Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3743 svör fundust
Hvaðan er orðið "dandalast" komið í þeirri merkingu að vera með einhverjum?
Elsta dæmi Orðabókar Háskólans um sögnina að dandalast er úr orðabókarhandriti Hallgríms Schevings en það var skrifað niður um miðja 19. öld. Þar segir: "dandalast brúkað um að ríða hægt og hægt, stundum líka að gánga einsamall með útúrdúrum og seinlæti." Sennilega er þetta upphafleg merking orðsins en af yngri dæ...
Má sérnafnið Nótt vera Nóttar í eignarfalli?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona: Hver eru rökin fyrir að rétt sé að eignarfallsending orðins/nafnsins Nótt sé til Nóttar eins og kemur fram á vefnum ordabok.com? Samheitið nótt beygist ævinlega: nf. et.nóttnf. ft.næturþf.nóttþf.nætur þgf.nóttþgf.nóttum ef.næturef.nótta Þegar orðið er notað sem sérnaf...
Þinns má vera Barbie ef minns má vera Súpermann. Hvers konar orð eru þetta?
Eftir notkuninni að dæma eru þinns og minns ígildi eignarfornafna og koma í setningunni í stað þín og minn. Vel er þekkt í máli barna að tala um minn og þinn í leik: "Ef minn gerir þetta þá gerir þinn eitthvað annað." Þá er undanskilið til dæmis karl, Action Man, Súperman ("Ef minn karl gerir þetta..." og svo fram...
Hvernig gengur með þróun á postulínsfyllingum í tennur?
Stöðug þróun á sér stað í tannfyllingarefnum almennt, sérlega þeim sem höfða til útlits, það er plastefna og postulíns. Postulínsfyllingar (krónur og innlegg) hafa verið notaðar lengi og tekið miklum framförum, sérlega hvað styrk varðar. Þegar postulínsfyllingar eru gerðar þarf að taka mát af viðkomandi tönn e...
Hvar get ég séð myndir af jarðvegsrofi?
Það er hægt að fletta upp í bókum sem fjalla um þessi mál og einnig er hægt að finna myndir á Netinu. Oft fást fleiri leitarniðurstöður ef menn notast við enska hugtakið, sem í þessu tilfelli er erosion. Með því að setja inn erosion í myndaleit Google er hægt að sjá myndir sem sýna jarðvegsrof og til þess að sjá m...
Hvað getur minkur verið lengi í kafi?
Minkur (Mustela vison) hefur aðlagast vel að lífi nálægt vötnum og við sjó. Erlendis heldur hann nær alfarið til við vötn vegna samkeppni við aðrar dýrategundir, svo sem rauðref og stóra ránfugla, sem ráða ríkjum á þurrlendi. Hér á landi heldur hann einnig til við stöðuvötn, straumvötn og nálægt sjó en leitar l...
Hvaða 'síðkast' er átt við, þegar menn segja 'upp á síðkastið'?
Ekki er fullljóst hvernig orðasambandið upp á síðkastið ‘undanfarið’ er hugsað. Orðabók Háskólans á elst dæmi úr tveimur ritum Jóns Ólafssonar úr Grunnavík frá miðri 18. öld og er það notað skýringalaust. Það kemur fyrst inn í orðabækur í Supplement til islandske ordbøger eftir Jón Þorkelsson 1894–1897 og aðeins g...
Hvað er röst?
Rastir myndast þegar þungir sjávarfallastraumar mæta grynningum. Sjólag verður erfitt eða illfært í röstum einkum þegar vindalda er mikil og á móti straumnum. Hér við land er Reykjanesröstin, Húllið, vel þekkt en hún er milli Eldeyjar og Reykjaness. Á minni skipum getur þurft að sæta sjávarföllum til að kom...
Hvað er afturkreistingur og hvaðan er orðið komið?
Orðið afturkreistingur er notað um vanþroska mann eða dýr. Einnig er notað afturkreista um hið sama. Fá dæmi eru um afturkreisting í söfnum Orðabókar Háskólans. Í safni úr talmáli eru aðeins fjórar heimildir og eru þau af sunnanverðu landinu. Heimildarmönnum ber saman um að átt sé við framfaralitlar skepnur og ves...
Hvað merkir: Margur verður af aurum api?
Margur verður af aurum api er ljóðlína í Hávamálum sem teljast eitt af Eddukvæðum. Þau voru skrifuð niður á 13. öld en höfðu lifað lengi í munnmælum. Fyrri hluti 75. erindis er þannig: Veita hinn er vætki veit, margur verður af aurum api. veit-a: veit ekki, -a er neitandi viðskeyti vætki: ekkert ap...
Af hverju segjum við gilli-gill þegar við kitlum lítil börn?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Af hverju segjum við "gilli-gill" þegar við kitlum einhvern? Hefur það einhverja merkingu? Það er vel þekkt að orð eru löguð til þegar verið er að tala við lítil börn. Eitt dæmi er orðið snuð 'eins konar tútta’ sem breyttist í snudda og aftur í dudda, til dæmis ,,Hvar ...
Hvers konar dauðdagi er sóttdauði?
Sóttdauði kallast það er fólk deyr af völdum sjúkdóms. Orðið er lítið notað í dag en finnst víða í Íslendingasögum og öðrum fornum ritum. Til samanburðar er fólk sagt deyja sædauða, látist það á sjó, ellidauða ef það deyr úr elli og vápndauða, falli það fyrir vopnum. Talað er um sóttdauða látist fólk af völdum ...
Af hverju byrja margir unglingar að drekka fyrir 15 ára aldur?
Á Vísindavefnum er að finna fróðlegt svar við spurningunni: Hvers vegna byrja unglingar að drekka? eftir Sigurlínu Davíðsdóttur. Þar segir hún meðal annars frá niðurstöðu könnunar þar sem unglingar sem drekka voru spurðir hvers vegna þeir gerðu það. Langalgengasta svarið var að þeir drykkju til að skemmta sér me...
Gæti hugsanlega verið til annar alheimur?
Það gæti vel verið að til sé annar alheimur en við höfum engan möguleika á því að komast að því hvort svo sé eða ekki! Hugtakið annar alheimur felur nefnilega í sér að handan þess alheims sem við búum í sé annar alheimur sem er algjörlega aðgreindur frá okkar eigin alheimi. Ef hann væri ekki aðgreindur frá okkar e...
Eru fuglar með eyru?
Já, fuglar hafa eyru og reyndar eru margar tegundir með nokkuð góða heyrn. Mesti munurinn á líffærafræði eyrna fugla og spendýra er sú að þeir fyrrnefndu hafa ekki ytri eyru líkt og á við um flest landspendýr. Séð utan frá eru eyrun himnuklætt svæði á höfðinu. Svæðið er ekki sýnilegt þar sem fíngert fiður þekur...