Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2735 svör fundust
Hvaða hraða má búast við að raunverulegt geimfar geti náð ef nægileg orka er fyrir hendi, til dæmis í kjarnaklofnun eða kjarnasamruna?
Lokahraði geimskips miðað við jörð ræðst einkum af þremur þáttum. Í fyrsta lagi af því hve mikil orka er bundin í eldsneyti þess eða orkugjafa (orðið eldsneyti á kannski ekki svo vel við þegar rætt er um kjarnahvörf). Í öðru lagi skiptir nýtnin máli, það er hversu háu hlutfalli af þeirri orku sem er bundin í eldsn...
Hvaða dýr sefur mest?
Fjölmargar dýrategundir eru í svefnástandi stóran hluta ársins sökum óhagstæðra aðstæðna í umhverfinu, svo sem fæðuskorts, kulda eða þurrkar. Bjarndýr eru að öllum líkindum kunnasta dæmið um dýr sem leggjast í langan dvala. Algengt er að bjarndýr safni fituforða seint á sumrin og dæmi eru um að brúnbirnir geti...
Hvernig rækja lifir hér við land og hvert er atferli hennar?
Sú rækjutegund sem lifir hér við land kallast nú til dags aðeins rækja en til er eldra heitið stóri kampalampi (lat. Pandalus borealis). Rækjan er dæmigerð kaldsjávartegund og ein af þeim rúmlega 50 tegundum sem tilheyra ættinni Pandalidea. Pandalus borealis er langmest veidda kaldsjávarrækjutegund í heimi. Teg...
Hvert er stærsta úthafið?
Hér er jafnframt svar við spurningunni: Hver er skilgreiningin á úthöfum og hver er munurinn á þeim og öðrum höfum? Jörðin er stundum kölluð bláa reikistjarnan þar sem sjór þekur um 71% af yfirborði hennar. Yfirborð sjávar er alls um 362 milljónir ferkílómetra (km2) og er heildarrúmmál hafanna um 1348 millj...
Halda mýs að leðurblökur séu englar?
Þetta er föstudagssvar og því ber ekki að taka hvert orð alveg bókstaflega. Til að komast að raun um hvort mýs haldi að leðurblökur séu englar fékk Vísindavefurinn Félagsvísindastofnun til að gera skoðanakönnun meðal músa, og var hlutfallið milli húsamúsa og hagamúsa jafnt. Því miður fékkst engin niðurs...
Fyrir hvað stendur JRR í nafni Tolkiens?
Tolkien hét fullu nafni John Ronald Reuel Tolkien en af þessum nöfnum var Ronald oftast notað. Reuel var eins konar ættarnafn: Faðir hans hét Arthur Reuel og synir hans báru einnig þetta nafn. Eftirnafn hans er þýskættað en föðurfjölskylda hans mun hafa flutt frá Saxlandi (Sachsen) til Englands á 18. öld. Sjálfur ...
Hver er stærsti og minnsti fugl í heimi?
Strúturinn (struthio camelus) er stærsti núlifandi fugl í heimi. Hann getur orðið allt að 155 kg á þyngd, og fullorðnir karlfuglar ná oft 250 cm hæð. Hálsinn er þó helmingurinn af þeirri hæð. Áður fyrr voru strútar um alla Afríku og mikinn hluta Vestur-Asíu en þeim fór fækkandi og eru nú flestir í sunnanverðri ...
Er alheimurinn bara eitt sólkerfi eða út um allt?
Alheimurinn er allt sem er til, allt sem hefur verið til og allt sem mun vera til.Þannig orðaði bandaríski stjörnufræðingurinn Carl Sagan það. Sólkerfi er aðeins agnarsmár hluti af vetrarbraut sem er einnig agnarsmár hluti af öllum alheiminum. Alheimurinn er allt. Alheimurinn er svo stór að lítið vit væri í...
Gæti ég fengið að vita allt um fálka?
Fálkinn (Falco rusticolus) er ein af þremur ránfuglstegundum sem verpir hér á landi. Fálkinn er stærsta fálkategund heims. Karlfuglar eru um 900-1500 grömm og kvenfuglar um 1300-2100 grömm. Minnsta fálkategundin, smyrill (Falco columbriaris) lifir einnig á Íslandi. Heimkynni fálka. Dökk-appelsínugula svæðið sýn...
Hvaða stjörnur og stjörnuþokur eru í Krabbamerkinu?
Krabbamerkið er eitt óljósasta merki Dýrahringsins. Merkið táknar krabbann sem Júnó, drottning á Ólympsfjalli, sendi til að bjarga marghöfða vatnaskrímslinu (Hýdrunni), sem átti í baráttu við hetjuna Herkúles. Það kemur ef til vill ekki á óvart en Herkúles steig einfaldlega á krabbann og kramdi hann – en sem viður...
Hvar hafa spörfuglar á Suðurlandi náttstað?
Spurningin í heild hljóðaði svona: Hvar hafa spörfuglar á Suðurlandi náttstað og hvert leituðu þeir þegar minna var um tré á fyrri hluta síðustu aldar?Náttstaðir spörfugla eru eins misjafnir og tegundirnar eru margar. Sumir fuglar safnast saman í hópa til að sofa, á meðan aðrir velja sér náttstað þar sem þeir eru...
Geta lofttegundir sem gufa upp af hveraleir verið skaðlegar?
Eins og getið er um í svari sömu höfunda við spurningunni Af hverju er leir við hveri mismunandi á litinn? eru helstu lofttegundirnar sem streyma upp á háhitasvæðum koltvísýringur og brennisteinsvetni, og á vissum svæðum einnig vetni. Tvær þær fyrrnefndu eru þyngri en andrúmsloftið og hafa því tilhneigingu til þes...
Hvernig geta skíðishvalir étið fisk?
Spurningin hljóðar í heild sinni svona: Oft heyrist alhæft að hvalir éti mikið af fiski, sem sjómenn ella gætu veitt. Skíðishvalir, svo sem langreyður, steypireyður og fleiri, sía plöntu- og dýraörverur úr sjónum, svokallað svif, og virðast því skíðishvalir hafðir fyrir rangri sök. Hvaða tannhvalategundir eru hér ...
Hversu margir fæðast og deyja að meðaltali á dag í heiminum?
Meðaltíðni fæðinga og dauðsfalla er mismunandi ár hvert. Í þessu svari er miðað við tölur frá 2017. Til samanburðar má benda á svar TÞ frá 22.6.2000 við spurningunni Hvað búa margir í heiminum? en þar er að finna samskonar tölur fyrir árið 2000. Á heimasíðu Bandarísku manntalsskrifstofunnar (US Census Bureau) er a...
Eru kanínur orðnar villt tegund á Íslandi, og sér maður þær í íslenskum dýrabókum í framtíðinni?
Ljóst er að á nokkrum stöðum hérlendis eru kanínur orðnar hluti af dýralífi Íslands. Þegar farið er í göngutúra í Öskjuhlíðinni eða Heiðmörk sjást iðulega kanínur á vappi og finnst mörgum þetta vera góð viðbót við annars fátæka spendýrafánu landsins. Litlar líkur eru á því að menn sjái önnur spendýr á göngu um gró...