Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 9446 svör fundust

Hvernig varð heimurinn til samkvæmt grískri goðafræði?

Ein af helstu heimildum okkar fyrir grískri goðafræði eru kvæði skáldsins Hesíodosar frá því um 700 f.Kr. Í kvæðinu Goðakyn fjallar Hesíodos um ættfræði guðanna og annarra goðmagna sem eru persónugervingar hvers kyns fyrirbæra í náttúrunni. Ættarsaga guðanna er því um leið sköpunarsaga heimsins. Hesíodos segir...

Nánar

Hvenær varð 1. janúar upphafsdagur ársins á Íslandi?

Eins og spurningin gefur til kynna hefur árið ekki alltaf hafist á sama degi. Til forna var ýmist miðað við vorjafndægur (þegar dagurinn verður lengri en nóttin, 19.-21. mars), haustjafndægur (þegar nóttin verður lengri en dagurinn, 21.-24. september) eða vetrarsólstöður (þegar nóttin er lengst, 20.-23. desember)....

Nánar

Hvaðan koma elstu vögguvísur og er hægt að svæfa börn með þeim?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvers vegna eru sungnar vögguvísur? Er eitthvað vitað um uppruna vögguvísna og hvort þær virki raunverulega við svæfingu? Vögguvísur hafa verið sungnar frá því í fornöld. Ein elsta vögguvísa sem varðveist hefur er rist á 4000 ára gamla leirtöflu frá Babýlon sem geymd e...

Nánar

Hversu gömul eru orðin áramót, nýársdagur, nýársnótt og gamlárskvöld?

Orðið áramót er ekki gamalt í málinu ef marka má Ritmálssafn Orðabókar Háskólans. Þar er elsta dæmið fengið úr öðru bindi Íslands Árbóka í sögu-formi sem ritaðar voru af Jóni Espólín og gefnar út í 12 bindum á árunum 1821–1855. Orðið skýrir sig sjálft. Það á við mót liðins árs og ársins sem er að hefjast, þegar ga...

Nánar

Hver er staða vatns í dag og hvernig gæti hún breyst í náinni framtíð?

Ísland er auðugt af vatni og er talið að ástand vatns sé almennt gott. Unnið hefur verið að því síðan árið 2011 að greina hver staða vatns hér á landi er í raun í verkefninu Stjórn vatnamála. Í tengslum við verkefnið var stigið fyrsta skrefið í álagsmati á vatni sem var birt í Stöðuskýrslu fyrir vatnasvæði Íslands...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um pardusköttinn (Leopardus pardalis)?

Parduskötturinn (Leopardus pardalis), eða ocelot eins og hann kallast á alþjóðavísu, er ein tegund svokallaðra nýjaheimskatta. Heimkynni parduskattarins er í þéttu skóglendi Suður-Ameríku og allt norður til suðurríkja Bandaríkjanna (Texas og Louisiana). Búsvæði þeirra eru allt frá rökum og þéttum regnskógum til kj...

Nánar

Hvað er Javascript?

Javascript er vefforritunarmál, hannað af hugbúnaðarfyrirtækinu Netscape, til að auðvelda hönnuðum vefsíðna að smíða gagnvirkar (á ensku "interactive") vefsíður. Javascript er algerlega óháð Java forritunarmálinu sem tölvufyrirtækinu SUN þróaði. Sem dæmi um notkun á Javascript í vefsíðu má nefna að með því er h...

Nánar

Geta aðmírálsfiðrildin sem berast hingað með heitum vindi lifað af sumarið á íslenskum blómum eða eru þau of auðveld bráð?

Fullvaxin fiðrildi lifa aðeins á blómasykri og ekki er ósennilegt að aðmírálsfiðrildi (Vanessa atalanta) geti sogið blómasykur úr blómum á Íslandi, sérstaklega stórum blómum í görðum. Náttúrulegt útbreiðslusvæði aðmírálsfiðrilda er í Suður-Evrópu, Norður-Afríku, á Mið-Atlantshafseyjum og í Norður-Ameríku. Aðal...

Nánar

Hver er eðlismassi lofts?

Hér er einnig svarað spurningunni: Er eðlismassi andrúmsloftsins minni eða meiri en 1 g/cm3? Eðlismassi er skilgreindur sem massi á rúmmálseiningu, eining alþjóða einingakerfisins (SI) er kg m-3, (kíló í rúmmetra) en oft má einnig sjá eininguna g cm-3 (grömm í rúmsentímetra) sem er sama og kg/l (kílógramm í lít...

Nánar

Af hverju lét Júlíus Sesar árið byrja á janúar?

Dagatalið var í fyrstu tæki til að greina á milli hátíðis- og hvíldardaga og vinnudaga bænda. Hjá Rómverjum til forna hófst árið í mars. Elstu heimildir um tímatal Rómverja greina frá því að þá hafi árið (lat. annus) verið fjórir mánuðir sem báru nöfn sem við þekkjum úr rómverskri goðafræði: Mars, apríl, maí og jú...

Nánar

Fleiri niðurstöður