Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Er til einhver skýring á mismunandi merkingu orðanna herbergi, rúm, sæng og dýna á íslensku annars vegar og hins vegar hinum norrænu málunum?
Orðið herbergi er tökuorð í norrænum málum, sennilega úr miðlágþýsku herberge í merkingunni 'gistihús'. Heimildir um orðið eru einnig til í fornsaxnesku og fornháþýsku heriberga. Í háþýsku er orðið Herberge notað um gististað, t.d. er þýska orðið yfir farfuglaheimili Jugendherberge (Jugend 'æska, æskumenn'). Talið...
Af hverju er latína enn notuð í líffærafræði?
Um þetta hefur verið fjallað á almennan hátt í svari við spurningunni Af hverju er latína sem er að deyja út notuð í líffræði? og bendum við lesendum á að lesa það svar fyrst. Sömu ástæður og koma fram í því svari gilda um líffærafræðina. Þar er latína notuð í fyrsta lagi vegna þess að hún hefur verið notuð lengi ...
Hvernig hefur merking hugtaksins hinsegin breyst á 21. öld?
Frá aldamótum hefur notkun orðsins hinsegin aukist og þróast hratt en ljóst er að það er notað á mjög margvíslegan hátt. Í fyrsta lagi er það ennþá notað í merkingunni ,öðruvísi‘ og ennþá er talað um að eitthvað sé „svona eða hinsegin“. Í öðru lagi er orðið notað sem þýðing á enska orðinu queer sem varð lykilhugta...
Af hverju er jarðhiti svona víða á Vestfjörðum?
Upprunlega spurningin var:Af hverju er jarðhiti svona víða á Vestfjörðum, til dæmis á Reykjanesi við Djúp? Hafa Vestfirðir ekki jafnan verið taldir kalt svæði? Reykjanes við innanvert Ísafjarðardjúp er um margt merkur staður í sögu Íslands. Töluverðan jarðhita er að finna á nesinu og er hann í dag bæði nýttur t...
Er ég fáfróður að þekkja ekki muninn á slöngum og snákum eða eru þetta sömu fyrirbærin?
Öll spurningin hljóðaði svona: Ég var að koma úr heimsókn þar sem upp kom umræðan um muninn á snákum og slöngum... Mér leið eins og fávita þegar ég hélt að þetta væri sami flokkur dýra og munurinn enginn, einungis orðið "slanga" óformlegara heiti á því sem er réttnefnt "snákur". Er ég fáfróður að þekkja ekki m...
Hvað getiði sagt mér um fall Rómaveldis?
Þegar talað er um fall Rómaveldis er oftast miðað við árið 476 e.Kr. þegar síðasta vestrómverska keisaranum, Rómulusi Ágústusi, var steypt af stóli (sjá mynd til vinstri). Austrómverska keisaradæmið eða Býsans lifði öllu lengur, eða fram til ársins 1453. Undanfari falls vestrómverska ríkisins var ekki glæsileg...
Hver er Jocelyn Bell Burnell og var það hún sem uppgötvaði fyrstu tifstjörnuna?
Susan Jocelyn Bell Burnell er breskur stjarneðlisfræðingur sem er frægust fyrir hlutdeild sína í uppgötvun fyrstu tifstjörnunnar þegar hún var doktorsnemi í Cambridge. Leiðbeinandi hennar, Antony Hewish, fékk síðar Nóbelsverðlaunin fyrir þessa uppgötvun ásamt Martin Ryle. Jocelyn Bell Burnell (f. 1943). Joc...
Hvað er silkileiðin og hvar lá hún?
Silkileiðin á sér langa og margbrotna sögu. Þýski landfræðingurinn og baróninn Ferdinand Paul Wilhelm von Richthofen (1833–1905) ljáði henni þetta rómantíska heiti (þ. Seidenstraße) og hefur það loðað við hana síðan. Hann taldi að leiðin hefði fyrr á tímum verið eins konar breiðgata milli Rómaveldis og Kína. Engar...
Stinga strútar höfðinu í sand þegar þeir eru hræddir?
Þessi spurning fjallar um atriði sem er á mörkum þjóðfræði og náttúrufræði, og verður að skoða svarið í því ljósi. Í heimildum er uppruni þeirrar sagnar, að strútar stingi höfðinu í sandinn, rakinn til Jobsbókar Biblíunnar og Náttúrusögu (Historia naturalis) Pliníusar eldri (23-79 e.Kr.). Strútar voru algengir í ...
Getur þú sagt mér hver höfuðborg Fídjíeyja er?
Fídjieyjar í Suður-Kyrrahafi samanstanda af rúmlega 320 eyjum auk fjölda smáeyja (e. inlet). Eyjaklasinn nær yfir svæði sem er um 3 milljónir km2 að flatarmáli en heildarflatarmál eyjanna sjálfra er aðeins um rúmlega 18.000 km2. Um 100 eyjanna eru byggðar og er áætlað að íbúar Fídjieyja hafi verið rúmlega 890.000 ...
Eru samtöl (eigindlegar rannsóknir) vísindi?
Fyrst þarf að greina örstutt þau hugtök sem felast í spurningunni. Samtöl, sem einnig ganga undir nafninu djúpviðtöl, er aðferð sem beitt er í félags- og heilbrigðisvísindum þar sem viðfangsefnið er fólk. Hér skilgreini ég félagsvísindi vítt; þau innibera fjölmargar greinar svo sem félagsfræði, stjórnmálafræði, ma...
Hvað getið þið sagt mér um sjúkdóminn 'autoimmune hepatitis'?
'Autoimmune hepatitis' kallast á íslensku sjálfsofnæmislifrarbólga. Eins og nafnið gefur til kynna þá er um svokölluð sjálfsofnæmisheilkenni að ræða. Ónæmiskerfi líkamans gegnir því hlutverki að ráðast gegn utanaðkomandi efnum, til dæmis sýklum, en það getur gerst að kerfið skynji frumur líkamans sem "utanaðkoman...
Hvernig sjá iguana-eðlur?
Hér er einnig að finna svar við spurningunni:Getið þið sagt mér það helsta um iguana-eðlur? Til eru margar tegundir svokallaðra iguana-eðlna (eðlur af ættkvíslinni Iguana) en algengust sem gæludýr og um leið kunnasti meðlimur ættkvíslarinnar, er án efa græna iguana-eðlan (Iguana iguana) og verður svarið hér að ne...
Hvað er innhverf íhugun? Er það trú eða ekki? Hefur það sérstaka heimspeki eða ekki?
Innhverf íhugun er þýðing á ensku orðunum Transcendental meditation sem spyrjandi tilfærir í upphaflegri spurningu sinni. Innhverf íhugun er hugleiðslutækni, upprunnin á Indlandi, sem var kynnt fyrir Vesturlandabúum upp úr miðri 20. öld og varð nokkurs konar tískufyrirbrigði. Kennarar tækninnar leggja áherslu á að...
Hvar er Hrísey?
Hrísey liggur í utanverðum Eyjafirði á Norðurlandi. Eyjan er önnur stærsta eyjan við Ísland; 7,5 km að lengd og 2,5 km að breidd. Stærsta eyjan er aftur á móti Heimaey, og má lesa meira um hana í svari Emilíu Dagnýjar Sveinbjörnsdóttur við spurningunni Hver er stærsta eyjan við Ísland? Hrísey hefur verið ...