Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 472 svör fundust

Af hverju dóu ekki öll dýr þegar risaeðlurnar dóu út?

Nokkrum sinnum í sögu lífsins á jörðinni hafa orðið meiriháttar hamfarir sem leiddu til þess að mikill meirihluti (yfir 90%) tegunda sem þá voru uppi dóu út. Auðvitað er hægt að hugsa sér svo miklar náttúruhamfarir að allt líf deyi, en það hefur ekki gerst í veruleikanum. Við eigum svör á Vísindavefnum um hamf...

Nánar

Hvað er loft?

Þegar við tölum um loft eigum við vanalega um lofthjúpinn sem er þunnt gaslag sem umlykur jörðina. Lofthjúpurinn er að mestu úr nitri og súrefni en einnig úr öðrum gastegundum. Hann varð líklega til á löngum tíma úr gosgufum frá eldfjöllum og það sama á reyndar við um hafið, eins og lesa má um í svari Sigurðar Ste...

Nánar

Getur jörðin verið svarthvít þó við sjáum hana í litum?

Þessi spurning leynir svolítið á sér. Sjónskyn mannanna er með því besta sem gerist í náttúrunni. Þegar við sjáum hlut í litum þá hefur hann í reynd þessa liti sem við sjáum; við getum til dæmis sannfært okkur um það með mælingum á litrófi endurkastaða ljóssins sem fæst þegar hvítt ljós skín á hlutinn. Og ef við g...

Nánar

Hvers vegna er stundum kalt og stundum heitt?

Hitabreytingar kringum okkur verða af margvíslegum ástæðum. Þegar ég skrúfa frá ofninum hitnar smám saman hérna inni og ef ég skrúfa fyrir þá kólnar. Ég get líka opnað gluggann og þá kólnar inni ef ég er á Íslandi þar sem er nær alltaf kaldara úti en inni. Ég get líka fært mig til hérna inni, til dæmis ýmist nær o...

Nánar

Hvað yrði köngulóarvefur sem næði kringum jörðina þungur?

Til eru margar tegundir af köngulóm og því er ekki þess að vænta að vefur þeirra sé allur eins. Sjálfsagt er það ein ástæðan til þess að heimildum ber ekki alveg saman um þessa hluti. En með þetta í huga verður hér aðeins gefin gróf hugmynd eða dæmi um massa köngulóarvefs. Slíkt er raunar oft gert í vísindum, ...

Nánar

Hvers vegna hafið þið alltaf lítið j í jörðinni okkar?

Þessi spurning er sennilega til komin fyrir áhrif frá ensku ritmáli þar sem siður er að skrifa the Earth, the Moon og the Sun þegar átt er við jörðina okkar, tunglið sem fylgir henni og sólina sem er í miðju sólkerfisins og ræður svo miklu hjá okkur á jörðinni. En hér þarf að hafa í huga að hástafir eru miklu ...

Nánar

Er hægt að framleiða rafmagn með grænmeti eða ávöxtum?

Þegar lífrænt efni, til dæmis grænmeti eða ávextir, rotnar við súrefnissnauðar aðstæður myndast metan (CH4). Metan má nota sem ökutækjaeldsneyti og til raforkuframleiðslu. Því er ljóst að svarið við spurningunni er já. Með hjálp vissra gerla má vinna metan úr grænmeti og ávöxtum sem síðan er hægt að nota til að fr...

Nánar

Hver er munurinn á jarðfræði og jarðeðlisfræði?

Einfaldast er að segja, að munurinn liggi í aðferðinni við könnun jarðarinnar: jarðfræðin beitir aðferðum jarðfræðinnar en jarðeðlisfræðin aðferðum eðlisfræðinnar. Á skjaldarmerki (lógó) alþjóðasambands jarðfræðinga er ritað „mente et malleo“ - með huga og hamri. Við þetta einfalda vopnabúr, skynsemina og jarðfræ...

Nánar

Hvernig myndaðist jörðin?

Jörðin varð til fyrir 4500 milljón árum úr risavöxnum gasskýi sem myndaði sólina og sólkerfið í heild sinni, eins og fram kemur í svari við sömu spurningu hér. Á Vísindavefnum er að finna fjölmörg önnur svör um jörðina, sólina og sólkerfið, meðal annars: Hvernig varð sólin til?Hver er jörðin?Hvers vegna snýs...

Nánar

Er það rétt að sólin eigi eftir að sprengja jörðina?

Eins og kemur fram í öðru svari hér er sólin um 5 milljarða ára gömul og talið er að æviskeið hennar sé um það bil hálfnað. Ekki er því ástæða til að ætla að við þurfum að hafa áhyggjur af eyðingu lífs á jörðinni í bráð. Undanfarna mánuði hefur hins vegar sú kviksaga gengið á veraldarvefnum að sólin muni spring...

Nánar

Snýst tunglið um möndul sinn eða ekki?

Spurningin í heild var sem hér segir: Nú hef ég heyrt að tunglið snúi alltaf sömu hlið að jörðinni, þ.e. snúist ekki um möndul sinn. Einnig hef ég heyrt að einn sólarhringur á tunglinu sé 29 dagar, sem þýðir að tunglið snýst um möndul sinn. Getur verið að sú saga hafi komist á kreik að tunglið sneri alltaf sömu h...

Nánar

Fleiri niðurstöður