brennisteinssýru? Í svarinu Hvað er spennuröð málma og hvernig tengist hún tæringu? er rætt um galvaníska tæringu málma en hún getur orðið þegar tveir málmar í raflausn snertast (eða tengjast með rafleiðandi vír). Málmurin...

Fleiri niðurstöður