Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5541 svör fundust
Hvort eru geisladiskar lesnir ofan frá eða neðan í geislaspilurum?
Geisladiskar eru lesnir neðan frá í geislaspilurum. Þannig er rangt að tala um að setja geisladisk undir geislann, rétt eins og talað er um að láta hljómplötu undir nálina. Réttara er að segjast setja diskinn yfir geislann. Annar munur á geisladiskum og hljómplötum er sá að geisladiskar eru lesnir frá miðju ...
Af hverju hóstar maður?
Hósti er kröftug skyndileg útöndun til að losa öndunarveginn við slím, vökva eða agnir. Hósti stafar af krampakenndum samdráttum í brjóstholi og fer oftast af stað vegna þess að slím hefur safnast fyrir. Slímið er myndað af slímkirtlum í yfirborðsþekju öndunarvegarins. Í það festast agnir, til dæmis óhreinind...
Hvað er misseri?
Orðið misseri merkir einfaldlega hálft ár eða sex mánuðir en er stundum notað um skemmri tímabil sem markast af árstíðunum. Kennsluári í háskóla er til dæmis skipt í tvö misseri, haustmisseri og vormisseri. Víða erlendis skiptist háskólaárið í tvö semester. Það orð er dregið af latneska orðinu 'semestris' sem e...
Af hverju er stundum talað um að 'skora í bláhornið'?
Orðið bláhorn er vel þekkt allt frá því á síðari hluta 19. aldar. Í elsta dæmi Orðabókar Háskólans er verið að tala um bláhorn í kirkjugarði en einnig eru dæmi um bláhorn á bókarspjöldum og á húsgögnum, til dæmis borði eða skáp. Fyrri liðurinn blá- er bæði notaður til að mynda nafnorð og lýsingarorð og er þá t...
Hvernig urðu risaeðlur til?
Risaeðlur eiga að öllum líkindum ættir að rekja til svokallaðra boleðla sem hægt er að lesa meira um í svari við spurningunni Hvernig varð fyrsta risaeðlan til? Fyrstu risaðlurnar voru í raun ekki risar. Stjakeðlur og sindreðlur voru um 30 kg á þyngd. Risavöxtur dýranna kom fyrst fram hjá jurtaætunum og síðan h...
Hvenær verður Vatnajökull orðinn að engu?
Við vitum ekki nákvæmlega hvenær Vatnajökull hverfur en jöklafræðingar spá því að ef loftslag haldist næstu 50 ár eins og það var að meðaltali á 20. öld gæti Vatnajökull rýrnað um 10% eða 300 km3 á næstu hálfri öld. Það er jafnmikil rýrnun og varð alla 20. öldina. Ef sú rýrnun helst stöðug gætum við þess vegna ...
Hefur það áhrif á heyrnina ef hljóðhimna springur eða rifnar?
Í flestum tilfellum springur eða rifnar hljóðhimnan vegna sýkingar í miðeyranu. Þá verður bólga í miðeyranu fyrir innan hljóðhimnuna og getur þrýstingurinn orðið svo mikill að hljóðhimnan springur. Við það vellur gulgrænn vökvi út í hlustina, jafnvel örlítið blóðlitaður. Langoftast grær hljóðhimnan af sjálfu sér á...
Hvaða dýr hefur lengstu tunguna?
Stærstu tungur sem finnast í dýraríkinu eru í reyðarhvölum. Tunga reyðarhvala er um 160 til 180 cm á lengd og vegur tunga steypireyðarinnar allt að 4 tonn, en það skagar upp í þyngd asíufíls. Af landdýrum hefur gíraffinn (Giraffa camelopardalis) lengstu tungu núlifandi dýra. Tunga fullorðinna gíraffa er á bil...
Af hverju og hvernig verður manni kalt?
Líkamshitinn í okkar á rætur að rekja til fæðunnar. Þegar sykur, fita og prótín eru brotin niður í efnahvörfum verður til varmaorka. Þetta gerist mest í vefjum þar sem mikil virkni er, til dæmis vöðvum og lifur. Blóðið í okkur sér svo um að dreifa varmanum um líkamann, eins og heitt vatn í ofnum. Ef líkamshitin...
Af hverju heitir lambhúshetta þessu nafni?
Orðið lambhús er fjárhús sérstaklega ætlað lömbum. Hvers vegna hettan er kölluð lambhúshetta er ekki að fullu vitað. Hún var upphaflega notuð úti við til sveita í verri veðrum og meðal annars þegar menn þurftu í lambhúsið. Gamall maður sagði mér þá skýringu að hettan væri eins konar hús á höfuðið og það sem út úr ...
Af hverju er jörðin hnöttótt?
Á Vísindavefnum eru til nokkur svör sem skýra út af hverju jörðin, aðrar plánetur og stjörnur er hnöttóttar en ekki einhvern veginn öðru vísi í laginu, til dæmis kassalaga eða sexhyrndar eins og við teiknum oft stjörnu á blað. Í svari við spurningunni Af hverju fara stjörnurnar í hringi og af hverju eru þær hnö...
Hvaðan er nafnið á Þormóðsskeri komið og hve gamalt er það?
Þormóðssker er á Faxaflóa út af Mýrum. Nafn þess er nefnt í Landnámabók og þar er skerið kennt við Þormóð þræl Ketils gufu og samkvæmt því frá landnámstíð (Íslenzk fornrit I, bls. 168-169). Þormóðssker er syðsta og vestasta sker í skerjaklasa. Það er um 200 m á lengd, tæpir 100 m á breidd og 11 m á hæð yfir sj...
Geta silfurskottur bitið menn?
Silfurskottur (Lepisma saccharina) bíta ekki, að minnsta kosti ekki fólk. Þær hafa vissulega munnlimi en þeir eru alltof smávaxnir til að skaða fólk á nokkurn hátt. Silfurskottur geta hins vegar valdið skemmdum á bókum og kornmeti komist þær í slíkt. Helsta fæða þeirra eru smáar lífrænar leifar sem þær finna á...
Hvað eru margir menn búnir að fara til tunglsins?
Um fjölda tunglfara er hægt að lesa í svari á Vísindavefnum við spurningunni: Hvað hafa margir menn farið til tunglsins og hvernig líta þeir út? Þar kemur fram að alls hafa tólf menn komið til tunglsins og tíu til viðbótar komist á braut um það. Allir fóru þeir á vegum bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA. F...
Hvað er gorgeir í máltækinu að vera haldinn gorgeir?
Ekkert bendir til að gorgeir sé upprunalega mannsnafn. Að minnsta kosti hefur enginn fundist með því nafn í heimildum, fornum eða nýrri. Orðið þekkist að minnsta kosti frá 17. öld og kemur fyrir í íslensk-latneskri orðabók Guðmundar Andréssonar sem kom út í Kaupmannahöfn 1683. Guðmundur skýrði merkinuna með la...