Það sem er helst áhugavert við þetta frá sjónarhóli hagfræðinnar er sú einfalda staðreynd að það er engin þörf á öllu þessu gulli á jörðinni. Það er til meira en nóg af gulli og megnið af því sem hefur verið grafið úr jörðu er algjörlega gagnslaust, rykfellur bara í bankahvelfingum.
Jörðin yrði því ekki í neinu...
Það sem átt er við með orðatiltækinu "undantekningin sannar regluna" er að eitthvað getur ekki verið undantekning nema það sé undantekning frá reglu, og því sanni sú staðreynd, að um undantekningu er að ræða, jafnframt að um reglu sé að ræða.
Nú getur "regla" verið annaðhvort 1) einhvers konar boð eða forskrif...
Já.
Hefði verið spurt hvort fótspor sé örugglega eftir fót hefði svarið líka verið já. Spor sem ekki er eftir fót er ekki fótspor þótt það líti ef til vill alveg eins út og ef mig minnir eitthvað sem aldrei var, þá er það ekki minning heldur misminni. Allt sem er í kollinum á mér getur verið eins hvort sem um r...
Sambandið að detta í það er ekki gamalt í málinu um að neyta áfengis ríkulega oftast samfara einhverri skemmtun en þó ekki alltaf. Margur dettur í það einn með sjálfum sér.
Elstu dæmi Orðabókar Háskólans eru frá síðari hluta 20. aldar en sambandið getur vel verið eitthvað eldra. Í Íslenskri orðabók (2002: 213)...
Slímhúðarflakk, öðru nafni slímhúðarvilla, hefur fræðiheitið endometriosis. Það er dregið af endometrium sem er heitið á slímhúðinni sem vex mánaðarlega innan í legi kvenna og þroskast þar til þess að mynda beð fyrir frjóvgað egg. Hún hverfur svo með tíðablóðinu ef ekki verður þungun og þannig gengur þetta aftur o...
Orðið skynjun er svokallað sagnarnafnorð leitt af sögninni að skynja 'verða var við, athuga' með viðskeytinu -un, en sagnarnafnorð eru heiti þeirrar athafnar sem í sögninni felst. Skynjun er því 'það að skynja' eins og skemmtun er 'það að skemmta', skipun 'það að skipa', verslun 'það að versla' og svo framvegis.
...
Það er logn í dag, en það var ekki logn í gær, og því hlýtur lognið að hafa komið. Og ef lognið, sem er hér í dag en var hér ekki í gær, hefur komið, þá hlýtur það að hafa komið einhversstaðar frá. Og þá liggur beint við að spyrja: Hvaðan kom lognið?
Það hefur verið rotta undir rúminu mínu í dag, en það va...
Hljóðmúr er ekki múr sem hlaðinn er úr steinum eða steyptur heldur vísar orðið til þess sem gerist þegar hlutur fer hraðar en hljóðið í því efni sem umlykur hann.
Flestir hafa tekið eftir því að hljóðið ferðast með endanlegum hraða. Glöggt dæmi um það má upplifa með því að fylgjast með fljúgandi þotu á heiðskír...
Írski heimspekingurinn George Berkeley (1685-1753) er einn þeirra þriggja sem taldir eru helstu forsprakkar breskrar raunhyggju, en hinir eru þeir John Locke og David Hume. Hann er þekktastur fyrir hughyggjukenningar sínar, sem segja má að kristallist í orðunum „Að vera er að vera skynjaður“, eða „Esse est percipi...
Sú saga er lífseig að hár vaxi hraðar ef það er klippt. Staðreyndin er hins vegar sú að það breytir engu hversu oft og mikið hárið er klippt eða rakað, það vex ekkert hraðar en náttúran og genin ætla því.
Fjallað er um hárvöxt í svari við spurningunni: Af hverju vex hárið? Þar segir meðal annars:
Hár er myn...
Fleiri spurningar:Er hægt að hella vatni í þyngdarleysi? Og ef sú er raunin er þá hægt að lepja það úr loftinu?
Hvað verður um vatn þegar að kemst út í geiminn? Flýtur það eða eitthvað annað?
Hvað gerist ef þú hellir úr vatnsfötu úti í geimnum?
Í geimstöðvum sem hringsóla um jörðina er nánast algjört þyngdarl...
Spurningin er svona í fullri lengd:Hvað er raunverulegt og hver getur ákveðið hvað er raunverulegt og hvað ekki?Orðið raunverulegt er gjarnan notað yfir allt sem er til og það sem er ekki til er þá ekki raunverulegt. Þetta dugar þó skammt sem svar við spurningunni enda liggur þá beint við að spyrja “Hvað er til?”....
Það var um fimmleytið aðfaranótt hins 9. desember árið 1997, að himinninn á suðurhluta Grænlands lýstist algjörlega upp. Menn telja líklegt að þarna hafi verið um nokkuð stóran loftstein að ræða sem hafi tvístrast yfir suðurrísbreiðunni við 61° norður og 44° vestur, um það bil miðja vegu milli Qaqortoq og höfu...
Hér er einnig svarað spurningu Bjargar Jónsdóttur: Af hverju er fólk haldið fælni gagnvart ýmsu, til dæmis skordýrum?
Hræðsla við köngulær og önnur smádýr er oftast ástæðulaus. Hún er þó furðu algeng, sem gæti stafað af því að náttúruval hafi í árdaga verið þeim hliðhollt sem kunnu að forðast smádýr. Einnig er ...
Það felst eiginlega í orðunum af hverju það er gott að vera góður. Ein skýring á orðinu góður er sú að það sé að gera góða hluti, gera það sem er gott. Þess vegna getur það aldrei verið neitt annað en gott að vera góður á sama hátt og það getur ekki verið annað en vont að vera vondur.
Við eigum í raun svör við ...
Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!