Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 174 svör fundust

Er hægt að færa rök fyrir því að rökræður séu tilgangslausar?

Stutta svarið er, já, svo sannarlega. Það er auðvelt að færa gild rök fyrir staðhæfingum sem eru augljóslega ósannar. Tökum einfalt dæmi:1. Ef Salka Valka er á lífi þá er hún í felum.2. Salka Valka er á lífi.3. Salka Valka er í felum. Í þessari rökfærslu eru forsendurnar 1 og 2 og niðurstaðan 3. Rökfærslur eru ...

Nánar

Hver er munurinn á daggarmarksmælingu og venjulegri hitamælingu?

Daggarmark er sá hiti sem lækka þarf loft niður í við óbreyttan þrýsting og óbreytt rakainnihald til að rakinn í loftinu þéttist. Ýmsar leiðir eru til að mæla raka í lofti og felst ein þeirra í að mæla hita á blautri dulu sem vafin er um kvikasilfurskúlu hefðbundins hitamælis. Sé loftið ekki mettað gufar vatn u...

Nánar

Hver var upprunalegur tilgangur Netsins?

Uppruni Internetsins hefur stundum verið rakinn til kalda stríðsins og kjarnorkuvárinnar. Sagan segir að þegar líða tók á kalda stríðið hafi bandarísk hermálayfirvöld smám saman áttað sig á því að þau mundu eiga í erfiðleikum með að svara árás ef miðlægt tölvukerfi þeirra yrði eyðilagt í fyrstu sprengju í kjarnork...

Nánar

Hvað þýðir @ og hvers vegna er það notað í tölvupóstföngum?

@ er á ensku lesið 'at' og á íslensku hefur bæði verið stungið upp á þýðingunum 'á' eða 'á-merki', 'hjá' og 'að'. Uppruni táknsins er úr bókhaldi. Það var og er sett á reikninga og þýðir 'á', dæmi: 300 stk @ 5 krónur stk. Í þessu samhengi er táknið lesið sem 'at' á ensku og trúlega hefur það stuðlað að því að þ...

Nánar

Gerðu Rómverjar heilaskurðaðgerðir á fólki?

Í stuttu máli er svarið nei, þeir gerðu ekki eiginlegar heilaskurðaðgerðir á fólki eins og við þekkjum þær í dag. Á hinn bóginn gerðu Rómverjar og Forngrikkir á undan þeim aðgerðir á höfði, þar á meðal aðgerðir þar sem gat var borað á höfuðkúpu sjúklings, án þess þó að krukka í heilanum sjálfum. Tilgangur slíkra a...

Nánar

Hvað getur Internetið unnið hratt á sekúndu?

Eins og fram kemur í svari Eyju Margrétar Brynjarsdóttur við spurningunni 'Hvað þýðir www?', er Internetið tölvunet sem sett er saman úr minni einingum. Þessar einingar eru til dæmis nafnaþjónar, vefþjónar og almennar notendatölvur. Með þetta í huga má sjá að erfitt er að tala um vinnsluhraða Internetsins, á sa...

Nánar

Hvað er þetta?

Orðið þetta er ábendingarfornafn. Tilgangur þess er að benda á hlut eða fyrirbæri og merkingin hverju sinni ræðst af samhenginu. Eins og orðið núna sem fjallað er nánar um í þessu svari er orðið þetta svokallað ábendingarorð. Merking ábendingarorða ræðst af samhengi og aðstæðum hverju sinni. Ef ég segi "Sjáðu þ...

Nánar

Til hvers er botnlanginn?

Botnlanginn er hol tota sem gengur út frá botnristlinum. Hlutverk hans eða tilgangur í mönnum er mjög á huldu. Til dæmis virðist unnt að fjarlægja hann hvenær sem er á ævinni án þess að það hafi nein sýnileg áhrif. Hins vegar gegnir botnlanginn mikilvægu hlutverki í ýmsum dýrum. Talið er að botnlangi í mönnum sé l...

Nánar

Ef ekkert líf er á Júpíter, hvaða tilgangi getur hann þá þjónað?

Orðið tilgangur felur í sér vísun til geranda sem hefur vilja; við tölum um að eitthvað hafi tilgang fyrir einhvern. Raunvísindamenn nú á dögum gera ekki ráð fyrir slíkum geranda og því er þeim ekki tamt að taka svona til orða. Menn gera til dæmis ekki ráð fyrir því að fyrirbæri geimsins hafi einhvern sérstakan ti...

Nánar

Af hverju segjum við halló þegar við svörum í símann?

Málvísindamenn nota stundum svonefnd boðskiptalíkön til að útskýra og greina hvernig boðskipti eiga sér stað milli manna. Einfölduð mynd af þannig líkani gæti litið svona út:sendandi --> boð --> viðtakandiÞað er að segja sendandi sendir boð til einhvers viðtakanda. Boðskipti geta verið af ýmsu tagi. Hér eru nokkur...

Nánar

Hvers vegna er http:// á undan öllum vefslóðum?

HTTP stendur fyrir Hyper Text Transfer Protocol, eða samskiptastaðall til flutnings á texta. Þegar http:// stendur framan við slóð er viðtakandi slóðarinnar – netþjónninn sem tölva notandans er tengd við – látin vita að nú fari fram gagnaflutningar samkvæmt þessum staðli. Annar mögulegur staðall er FTP, File Trans...

Nánar

Hvernig verkar kaupmáli milli hjóna?

Kaupmáli er heiti á ákveðnu formi samnings sem hjón geta gert sín á milli þegar þau ganga í hjónaband eða síðar. Tilgangur kaupmála er að búa til það sem á lagamáli kallast séreign en það er eign sem annað hvort hjóna á og tilheyrir ekki félagsbúi þeirra. Séreignin er undanþegin skiptum ef til skilnaðar kemur. Meg...

Nánar

Fleiri niðurstöður