Sólin Sólin Rís 07:26 • sest 19:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 08:03 • Sest 19:28 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:11 • Síðdegis: 18:32 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:02 • Síðdegis: 12:28 í Reykjavík

Eru menn eina dýrategundin sem getur látið hár síkka óendanlega?

Jón Már Halldórsson

Í örstuttu máli þá vex hár manna ekki endalaust, ekki frekar en annarra dýra.

Hár eða feldur er eitt af einkennum spendýra, þótt reyndar séu tegundir sem hafa að mestu tapað feldinum eins og hvalir. Það er hins vegar mjög breytilegt á milli tegunda hversu langt eða „sítt“ hárið verður. Það sem meira er, það getur líka verðu breytilegt á milli einstaklinga innan sömu tegundar, að minnsta kosti hjá mönnum, og mismunandi eftir því hvar á líkamanum hárið er.

Hár vex ekki endalaust heldur hefur ákveðinn vaxtartíma.

Allt hár hefur ákveðinn vaxtartíma. Að þeim tíma loknum losnar hárið frá rótinni og fellur af en nýtt hár tekur að vaxa í viðkomandi hársekk. Gefum okkur að hár vaxi um einn cm á mánuði og vaxtartími þess sé tólf mánuðir, þá verður hámarkslengd hársins 12 cm. Þessi hámarkslengd kallast á ensku „terminal length“ og þegar henni er náð verður hár ekki síðara.

Sauðnaut eru dæmi um dýr þar sem vaxtartími hára er mjög langur og feldurinn verður því langur í samræmi við það, enda mikilvægt að geta haldið á sér hita í nístandi heimskautakuldanum. Sauðnaut eru stór dýr og geta því borið langan feld. Það sama átti við um hina útdauðu loðfíla og loðnashyrninga. Kettir eru dæmi um dýr þar sem vaxtartími hársins er miklu styttri en margir kattareigendur kannast við að finna 4-5 cm löng hár út um allan sófa þegar kettirnir eru að fara úr hárum.

Sauðnaut (Ovibos moschatus eru dæmi um dýr þar sem vaxtartími hára er mjög langur og feldurinn verður því langur í samræmi við það, enda mikilvægt að geta haldið á sér hita í nístandi heimskautakuldanum.

Það sama gildir um menn og önnur dýr, hárið vex ekki endalaust heldur hefur ákveðinn vaxtartíma. Oft er talað um að vaxtartími hárs á höfði okkar sé 2-7 ár, Ef við gefum okkur að hárið vaxi um 1 cm á ári, vaxtartímabilið sé 7 ár og aldrei klippt neðan af því þá getur hárið orðið rúmlega 80 cm langt, en verður ekki síðara en það. En vissulega er til fólk þar sem vaxtarskeið hára er óvenju langt og getur þar af leiðandi verið með síðara hár er aðrir. Samkvæmt Heimsmetabók Guinness á kínverska konan Xie Qiuping heimsmet í háralengd en þegar hár hennar var mælt árið 2004 reyndist það var 5,627 m.

Samkvæmt heimsmetabók Guinness er kínverska konan Xie Qiuping með lengsta hár í heimi en það mældist rúmir 5,6 m þegar metið var skráð. Það er mjög óvenjulegt að hár nái að vaxa svo mikið.

Vaxtarskeið annarra líkamshára hjá manninum eru mun styttri, mælt í dögum eða vikum en ekki árum, og er það ásamt vaxtarhraðanum, ástæða þess að við erum ekki með augnhár langt niður á kinnar og hár undir höndum nær ekki þeirri lengd að hægt sé að flétta það.

Heimildir:

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

8.11.2017

Spyrjandi

Aldís Eir Hansen

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Eru menn eina dýrategundin sem getur látið hár síkka óendanlega?“ Vísindavefurinn, 8. nóvember 2017. Sótt 21. mars 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=74149.

Jón Már Halldórsson. (2017, 8. nóvember). Eru menn eina dýrategundin sem getur látið hár síkka óendanlega? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=74149

Jón Már Halldórsson. „Eru menn eina dýrategundin sem getur látið hár síkka óendanlega?“ Vísindavefurinn. 8. nóv. 2017. Vefsíða. 21. mar. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=74149>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eru menn eina dýrategundin sem getur látið hár síkka óendanlega?
Í örstuttu máli þá vex hár manna ekki endalaust, ekki frekar en annarra dýra.

Hár eða feldur er eitt af einkennum spendýra, þótt reyndar séu tegundir sem hafa að mestu tapað feldinum eins og hvalir. Það er hins vegar mjög breytilegt á milli tegunda hversu langt eða „sítt“ hárið verður. Það sem meira er, það getur líka verðu breytilegt á milli einstaklinga innan sömu tegundar, að minnsta kosti hjá mönnum, og mismunandi eftir því hvar á líkamanum hárið er.

Hár vex ekki endalaust heldur hefur ákveðinn vaxtartíma.

Allt hár hefur ákveðinn vaxtartíma. Að þeim tíma loknum losnar hárið frá rótinni og fellur af en nýtt hár tekur að vaxa í viðkomandi hársekk. Gefum okkur að hár vaxi um einn cm á mánuði og vaxtartími þess sé tólf mánuðir, þá verður hámarkslengd hársins 12 cm. Þessi hámarkslengd kallast á ensku „terminal length“ og þegar henni er náð verður hár ekki síðara.

Sauðnaut eru dæmi um dýr þar sem vaxtartími hára er mjög langur og feldurinn verður því langur í samræmi við það, enda mikilvægt að geta haldið á sér hita í nístandi heimskautakuldanum. Sauðnaut eru stór dýr og geta því borið langan feld. Það sama átti við um hina útdauðu loðfíla og loðnashyrninga. Kettir eru dæmi um dýr þar sem vaxtartími hársins er miklu styttri en margir kattareigendur kannast við að finna 4-5 cm löng hár út um allan sófa þegar kettirnir eru að fara úr hárum.

Sauðnaut (Ovibos moschatus eru dæmi um dýr þar sem vaxtartími hára er mjög langur og feldurinn verður því langur í samræmi við það, enda mikilvægt að geta haldið á sér hita í nístandi heimskautakuldanum.

Það sama gildir um menn og önnur dýr, hárið vex ekki endalaust heldur hefur ákveðinn vaxtartíma. Oft er talað um að vaxtartími hárs á höfði okkar sé 2-7 ár, Ef við gefum okkur að hárið vaxi um 1 cm á ári, vaxtartímabilið sé 7 ár og aldrei klippt neðan af því þá getur hárið orðið rúmlega 80 cm langt, en verður ekki síðara en það. En vissulega er til fólk þar sem vaxtarskeið hára er óvenju langt og getur þar af leiðandi verið með síðara hár er aðrir. Samkvæmt Heimsmetabók Guinness á kínverska konan Xie Qiuping heimsmet í háralengd en þegar hár hennar var mælt árið 2004 reyndist það var 5,627 m.

Samkvæmt heimsmetabók Guinness er kínverska konan Xie Qiuping með lengsta hár í heimi en það mældist rúmir 5,6 m þegar metið var skráð. Það er mjög óvenjulegt að hár nái að vaxa svo mikið.

Vaxtarskeið annarra líkamshára hjá manninum eru mun styttri, mælt í dögum eða vikum en ekki árum, og er það ásamt vaxtarhraðanum, ástæða þess að við erum ekki með augnhár langt niður á kinnar og hár undir höndum nær ekki þeirri lengd að hægt sé að flétta það.

Heimildir:

Myndir:

...