Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 213 svör fundust

Hversu oft er fullt tungl í mánuði?

Tunglið er að jafnaði fullt einu sinni í hverjum almanaksmánuði í tímatali okkar. Upplýsingar um tímasetningu á fullu tungli má finna til dæmis í Almanaki Háskóla Íslands, miðað við staðartíma hér á landi. Umferðartími tunglsins um jörðina miðað við sólina, það er tíminn sem líður til dæmis frá því tunglið er f...

Nánar

Hver var verðbólgan árið 1983?

Árið 1983 voru ýmis Íslandsmet í verðbólgu slegin og höfðu Íslendingar þó ýmsu vanist í verðlagsmálum áður. Ef við miðum við vísitölu neysluverðs, sem þá hét vísitala framfærslukostnaðar, varð verðbólgan mest frá febrúar til mars það ár en vísitalan hækkaði um 10,3% milli þessara tveggja mánaða. Það samsvarar 225%...

Nánar

Hvernig breyti ég tommum í millímetra?

Ein tomma er nákvæmlega 2,54 cm eða 25,4 mm. Til að breyta tommum í millímetra þarf sem sagt að margfalda með þeirri tölu. Tólf tommur jafngilda einu feti sem aftur er jafnt 30,48 cm. Svona upplýsingar er auðvelt að nálgast, bæði á veraldarvef og í handbókum ýmiss konar. Heimild: Benson, Harris, 1996. Uni...

Nánar

Af hverju eru pylsur seldar 10 saman í pakka en pylsubrauð bara 8?

Þetta er um margt áhugaverð spurning en áður en hafist er handa við að svara henni er rétt að benda á að fullyrðingin sem spurningin byggir á er röng, að minnsta kosti ef miðað er við Ísland. Þetta er einfalt að sjá með því að fara í næstu nýlenduvöruverslun og skoða þar framboð á pylsum og pylsubrauðum. Svarandi ...

Nánar

Hvað er 12 marka barn þungt? Hvað er ein mörk mikið?

Mörkin sem notuð er um þyngd eða öllu heldur massa barna er 250 g eða fjórðungur úr kílógrammi. Tólf marka barn er því 3 kg. Sjá einnig svör okkar við eftirtöldum spurningum: Er massi hlutar ekki sama og þyngd hans? Tryggvi Þorgeirsson og Þorsteinn Vilhjálmsson Hver er kjörþyngd 13 ára drengs? Björn Si...

Nánar

Gáta: Hvernig má finna hvaða kúla er ekki jafnþung og hinar?

Við höfum tólf billjarðskúlur sem allar líta nákvæmlega eins út. Ellefu þeirra eru jafn þungar en ein sker sig úr. Sú er annað hvort léttari eða þyngri en hinar. Hvernig má finna út með ókvarðaðri jafnvægisvog hvaða kúla hefur aðra þyngd en hinar ásamt því að segja til um hvort hún sé léttari eða þyngri, ef við...

Nánar

Hvaða Evrópulönd hafa tekið upp evruna?

Í svari við Gylfa Magnússonar við spurningunni Er hægt að nota allar evrur í öllum ríkjum Evrópusambandsins? segir:Þegar þetta er skrifað, í júní 2003, hafa tólf lönd af fimmtán í Evrópusambandinu tekið upp evrur en Danir og Svíar halda enn í krónurnar sínar og Bretar í pundin. Löndin sem gefa út evrur eru því Fin...

Nánar

Hversu margir alþingismenn voru á hinu forna Alþingi?

Ekki er vitað nákvæmlega hvernig Alþingi á Þingvöllum þróaðist áður en ritöld hófst, kristni var lögtekin og skriflegar heimildir um þingið urðu til. En helsta heimild okkar um skipulag Alþingis á þjóðveldisöld er lögbókin Grágás. Varðveitt handrit hennar eru ekki skráð fyrr en á síðustu áratugum þjóðveldisins, og...

Nánar

Hvað getur þú sagt mér um Felix Mendelssohn?

Felix Mendelssohn (1809-47) var eitt mesta undrabarn tónlistarsögunnar. Hann samdi ótrúlegt magn tónverka á unga aldri, sextán ára hafði hann til dæmis samið fjórtán sinfóníur fyrir strengi og eina fyrir fullskipaða sinfóníuhljómsveit. Mendelssohn var af einni auðugustu gyðingaætt Berlínar. Moses afi hans var meða...

Nánar

Hve margir hafa farið til tunglsins?

Alls hafa tólf menn komið til tunglsins og tíu til viðbótar komist á braut um það. Allir fóru þeir á vegum bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA. Menn stigu í fyrsta skipti á tunglið þann 20. júlí 1969 en það voru þeir Neil Armstrong og Edwin „Buzz“ Aldrin. Þeir voru í um 2 ½ klukkustund á tunglinu. Næstu...

Nánar

Er sumar í Ástralíu þegar við höldum upp á jólin?

Árið skiptist í árstíðir vegna möndulhalla jarðar. Án þessa halla væri enginn hitamunur á vetri og sumri. Auk þess væru dagur og nótt tólf tímar allt árið um kring alls staðar á jörðinni. Þegar norðurhvel jarðar hallar að sólinni þá er sumar þar en vetur á suðurhveli. Á sama hátt er sumar á suðurhveli þegar það ha...

Nánar

Hvað eru fet og tommur langar? En hvað er pund þungt?

Eins og fram kemur í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni 'Hvað er danskt fet margir sentímetrar?' er bresk-bandarískt tomma 2,54 cm. Þar kemur einnig fram að í feti séu tólf tommur og er það því 30,5 cm. Pundið er um 0,45 kg. Hér er síða þar sem auðveldlega má breyta milli ýmissa eininga, til dæmis ...

Nánar

Er það satt að bandaríski seðlabankinn sé einkarekinn?

Nei, bandaríski seðlabankinn (Federal Reserve Bank) er ríkisstofnun, líkt og almennt tíðkast með seðlabanka. Æðstu stjórnendur bankans eru tilnefndir af forsetanum og tilnefningin staðfest af öldungadeildinni. Höfuðstöðvar bandaríska seðlabankans. Það er hins vegar rétt að hluta af starfsemi seðlabankans er...

Nánar

Fleiri niðurstöður