Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5716 svör fundust
Við vitum að fitufrumum getur ekki fjölgað eftir ákveðinn aldur, en getur þeim þá fækkað með einhverjum hætti?
Á meðan líkami okkar er að vaxa getur fitufrumum okkar fjölgað. Flestir eru búnir að taka út allan vöxt þegar eitthvað er liðið á unglinsárin og eftir það fjölgar fitumfrumum líkamans því ekki. En fitufrumunum í okkur getur ekki fækkað. Þær geta aðeins minnkað með hreyfingu og brennslu. Hægt er lesa meira um...
Hvað er langt þangað til jörðin eyðist?
Það er mjög langt þangað til að sólin okkar mun þenjast út og gleypa jörðina. Það mun gerast eftir um það bil 8 milljarða ára sem er tæplega helmingi lengri tími en aldur jarðarinnar er nú (4,6 milljarðar ára). Hún er sem sagt ekki ennþá komin á miðjan aldur. Hægt er að lesa um þróun sólstjarna í svari við spur...
Ég var í námi í Danmörku og útskrifaðist sem web-integrator frá Tækniskólanum í Álaborg. Er til eitthvert íslenskt orð fyrir web-integrator?
Svo virðist sem web-integrator hafi ekki fengið íslenskt heiti. Málræktarsvið Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum hefur heitið ekki í Orðabanka sínum yfir fræðiheiti á fjölmörgum sviðum. Orðanefnd Skýrslutæknifélags Íslands hefur ekki heldur tekið heitið fyrir á fundi en hún hefur séð um að íslenska...
Hvað þýðir að einhenda sér í eitthvað?
Sögnin að einhenda merkir að ‛lyfta eða kasta með annarri hendi; kasta af afli’, til dæmis „Hann einhenti steininum í rúðuna“. Sambandið að einhenda sér í eitthvað er einkum notað um að ráðast í framkvæmd með þeim ásetningi að ljúka henni. Eiginlega er sá sem er að einhenda sér í verk að kasta sjálfum sé...
Skoða vísindin hlutina þverfaglega til að leita svara í samsvörun?
Spyrjandi lætur eftirfarandi hugleiðingar fylgja spurningu sinni:Mín spurning er hvort vísindin skoði hluti almennt þverfaglega til að leita svara í gegnum lögmál samsvörunnar. Til að mynda þá skoða ég yfirleitt myndir frá Hubble sjónaukanum með augum heimspekings og líffræðinnar. Stjarna sem er að deyja hefur t...
Hver er skilgreiningin á þrepasönnun?
Spyrjandi bætir við: Má þrepasanna án þess að vera með gildi sitt hvoru megin við jafnaðarmerki? Er hægt að þrepasanna í orðum? Sönnun með þrepun, þrepasönnun, er ákveðin gerð stærðfræðisönnunar sem þráfaldlega er notuð til að sýna fram á að fullyrðing sé sönn (eða regla gildi) fyrir allar náttúrlegar tölur, þ...
Hver var Avogadro og hvert var hans framlag til vísindanna?
Avogadro var ítalskur raunvísindamaður sem átti mikinn þátt í að þróa hugmyndir manna um frumeindir og sameindir á 19. öld. Eftir hann liggur meðal annars lögmál Avogadros og tala Avogadros (e. Avogadro’s number eða Avogadro’s constant, um það bil 6,022×1023), sem tilgreinir fjölda einda í einu móli, er kennd við ...
Af hverju hafa lyf takmarkaðan endingartíma? Dofna þau?
Í lyfjum eru virk efni sem brotna niður með tíma. Rétt eins og matur hefur síðasta söludag gildir það sama um lyf. Tímasetning síðasta neysludags lyfja byggist á þekkingu sem fæst með stöðugleikaprófunum á lyfjum sem eru gerðar undir ströngu eftirliti. Óstöðugleiki virks efnis getur komið fram með tíma þegar efnið...
Hvað getið þið sagt mér um Arthur Schopenhauer og hver eru hans helstu verk?
Arthur Schopenhauer fæddist 22. febrúar árið 1788 í borginni Danzig sem nú heitir Gdańsk í Póllandi. Faðir hans var nokkuð stöndugur verslunarmaður sem leist ekkert á blikuna þegar borgin féll undir prússnesk yfirráð árið 1793. Flutti hann því með fjölskyldu sína til Hamborgar en þar var einna mest frjálsræði...
Hvað getið þið sagt mér um heimspekinginn Peter Singer?
Heimspekingar skiptast í grófum dráttum í tvo hópa. Annars vegar eru þeir sem skoða heimspekina fyrst og fremst út frá sögu hennar. Ástundun heimspekinnar verður þannig nokkurs konar ritskýring á verkum og hugmyndum annarra heimspekinga. Þegar best lætur minnir hún nokkuð á samræðu þar sem hugmyndir þróast í skoða...
Hver var Thomas Kuhn og hvert var hans framlag til vísindanna?
Thomas Samuel Kuhn (1922–1996) var bandarískur vísindasagnfræðingur og vísindaheimspekingur, þekktastur fyrir bók sína Vísindabyltingar (e. The Structure of Scientific Revolutions) og hugtök á borð við viðmið (e. paradigm) og ósammælanleika (e. incommensurability). Kuhn stundaði nám í eðlisfræði við Harvardhásk...
Hver var Edwin Hubble og hvernig breytti hann heimsmynd okkar?
Fáir vísindamenn tuttugustu aldar hafa haft jafnmikil áhrif á heimsmynd okkar og bandaríski stjarnvísindamaðurinn Edwin Powell Hubble (1889-1953). Hann sýndi fram á að alheimurinn er miklu stærri en menn höfðu áður talið. Og ekki nóg með það, heldur sýndi hann líka að heimurinn er stöðugt að þenjast út með ákveðnu...
Hver var James Lind og hvert var hans framlag til næringarfræðinnar?
James Lind (1716-1794) var merkur herlæknir sem fæddist í Edinborg í Skotlandi. Hann er helst þekktur fyrir að hafa fundið forvörn og lækningu við skyrbjúg (e. scurvy) en auk þess var hann mikill talsmaður almenns hreinlætis um borð í skipum breska sjóhersins. Á 16. öld var skyrbjúg lýst nákvæmlega og gefið nafn o...
Eru Lakagígar enn virkir og gætu önnur móðuharðindi dunið yfir okkur?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Eru Lakagígar enn virkir og hvenær geta þeir gosið næst? Eru einhverjar líkur á að móðuharðindin endurtaki sig? Til að svara því hvort Lakagígar séu enn virkir er gott að átta sig á einum þætti í eðli íslenskra eldstöðva. Á gosbeltunum á Íslandi liggja með nokkuð jöfnu mill...
Hver var heimspekingurinn Deleuze og hvert er framlag hans til hinna ólíku fræðasviða?
Gilles Deleuze var franskur heimspekingur sem hafði víðtæk áhrif á margvíslegum sviðum á síðustu áratugum 20. aldar og í upphafi þeirrar 21. Hann fæddist í París árið 1925 og lést 1995, sjötugur að aldri. Hann hóf feril sinn með áhugaverðum verkum um sögu heimspekinnar, þar sem hann fjallaði um feril og hugmyndir ...