Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3073 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er sagt mansal en ekki mannsal?

Fyrri liður orðsins mansal er man og merkir ‘ófrjáls manneskja (karl eða kona), ambátt; mær’. Síðari liðurinn -sal er hvorugkynsorð dregið af sögninni að selja og merkir ‘sala’. Það þekkist í fornu máli en er ekki lengur notað ósamsett. Elstu dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru frá fyrri hluta 19. aldar og...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur þetta HÚRRA sem fagnaðaróp - og hvað þýðir það eiginlega?

Húrra sem fagnaðarhróp þekkist í málinu frá því á 18. öld. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:391) er orðið sagt komið úr dönsku hurra sem aftur hafi það úr miðháþýsku hurren (boðháttur af sögn). Það væri þá skylt sögninni húrra ‘renna hratt’ sem einnig er tökuorð úr dönsku. Húrra sem fa...

category-iconJarðvísindi

Af hverju ryðja ár sig?

Að ár ryðji sig merkir að þær bjóti af sér ísinn.[1] Ár og læki leggur iðulega í vetrarfrostum. Þegar hlýnar byrjar ísinn að bráðna, vatnið sem bundið var í ís og snjó fer af stað, áin bólgnar, brýtur upp frekari ís og ber jaka og íshröngl með sér niður farveginn. Í bók sinni Vatns er þörf [2] lýsir Sigurjón Rist ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hverjir eru helstu skógar Asíu?

Hér áður fyrr þöktu skógar stóran hluta austanverðrar Asíu. Aðeins vatnasvæði og hæstu fjöll voru skóglaus. Þéttir regnskógar þöktu meðal annars suðausturhluta álfunnar, en nú hefur töluvert mikið gengið á þá enda búa tæpir tveir milljarðar manna á því svæði. Asískir skógar telja um 700 milljónir hektara að flatar...

category-iconMannfræði

Hver var Margaret Mead og hvert var hennar framlag til mannfræðinnar?

Margaret Mead sem með sanni má kalla eina af mæðrum mannfræðinnar, fæddist 16. desember 1901 í Fíladelfíu í Bandaríkjunum, elst fjögurra systkina. Móðirin var félagsfræðingur að mennt og faðirinn prófessor í hagfræði við háskólann í Pennsylvaníu. Mead lauk meistaraprófi í sálfræði frá Barnard College og stundaði d...

category-iconJarðvísindi

Hvað er djúpberg og hvernig myndast það?

Berg er flokkað eftir myndunarhætti í þrennt: storkuberg, setberg og myndbreytt berg. Storkuberg myndast úr glóandi bergbráð (1200-700°C), setberg við hörðnun sets (leir, sandur, skeljasandur og svo framvegis) ofarlega í jarðskorpunni, og myndbreytt berg við umkristöllun eldra bergs yfirleitt djúpt í jörðu. Or...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getur samhjálp ólíkra tegunda þróast á þann hátt að önnur tegundin svindli?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvernig þróast samhjálp og svindl í samskiptum tegunda? Samhjálp ólíkra tegunda þekkist víða í lífheiminum. Samhjálp (e. mutualism) er skilgreind sem samskipti milli einstaklinga tveggja tegunda sem báðir njóta góðs af. Afrán eða sníkjulífi (e. parasitism) er hins vega...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru fílar hræddir við mýs?

Fílar eru stærstu landdýr jarðar. Þótt merkilegt kunni að virðast eru fílategundirnar tvær sem nú lifa flokkaðar hvor í sína ættkvíslina, Elephas og Loxodonta. Elephas maximus er Asíufíllinn en Loxodonta africana er Afríkufíllinn. Það sem einkennir fílinn mest er vitaskuld raninn sem er í raun framhald á nefinu...

category-iconLæknisfræði

Hvert er algengasta krabbameinið af völdum reykinga?

Árlega greinast á Íslandi rúmlega 80 karlar og 60 konur með krabbamein sem rekja má beint til reykinga þeirra. Þetta eru um 15% allra karla og 11% allra kvenna sem greinast með krabbamein árlega. Flestir þessara einstaklinga fá lungnakrabbamein, eða um 100 manns árlega. Til viðbótar greinast árlega um 16 einsta...

category-iconLæknisfræði

Hvernig fær maður sveppasýkingu á fót?

Fótsveppur er tilkominn vegna sýkingar af völdum örvera sem nefnast sveppir. Þeir sveppir sem algengast er að valdi fótsveppasýkingum kallast dermatophytes en einnig sjást sýkingar af völdum candidasveppsins. Læknisfræðileg heiti yfir fótsveppi eru tinea pedis, dermatophytosis eða athlete's foot. Undir venjuleg...

category-iconStærðfræði

Hvað er hægt að búa til margar mismunandi sudokuþrautir?

Fjöldi mismunandi sudokumynstra (e. Sudoku grids) á borði af stærðinni 9×9 er 6.670.903.752.021.072.936.960. Þessi tala er gefin upp í grein eftir Þjóðverjann Felgenhauer og breska stærðfræðinginn Jarvis sem kallast Enumerating possible Sudoku grids (Talning mögulegra sudokumynstra). Til þess að reikna þessa tölu ...

category-iconStærðfræði

Hvers vegna finnst mér oftar en ekki þegar dregið er í lottó að samliggjandi tölur komi upp úr drættinum?

Í íslenska lottóinu eru 40 kúlur, sem eru númeraðar frá 1 og upp í 40, og 5 kúlur eru dregnar út. Þetta fyrirkomulag var tekið upp árið 2008, en fram að því höfðu kúlurnar verið 38 talsins. Með samliggjandi tölum er átt við tvær eða fleiri heilar tölur sem hægt er að raða þannig upp að sérhver tala fáist með þv...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða sýrumenn voru á ferð í Sýrumannavík, skammt vestan við Grundartanga?

Örnefnið sem nefnt er í fyrirspurninni er að réttu lagi Sýrumannavik (þó að um vík hafi verið að ræða), en víkin er nú horfin vegna framkvæmda á Grundartanga. Á Atlaskorti Eddu stendur ranglega Sýrumannavík. Grundartangi. Sýrumannavik hefur af kortum að dæma verið þar sem uppfyllingin endar lengst til hægri á ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað éta höfrungar?

Til ættar höfrunga teljast um 40 tegundir í 17 ættkvíslum. Höfrungar eru mjög breytilegir að stærð eða frá 1,2 metra löngum og 40 kg þungum maui-höfrungi (Cephalorhynchus hectori maui) upp í risann meðal höfrunga, háhyrninginn (Orcinus orcas), sem getur orðið rúmlega 9 metra langur og vegið allt að 10 tonn. H...

category-iconHugvísindi

Hvað er kontrapunktur?

Orðið kontrapunktur er dregið úr latínu „punctus contra punctum“ eða nóta á móti nótu. Skylt hugtak er pólýfónía eða fjölröddun. Í stórum dráttum má segja að tónlist sem samin er eftir aðferðum kontrapunkts byggi á láréttri hugsun fremur en lóðréttri, það er að sjálfstæðum laglínum er teflt saman í stað þess að la...

Fleiri niðurstöður