Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 874 svör fundust

Hvað eru margir menn búnir að fara til tunglsins?

Um fjölda tunglfara er hægt að lesa í svari á Vísindavefnum við spurningunni: Hvað hafa margir menn farið til tunglsins og hvernig líta þeir út? Þar kemur fram að alls hafa tólf menn komið til tunglsins og tíu til viðbótar komist á braut um það. Allir fóru þeir á vegum bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA. F...

Nánar

Hversu þykk er jarðskorpan?

Ysti hluti jarðarinnar kallast jarðskorpa. Þykkt hennar er á bilinu 6-40 km, eftir stöðum á jörðinni. Meðalþykkt hennar er um 17 km sem er um það bil 0,2% af geisla (radíus) jarðar sem er 6370 km. Mynd sem sýnir gerð jarðarinnar með tölum til hliðsjónar Í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hver er me...

Nánar

Hvernig varð fyrsti maðurinn til?

Einfalt svar við þessari spurningu er að það var aldrei til neinn fyrsti maður! Tegundir þróast mjög hægt og þess vegna hefði aldrei verið hægt að benda á einhvern tiltekinn mann og segja að hann hefði verið fyrsti maðurinn. Hér má bera saman höfuðkúpur simpansa (lengst til vinstri), hins upprétta manns (Hom...

Nánar

Er „Eimskipafélag Íslands, óskabarn þjóðarinnar“ málsháttur?

Orðið málsháttur er þannig skýrt: ‛orðskviður, spakmæli’. Oft er um fleyg orð að ræða sem lögð eru í munn einhverjum, sem ekki er endilega þekktur lengur, eða fengin eru úr einhverri sögu. Oftast er um heilar setningar að ræða. Dæmi um málshátt er „Oft eru flögð undir fögru skinni“, sem sóttur er til Eyrbygg...

Nánar

Hvað gerist í líkamanum þegar maður fær marbletti?

Við fáum marbletti ef högg sem lendir á líkamanum nær til mjúku vefjanna sem eru undir húðinni. Það sem gerist þá er að litlar bláæðar og háræðar undir húðinni rofna og blóð lekur úr þeim. Í kjölfarið safnast rauðkorn fyrir undir húðinni og við sjáum þau sem blá, fjólublá, rauð eða svört nálægt þeim stað sem höggi...

Nánar

Hvað eru til margir menn og konur í heiminum?

Á síðu Manntalsskrifstofu Bandaríkjanna er teljari sem sýnir áætlaðan mannfjölda í heiminum. Þar kemur fram að þegar þetta svar er endurskoðað (28. júní 2019) er áætlaður mannfjöldi í heiminum:7.581.592.200eða rétt rúmur sjö og hálfur milljarður. Okkur er ekki kunnugt um síðu á vefnum þar sem konur og karlar ...

Nánar

Hvernig verða jarðskjálftar til?

Jarðskorpan er ysta lag jarðarinnar. Margir flekar mynda hana og þeir hreyfast hver miðað við annan. Flekarnir geta nuddast saman á hliðunum, þeir geta ýst hvor frá öðrum og þeir geta líka farið hver undir annan. Allar þessar hreyfingar flekanna byggja upp spennu sem síðan losnar og þá verða jarðskjálftar. ...

Nánar

Af hverju byggjast tölvur upp á 1 og 0?

Aðalástæðan fyrir því að tölvur byggjast upp á tvíundakerfinu er tæknileg. Í mjög einfölduðu máli er það vegna þess að auðvelt er að greina á milli þess hvort það sé straumur í straumrásum tölvunnar (táknað 1) eða enginn straumur (táknað 0). Ef framleiða ætti tölvu sem ynni jafneðlilega í tugakerfinu þyrfti að gre...

Nánar

Hvernig myndast jarðvarmi?

Guðmundur Pálmason fjallar um jarðhita og jarðvarma í svari við spurningunni Hvað er jarðhiti? Þar kemur fram að orðið jarðhiti í bókstaflegri merkingu sé sá hiti í jörðinni sem er umfram þann hita er ríkir við yfirborð jarðar. Á seinni árum hafi merking orðsins þó þrengst nokkuð og er það nú fyrst og fremst notað...

Nánar

Hvernig virka ormagöng?

Ormagöng eru fræðileg fyrirbæri sem ekki hafa fundist í náttúrunni. Hugmyndin um þau kom upp í tengslum við útleggingar á almennu afstæðiskenningunni Með ormagöngum er yfirleitt átt við tengingu á milli tveggja staða í okkar alheimi. Með því að fara inn um annan endann, sem væri svarthol, mætti hugsanlega koma ...

Nánar

Hvers konar hljóð gefur minkurinn frá sér?

Minkurinn gefur að jafnaði ekki frá sér mikið af hljóðum en þegar hann er æstur, hræddur eða kvalinn getur hann gefið frá sér eftirtalin hljóð: Hvæs: stutt og kraftlítið hljóð sem aðallega karldýr gefa frá sér þegar þeim er ógnað. Hvæsið er um 0,8 sekúndur að lengd og tíðni þess er 0,6 kHz. Öskur: flókið, misla...

Nánar

Hvaða enda er átt við þegar menn „ná ekki endum saman“?

Orðasamböndin að ná endum saman og láta enda ná saman eru einkum notuð um að láta tekjur og gjöld vera jöfn en einnig um að láta birgðir endast fram að næstu sendingu. Uppruninn er erlendur. Í dönsku er talað um at få enderne til at mødes og få enderne til at nå sammen þegar leysa þarf vandamál, einkum um að láta ...

Nánar

Fleiri niðurstöður