Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 92 svör fundust

Hvort eru ólífur ávextir eða grænmeti?

Ólífur (Olea europea) vaxa úr blómlegi á ólífutrjám og flokkast því sem ávextir. Upprunalega er ólífutréð frá svæðum við botn Miðjarðarhafs þar sem nú er Ísrael, Líbanon og Jórdanía og hefur ávöxtur þess verið notaður í þúsundir ára. Fyrir um 2.000 f. kr. komust Egyptar í kynni við ólífur og síðar Grikkir og er m...

Nánar

Af hverju heita rúsínur þessu nafni?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Af hverju heita rúsínur þessu nafni en aðrir þurrkaðir ávextir eru bara kallaðir t.d. þurrkaðir banananar, þurrkuð jarðarber o.s.frv.? Orðið rúsína er tökuorð í íslensku yfir þurrkuð vínber. Elsta myndin er rúsín og kemur fyrir í Guðbrandsbiblíu 1584 (1Sam 25:18). Þá my...

Nánar

Hvað eru sumarávextir?

Sumarávextir eru einfaldlega ávextir sem eru áberandi yfir sumarið eða framboð þeirra mikið á þeim árstíma. Þetta eru tegundir eins og ferskjur, nektarínur, apríkósur, mangó, melónur og ber af ótal tegundum. Framboð á ýmsum öðrum tegundum getur verið bundið við fleiri en eina árstíð svo sem eplum og banönum enda e...

Nánar

Er óæskilegt að neyta samtímis ávaxta og grænmetis og þá hvers vegna?

Ekkert hefur komið fram sem rökstyður vísindalega að óæskilegt sé að neyta ávaxta og grænmetis samtímis. Reyndar er það svo að meltingarfæri mannsins eru hönnuð til að melta margvíslega fæðu samtímis og ættu því að geta melt grænmeti og ávexti samtímis, rétt eins og kjöt og kartöflur. Enn fremur eru grænmeti og áv...

Nánar

Hver er munurinn á ávöxtum og grænmeti?

Þessi orð eru notuð bæði í fræðilegu samhengi og í daglegu máli, og merkja þá ekki nákvæmlega hið sama. Í fræðimáli táknar orðið ávextir (fruit) það sem vex úr egglegi frævunnar á plöntunni en aðrir ætir hlutar hennar kallast grænmeti (vegetables). Í daglegu tali er tilhneigingin sú að það sem menn neyta án matrei...

Nánar

Hvort er tómatur ávöxtur eða grænmeti?

Í svari við spurningunni Hver er munurinn á ávöxtum og grænmeti? kemur skýrt fram að tómatar eru ávextir í fræðilegum skilningi. Þar segir meðal annars:Hin fræðilega skilgreining virðist vera á þann veg að til ávaxta teljist allar þær jurtaafurðir sem vaxið hafa úr egglegi (ovary) frævunnar á plöntu og umlykja fræ...

Nánar

Er hægt að framleiða rafmagn með grænmeti eða ávöxtum?

Þegar lífrænt efni, til dæmis grænmeti eða ávextir, rotnar við súrefnissnauðar aðstæður myndast metan (CH4). Metan má nota sem ökutækjaeldsneyti og til raforkuframleiðslu. Því er ljóst að svarið við spurningunni er já. Með hjálp vissra gerla má vinna metan úr grænmeti og ávöxtum sem síðan er hægt að nota til að fr...

Nánar

Úr hvaða ávexti eru rúsínur framleiddar?

Rúsínur eru þurrkuð vínber. Oftast eru notuð steinlaus vínber svo ekki verða steinar í rúsínunum. Vínber eru sæt af náttúrunnar hendi og rúsínur þess vegna líka. Þegar rúsínur eru þurrkaðar, til dæmis sólþurrkaðar, fer allt vatnið úr þeim. Þetta gerir þær krumpaðar. Ef þær eru svo geymdar lengi kristallast ...

Nánar

Hvaðan kemur orðið nýlenduvöruverslun?

Að baki orðsins nýlenduvöruverslun liggur danska orðið kolonialhandel, ‘verslun með vörur frá nýlendum’. Koloni í dönsku merkir ‘nýlenda’ og vörur, einkum ávextir og krydd og önnur matvara en einnig aðrar vörur, sem fluttar voru til Danmerkur frá nýlendunum voru nefndar kolonialvarer, það er ‘nýlenduvörur’. Dö...

Nánar

Hvað éta páfagaukar?

Páfagaukar fá fæðu sína að langmestu leyti úr jurtaríkinu, það geta verið fræ, hnetur, ávextir og jafnvel jurtirnar sjálfar. Tengst virðast vera á milli stærðar páfagaukanna og þeirrar fæðu sem þeir sækjast mest í. Stærri tegundir reiða sig meira á fræ en margar minni tegundir treysta meira á ávexti og blómasafa. ...

Nánar

Hvort er rabarbari grænmeti eða ávöxtur?

Rabarbari (Rheum rhabarbarum/Rheum x hybridum) er grænmeti frekar en ávöxtur þótt plantan sé aðallega notuð eins og ávöxtur. Í fræðimáli táknar orðið ávextir (e. fruit) það sem vex úr egglegi frævunnar á plöntunni en aðrir ætir hlutar hennar kallast grænmeti (e. vegetables) eins og fjallað er um í svari við spurni...

Nánar

Er D-vítamín í ávöxtum?

Öll spurningin hljóðaði svona: Er D-vítamín í ávöxtum? Ég er of há, með of mikið D-vítamín í blóðinu. Stutta svarið við spurningunni er einfaldlega nei. D-vítamín finnst ekki í ávöxtum. Upplýsingar um innihald næringarefna í matvælum eru víða aðgengilegar, meðal annars í næringarefnatöflum sem Matís teku...

Nánar

Fleiri niðurstöður