Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 758 svör fundust

Hvaða rannsóknir hefur Nanna Hlín Halldórsdóttir stundað?

Nanna Hlín Halldórsdóttir er nýdoktor í heimspeki við Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa einkum verið innan femínískrar heimspeki og gagnrýnna fræða en hafa beinst í auknum mæli að læknahugvísindum og lífsiðfræði. Berskjöldun, vald, þreyta og jafnrétti eru þau helstu hugtök sem Nanna hefur fengist við auk hei...

Nánar

Hvenær kom orðið gervigreind fyrst fram í íslensku?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvenær kom orðið gervigreind fyrst fram í íslensku og hvenær varð fræðigreinin til? Elsta dæmi sem höfundar þessa svars hafa fundið um íslenska orðið gervigreind er í þýðingu Halldórs Halldórssonar á bók Noams Chomsky Mál og mannshugur, sem kom út á íslensku 1973.[1] Rithöfund...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Oddur Vilhelmsson rannsakað?

Oddur Vilhelmsson er prófessor í líftækni við Háskólann á Akureyri. Hann fæst einkum við rannsóknir á örverum í náttúrunni, vistfræði þeirra og notagildi í umhverfislíftækni. Þrátt fyrir smæð þeirra, þá mynda örverur drjúgan hluta af massa lífhvolfsins. Þær finnast í öllum vistgerðum og geta dafnað, jafnvel myn...

Nánar

Hver var fyrsti kvikmyndaleikstjórinn?

Þessu er ekki auðsvarað því að í spurningunni er fólgin önnur vandmeðfarin spurning: Hvað er kvikmyndaleikstjóri? Það er alveg ljóst að þeir sem stýrðu kvikmyndatökuvélunum í fyrstu kvikmyndunum sem gerðar voru litu ekki á sig sem leikstjóra í þeirri merkingu sem við leggjum í orðið í dag. Þeir voru fyrst og frems...

Nánar

Hver er afstaða vísindanna til tilvistar hraðeinda (tachyons), er hún sönnuð eða bara kenning? Eru til einhverjar kenningar um beislun orkunnar sem þær eru sagðar búa yfir?

Í þessu svari eftir Þorstein Vilhjálmsson er afstaða vísindanna til tachyon-einda, eða hraðeinda, útskýrð. Þorsteinn bendir á að hraðeindir víxlverka ekki við annað efni ef þær eru til á annað borð og við verðum þeirra því ekki vör. Þetta þýðir einnig að ekki er hægt að nota þær til orkuvinnslu því engin leið er a...

Nánar

Borða dýrin?

Samkvæmt hefðbundinni málnotkun og máltilfinningu borðar maðurinn en önnur dýr éta. Misskilningur á þessu hefur oft komið fram í spurningum til okkar og virðist vera að færast í vöxt. Því viljum við minna sérstaklega á þetta hér. Það er einungis maðurinn sem borðar, samkvæmt máltilfinningu okkar. Þó má að sjál...

Nánar

Hvar á tunglinu lenti Apollo 11?

Fyrsta tungllendingin fór fram á Kyrrðarhafinu (e. Sea of Tranquility) á 00,67408 breiddargráðu norður og 23,47297 lengdargráðu austur. Staðurinn er merktur inn á myndirnar hér neðar í svarinu. Kyrrðarhafið var sérstaklega valið því það er fremur slétt svæði. Á því eru hins vegar tiltölulega margir gígar og...

Nánar

Vitið þið um einhverja vefi um dýralíf í Sýrlandi?

Dýralíf í Mið-Austurlöndum má muna sinn fífil fegurri enda hafa þurrkar og uppblástur leikið svæðið grátt, auk þess sem rányrkja mannsins hefur verið stunduð þar í þúsundir ára. Þegar heimildir um dýralíf á tímum Krists eru lesnar sést hversu miklar breytingar hafa orðið á dýralífi Mið-Austulanda fram til okkar da...

Nánar

Hvernig verkar Drake-jafnan?

Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:Ef sannað er að líf hafi til dæmis þrifist á Mars, hve miklar líkur eru á því að líf sé að finna í öðrum sólkerfum? (Árni Arent)Hvað eru til mörg sólkerfi sem eru lík okkar og hverjar eru líkurnar á því að það sé pláneta alveg eins og okkar þarna úti? (Sigurður Jón Sigu...

Nánar

Hvar var Ferdinand de Saussure og hvert var hans framlag til málvísinda?

Æviágrip Svissneski málfræðingurinn Ferdinand de Saussure fæddist 26. nóvember árið 1857 í borginni Genf í Sviss og lést þar 22. febrúar árið 1913. Faðir hans var náttúruvísindamaður og þegar Saussure hóf háskólanám í Genf 1875 lagði hann fyrst stund á efnafræði og eðlisfræði, en sótti einnig fyrirlestra í latínu...

Nánar

Hvers konar markaðir eru votmarkaðir í Kína?

Svokallaðir „votmarkaðir“ hafa oft verið nefndir í tengslum við uppruna COVID-19-kórónuveirufaraldursins í Wuhan í Kína. Heiti þetta virðist hafa fyrst komið fram á ensku sem „wet markets“ og vísar aðallega til þess að gólf á slíkum mörkuðum eru að öllu jöfnu vot. Um er að ræða hefðbundna matarmarkaði þar sem sala...

Nánar

Hvað er fiskeldi?

Fiskeldi, stundum kallað sjávardýraeldi er hvers kyns ræktun á sjávar og ferskvatns dýrum. Ræktun sjávardýra á borð við karpa á sér mjög langa sögu. Forn kínversk handrit sem talin hafa verið skrifuð á 5 öld f.Kr. sýna fram á að Kínverjar hafi ræktað vatnakarpa víða við austurströnd Kína. Mun eldri heimildir e...

Nánar

Hvað er marxismi?

Marxismi er hugmyndastefna á sviði stjórnmála, hagfræði og fleiri fræðigreina sem kennd er við Karl Marx og vísar beint eða óbeint til verka hans. Talsverð fjölbreytni er meðal þess fræða- og baráttufólks sem kennir sig við marxisma en allt á það sameiginlegt að vera gagnrýnið á kapítalisma og vilja annars konar h...

Nánar

Fleiri niðurstöður