Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1599 svör fundust
Hvaða þýðingu hefur það að haka í reitinn „slysatrygging við heimilisstörf“ á skattframtali?
Þeir sem haka í reitinn „slysatrygging við heimilisstörf“ á skattframtali í byrjun árs teljast slysatryggðir við heimilisstörf. Kveðið er á um slysatryggingu við heimilisstörf í 30. gr. laga nr. 100/2007, um almannatryggingar. Þar segir að þeir sem stundi heimilisstörf geti tryggt sér rétt til slysabóta við þa...
Er hægt að nota metan og vetni á sömu bílvélar? Hvort er hagkvæmara?
Tilraunir með að nýta annað en bensín og dísilolíu til að knýja farartæki eru gerðar með það að markmiði að draga úr útblæstri koltvíildis eða koltvísýrings frá umferð. Ekkert koltvíildi fylgir vetnisnotkun ef það er gert með rafgreiningu úr vatni eins og hér var gert. Notkun metans dregur verulega úr útblæstri. ...
Hvað getum við gert til að koma í veg fyrir eyðingu regnskóga?
Hitabeltisregnskógum er aðallega eytt af tveimur ólíkum ástæðum. Í fyrsta lagi á fátækt fólk sem býr í jaðri regnskóga oft ekki um annað að velja en að höggva skóginn og rækta landið til að lifa af. Þegar frjósemi jarðvegsins á þessum landskikum minnkar stundar fólk svonefnda sviðuræktun (e. slash and burn farming...
Hvað er randbörkur og hvaða hlutverki gegnir hann?
Randbörkur er sá hluti heilabarkar sem tilheyrir randkerfi heilans. Randkerfið ræður miklu um atferli manna með áhrifum á hvatir og geðhrif.Randbörkur (e. limbic cortex) er sá hluti heilabarkar sem tilheyrir randkerfi heilans. Randkerfið (e. limbic system) er staðsett miðlægt undir hvelaheila (e. cerebrum), innst ...
Hvað eru fordómar?
Orðið fordómar er nokkuð gagnsætt orð í íslensku. Fordómar eru þeir dómar sem við fellum án þess að hugsunin fái að gerjast eða þegar aðeins ein hlið máls hefur verið skoðuð. Fordómar eru oft skilgreindir sem andstæða gagnrýninnar hugsunar. Oft er talað um fordóma samhliða mismunun en bann við hinu síðarnefnda er ...
Hvernig myndaðist Lagarfljót?
Fljótsdalur er mestur dala austanlands en hann er kenndur við Lagarfljót sem rennur um dalinn. Lagarfljót er gríðarmikið vatnsfall og svo umfangsmikið að víðast hvar er erfitt að skynja hvort fljótið er vatnsfall eða stöðuvatn. Sumir hafa því lýst fljótinu sem nokkurs konar röð stöðuvatna sem vatnsfall liggur um. ...
Nú eru að koma kosningar, er ekki til reiknilíkan af samfélaginu sem flestir eru sammála um og hægt er að máta pólitískar hugmyndir við?
Athugasemd ritstjórnar Vísindavefsins Þetta svar tilheyrir staðreynda- og samfélagsvakt Vísindavefsins. Það sama gildir um þessi svör og önnur á Vísindavefnum. Þau eru skrifuð af nafngreindum höfundum sem bera ábyrgð á efni svarsins. Lesandi sem telur svari áfátt getur bent ritstjórn á það og er svar þá l...
Hverjir rannsaka snjóflóð hér á landi?
Rannsóknir á ofanflóðum, uppbygging gagnasafns um ofanflóð á Íslandi og ýmis ráðgjöf varðandi hættumat hófst með formlegum hætti á Veðurstofu Íslands á áttunda áratug síðustu aldar með ráðningu starfsmanna sem sinntu þessum málaflokki sérstaklega. Þessari starfsemi var komið á laggir í kjölfar snjóflóðaslysa í Nes...
Hver var Marco Polo og hversu langt ferðaðist hann?
Marco Polo var landkönnuður og einn víðförlasti Evrópumaður sinnar tíðar. Það sem hann hafði fram yfir aðra sem lögðust í ferðalög var að hann lét eftir sig skráðar heimildir og veitti þannig ómetanlega innsýn í heim sem var Evrópubúum mjög framandi. Marco Polo fæddist um 1254, en nákvæmlega hvar og hvenær er ...
Getur það virkilega gerst að það rigni froskum eða fiskum?
Margir hafa greinlega áhuga á því hvort það geti í raun og veru rignt fiskum eða froskum og þá af hverju? Vísindavefurinn hefur fengið fjölmargar spurningar um efnið, meðal annars þessar hér: Er mögulegt að það rigni froskum, hefur það gerst, hvers vegna gerist það, og ef ekki, hvaðan er sú saga komin? Ég las ei...
Eru menn eina dýrategundin sem getur látið hár síkka óendanlega?
Í örstuttu máli þá vex hár manna ekki endalaust, ekki frekar en annarra dýra. Hár eða feldur er eitt af einkennum spendýra, þótt reyndar séu tegundir sem hafa að mestu tapað feldinum eins og hvalir. Það er hins vegar mjög breytilegt á milli tegunda hversu langt eða „sítt“ hárið verður. Það sem meira er, það ge...
Af hverju heldur Alþingi hátíðarfund á Þingvöllum 18. júlí í sumar?
Hátíðarfundur Alþingis á Þingvöllum miðvikudaginn 18. júlí er liður í því að minnast aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands. Hinn 1. desember 2018 verða hundrað ár liðin frá því að Ísland varð fullvalda ríki. Hefð er fyrir því að Alþingi minnist merkra tímamóta í sögu landsins með því að funda á Þingvö...
Hver er staða ósonlagsins í dag?
Í heild er spurningin svona:Hvað er að frétta af ósonlaginu núna, þynning þess og göt voru mikið í umræðunni fyrir einhverjum árum en lítið heyrist núna. Hver er staðan? Hefur það jafnað sig? Í stuttu máli hefur þróunin líklega farið að sveigja í rétta átt síðasta áratuginn eða svo. Óson er sameind úr þremu...
Er hægt að brjóta demant?
Fullkominn demantur samanstendur einungis af kolefnisfrumeindum. Hver og ein kolefnisfrumeind tengist fjórum öðrum kolefnisfrumeindum með sterkum samgildum tengjum og saman mynda frumeindirnar grind eins og sjá má á mynd 1. Þessi sterku tengi valda því að bræðslumark demanta er hæst allra náttúrulegra efna, 3547°C...
Hvernig var veðrið á Íslandi árið 1944?
Upprunalega spurningin svona:Hversu kalt var á Íslandi árið 1944? Mikil breyting varð á tíðarfari hér á landi upp úr 1920. Mest munaði um hversu mikið hlýnaði, en úrkoma varð einnig heldur meiri en áður, snjóalög urðu minni og hríðarveðrum fækkaði. Hafís varð mun minni við strendur landsins en hafði verið um l...