Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 339 svör fundust

Geta skráðar siðareglur skapað traust?

Spurningar um traust koma reglulega upp þegar málefni samfélagsins eru rædd. Nýlega hafa til dæmis birst kannanir sem varpa ljósi á þverrandi traust til mikilvægra stofnana í samfélaginu, ásakanir um afglapahátt í viðskiptalífinu hafa dregið hugtakið fram og stjórnmálamenn hafa verið ásakaðir um að bregðast traust...

Nánar

Um vefinn

Vísindavefurinn Dunhaga 5, 107 Reykjavík Netfang: visindavefur[hjá]hi.is Sími: 525 4765 Ritstjóri: Jón Gunnar Þorsteinsson, bókmenntafræðingur (jongth[hjá]hi.is) Verkefnastjóri: Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir, landfræðingur (emilia[hjá]hi.is) ...

Nánar

Hver á hálendi Íslands og hvers vegna?

Hálendi Íslands er ekki hugtak sem skilgreint er í lögum. Gert er ráð fyrir því að spyrjandi eigi við um það landsvæði á Íslandi sem ekki er innan einkaeignarlanda neinna einstaklinga eða félaga. Sé hálendið skilgreint þannig þá er svarið eftirfarandi: Samkvæmt 2. gr. laga nr. 58/1998 um þjóðlendur og ákvörðun ...

Nánar

Vinna sálfræðingar eingöngu við meðferð?

Sálfræði er fjölmennust þeirra greina sem kenndar eru innan Félagsvísindadeildar Háskóla Íslands. Sálfræði er sívaxandi grein sem meðal annars má sjá á stöðugri fjölgun nemenda milli ára og sífellt aukinni eftirspurn í atvinnulífinu eftir starfsfólki með sálfræðimenntun. Algengur misskilningur er að sálfræði sn...

Nánar

Hvers konar gor er í gormánuði?

Með orðinu gor er átt við hálfmelta fæðu í innyflum dýra, einkum jórturdýra. Þetta er gamalt samgermanskt orð, samanber færeysku gor ‛þarmasaur’, sænsku gårr, gorr í sömu merkingu, nýnorsku gor ‛innyflasaur; fiskslóg’, fornensku gor ‛mykja’ og fornháþýsku gor ‛mykja, mýrarfen’. Gormánuður e...

Nánar

Vísindavefur Háskóla Íslands hlýtur viðurkenningu Íslenskrar málnefndar

Vísindavefurinn hlaut viðurkenningu Íslenskrar málnefndar fyrir vel unnin störf á sviði málræktar á Málræktarþingi sem fram fór í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins 26. september. Íslensk málnefnd hefur starfað í 55 ár og hefur það hlutverk að veita stjórnvöldum ráðgjöf um málefni íslenskrar tungu á fræðilegum g...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Ásta Heiðrún Pétursdóttir rannsakað?

Ásta Heiðrún Elísabet Pétursdóttir er doktor í efnagreiningum og vinnur sem sérfræðingur hjá Matís. Rannsóknir Ástu snúa að snefilefnum, sér í lagi að formgreiningu arsens. Frumefnið arsen finnst á mismunandi efnaformum sem eru oft flokkuð í lífræn efnasambönd (tengd kolefni) og ólífræn efnasambönd. Greining mismu...

Nánar

Er eitthvað að marka áhugasviðspróf?

"Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór?" Flestir, ef ekki allir, hafa einhvern tímann fengið þessa spurningu en oft vefst svarið fyrir fólki. Áhugasviðspróf eru gerð til þess að hjálpa fólki að svara þessari mjög svo mikilvægu spurningu. Þau eru notað víða, sérstaklega hjá námsráðgjöfum grunnskóla, framhal...

Nánar

Hvað er leiðréttur og óleiðréttur launamunur?

Þegar laun eða tekjur mismunandi hópa eru bornar saman er iðulega rætt um skýrðan og óskýrðan launamun, eða leiðréttan og óleiðréttan launamun. Þá er verið að vísa til þess að ýmsar skýringar kunna að vera á því að meðallaun hópa eru mismunandi. Skýrður launamunur er þá sá munur sem skýra má með þekktum og viðurke...

Nánar

Hvað hefur vísindamaðurinn Anna Sigríður Ólafsdóttir rannsakað?

Anna Sigríður Ólafsdóttir er prófessor í næringarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknir Önnu Sigríðar eru á sviði næringar, heilsu og lífshátta. Heilsuhegðun og þyngdarstjórnun eru meðal viðfangsefna þar sem horft er til heilsueflingar, forvarna og meðferðar. Rannsóknir Önnu Sigríðar hafa eink...

Nánar

Hver var Joseph A. Schumpeter og hvaða áhrif hafði hann á hagfræðina?

Joseph Alois Schumpeter (1883-1950) er einn merkasti hagfræðingur 20. aldar. Hann fæddist í borginni Třešť sem nú er í Tékklandi en tilheyrði þá Austurísk-Ungverska keisaradæminu en foreldrar hans voru Þjóðverjar. Hann nam lögfræði í Vínarháskóla undir leiðsögn Eugen von Böhm-Bawerk og lauk doktorsprófi ...

Nánar

Hvaða rannsóknir hefur Atli Harðarson stundað?

Atli Harðarson (f. 1960) lauk BA-prófi í bókmenntafræði og heimspeki við Háskóla Íslands 1982 og MA-prófi í heimspeki frá Brown-háskólanum í Bandaríkjunum 1984. Eftir það starfaði hann sem kennari og síðar stjórnandi við framhaldsskóla til ársins 2014 þegar hann hóf störf sem lektor við Menntavísindasvið Háskóla Í...

Nánar

Hvað er innkirtlakerfi?

Innkirtlakerfi er eitt af líffærakerfum mannslíkamans. Það samanstendur af svokölluðum innkirtlum (e. endocrine glands) en það eru kirtlar sem seyta afurðum sínum út í millifrumuvökva fyrir utan þá og þaðan flæða þær í blóðrásina. Opnir kirtlar eða útkirtlar (e. exocrine glands) seyta sínum afurðum aftur á móti út...

Nánar

Eru einhver lög í gildi um hvenær og hvernig nota megi börn í auglýsingum?

Í samkeppnislögum er fjallað um auglýsingar. Í 22. gr. laganna kemur eftirfarandi fram:Komi börn fram í auglýsingum skal þess gætt að sýna hvorki né lýsa hættulegu atferli eða atvikum er leitt geti til þess að þau eða önnur börn komist í hættu eða geri það sem óheimilt er. Af þessu er ljóst að ekki má láta börn fr...

Nánar

Fleiri niðurstöður