Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 81 svör fundust

Getið þið sagt mér eitthvað um blóðskömm fyrr á öldum?

Orðið blóðskömm kann að þykja framandlegt, enda hefur það ekki verið notað lengi. Áður náði merking þess yfir bannað og refsivert samræði fólks innan einnar og sömu fjölskyldu (fyrir utan hjón vitaskuld). Orðið kemur fyrst fyrir í Biblíu Guðbrands biskups Þorlákssonar frá árinu 1584 og jafngildi orðinu incestus á ...

Nánar

Var Ingólfur Arnarson til í alvörunni?

Um 1940 voru dásamlegir tímar í íslenskri miðaldasagnfræði, fræðimenn trúðu flestum Íslendingasögunum eins og nýju neti um menn og málefni 10. aldar en þeirri dýrð lauk um 1950. Því olli líklega einkum að bókfestukenningin svonefnda hafði skotið rótum. Hún nefndist öðru nafni íslenski skólinn og samkvæmt henni vor...

Nánar

Hver var Voltaire og hver var framlag hans til heimspekinnar?

François-Marie Arouet er betur þekktur undir höfundarnafni sínu, Voltaire. Á fyrri hluta átjándu aldar tengdi fólk nafnið fyrst og fremst við ljóð- og leikritaskáldið sem var í senn erkióvinur og uppáhald franskrar hirðar, en í dag er hans frekar minnst fyrir sagnfræði- og heimspekileg ritverk sín. Mörg verka hans...

Nánar

Geta veirur verið óvinir manna?

Öll spurningin var: Hvað hefur heimspekin að segja um hugtakið óvinur? Geta veirur verið óvinir manna? Innan heimspeki er að finna aldalanga hefð fyrir umfjöllun um vináttu, til að mynda hafa meira en tveggja árþúsunda gamlar hugmyndir Aristótelesar (384–322 f.Kr.) um vináttu orðið mörgum að viðfangsefni. M...

Nánar

Hvað er hægt að segja um líkindi í svokölluðum þriggja skelja leik?

Upphafleg spurning var:Hvers vegna haldast líkurnar 1/3 að maður velji rétta skel þegar stjórnandi í svokölluðum þriggja skelja leik lyftir upp annarri af þeim tveimur skeljum sem kúlan er ekki undir og leyfir manni að giska á þær tvær sem eftir eru. Breytir það þá ekki líkunum í 1/2 þó að stjórnandi viti alltaf u...

Nánar

Hvað einkennir fornaldarsögur?

Eitt helsta einkenni fornaldarsagna er tenging þeirra við fortíðina, hina óræðu „fornöld“, sem markast af baklægum efnivið þeirra um leið og hún mótar grundvöll – ásamt öðrum einkennum – að því sem kalla mætti sjálfstæða grein bókmennta eða tegund. Fortíðin er að vísu misfjarlæg og nær allt frá átakatímum evrópskr...

Nánar

Hver er uppruni og bygging pólsku?

Pólska er slavneskt mál, nánar tiltekið vesturslavneskt mál. Slavnesk mál tilheyra indóevrópsku málaættinni og eru því skyld germönskum, rómönskum, keltneskum og mörgum fleiri málum. Þau greinast í austur-, vestur- og suðurslavnesk mál. Austurslavnesk eru: rússneska, úkraínska og hvítrússneska. Vesturslav...

Nánar

Hvað er tónlist?

Flest eigum við ekki í vandræðum með að þekkja tónlist þegar við heyrum hana. Vissulega kemur það fyrir að einhver hljóð sem sumir kunna að meta séu lítils metin af einhverjum öðrum sem segja þá að þetta kalli þeir nú ekki tónlist og að þetta séu jafnvel bara einhver óhljóð. En oftast er það nokkurn veginn á hrein...

Nánar

Hvers konar rit er Heimskringla?

Heimskringla er konungasaga en meira er fjallað um þær í svörum eftir sama höfund við spurningunum Hvers vegna tóku Íslendingar upp á því að skrifa konungasögur og um hvað fjalla helstu sögurnar? og Hvers konar konungasaga er Fagurskinna? og er lesendum bent á að kynna sér þau svör einnig. Í kjölfar Morkinskinn...

Nánar

Hvað eru kirkjugrið og hafa þau eitthvað gildi á Íslandi nú á dögum?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Nákvæmlega hvað eru "kirkjugrið" og hafa þau eitthvað gildi á Íslandi nú á dögum? Á miðöldum var miðstjórnarvald veikt í öllum ríkjum Evrópu, löggæslu var heldur ekki fyrir að fara og ekki var búið að framselja ríkisvaldinu einu umboð til að beita líkamlegu valdi ei...

Nánar

Hvaða máli skipti þróunarkenning Darwins fyrir þróun sálfræðinnar?

Þróunarkenning Darwins er um það hvernig samspil umhverfisaðstæðna og arfgengra eiginleika leiðir til þróunar dýrategunda. Grunnatriðið er þetta: Ef eiginleikar sem stuðla að auknum lífvænleika og frjósemi hjá lífveru og afkomendum hennar eru til í mismiklum mæli hjá einstaklingum innan tegundar og þeir erfast mil...

Nánar

Hvaða rök liggja á bakvið bann á mannáti?

Fá viðmið eru eins geirnegld í siðferðislíf okkar og bannið við að leggja sér manneskjur til munns. Listir og dægurmenning hafa lengi nýtt sér þetta viðhorf til að skapa eftirminnilegar en um leið viðurstyggilegar persónur. Persóna Hannibals Lecter sem margir muna eftir er til dæmis sérlega ógeðfelld. Óviðjafnanle...

Nánar

Hvernig skrifar maður bók?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvernig skrifar maður bók? Er einhver ein leið til, með punkta og þess háttar, eða er það bara 1. kafli og svo framvegis? Getið þið bent mér á eina góða leið? Rithöfundar segja oft að þeir þurfi að finna upp hjólið í hvert skipti sem þeir skrifa nýja bók, sama hve mikla rey...

Nánar

Fleiri niðurstöður