Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 106 svör fundust

Hvaða áhrif hefur nikótín á líkamann?

Nikótín telst til svokallaðra alkalóíða en það eru basísk lífræn efni sem finnast í plöntum. Nikótín finnst í blöðum tóbaksplöntunnar Nicotiana tabacum sem óx upphaflega í Ameríku en barst til Evrópu fyrir um 500 árum. Hreint nikótín var fyrst unnið úr tóbaki á fyrri hluta 19. aldar. Það er í fljótandi formi og ...

Nánar

Hver eru tengsl miltisstækkunar við hjarta- og æðasjúkdóma?

Miltað tilheyrir vessakerfi líkamans og er staðsett vinstra megin í kviðarholinu fyrir neðan rifbeinin. Það gegnir ýmsum hlutverkum og má lesa nánar um starfsemi þess í svari sama höfundar við spurningunni: Hvaða hlutverki gegnir miltað og er hægt að lifa án þess?. Hér sést vel hversu mikið miltað getur stækkað v...

Nánar

Eru til einhver eitruð spendýr?

Eina spendýrið sem staðfest er að framleiði eitur er breiðnefurinn (Ornithorhynchus anatinus) sem er afar sérstætt spendýr og sker sig mjög frá öðrum spendýrum jarðarinnar. Eins og önnur spendýr hefur breiðnefurinn jafnheitt blóð en hitastig þess er lægra en hjá öðrum ættum spendýra eða 25-30 °C. Það er að jafnaði...

Nánar

Er hægt að deyja úr hita?

Stutta svarið við þessari spurningu er já, það er hægt að deyja úr hita. Eðlilegur líkamshiti manna er nokkuð einstaklingsbundinn en í langflestum tilfellum er hann einhvers staðar á bilinu 36,0 - 37,6 °C hjá heilbrigðu fólki á aldrinum 18-40 ára. Líkamshitinn getur hækkað við áreynslu eða vegna hita í umhverfi...

Nánar

Af hverju fær maður höfuðverk?

Höfuðverkur er sennilega algengasta sjúkdómseinkenni sem við þekkjum. Oftast er hann fylgifiskur sjúkdóma eða sótthita og er einungis örsjaldan merki um alvarlegan sjúkdóm í höfði. Höfuðverkur getur stafað frá ýmsum líffærahlutum, utan höfuðkúpu sem innan. Hann getur átt uppruna sinn í vöðvum og liðum á hálsi, kin...

Nánar

Hefur neftóbak skaðleg áhrif á líkamann?

Neftóbak og munntóbak kallast einu nafni reyklaust tóbak. Skaðsemi reyklauss tóbaks byggist annars vegar á eituráhrifum nikótíns í líkamanum og hins vegar á áhrifum annarra eitraðra efna í tóbakinu. Í reyklausu tóbaki eru efni sem vitað er að geta valdið krabbameini og notkun þessa tóbaks virðist geta valdið krabb...

Nánar

Hvaðan er orðið 'oðra' komið?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Erum hér að ræða um málningu í kirkju þar sem Eygló málari er að oðra spjöld og bekki. Við þekkjum orðið en finnum ekki í orðabókum né á ÍSLEX. Hvernig er orðið myndað og hvaðan er það komið? Úr dönsku? Finn þó ekki 'odre' eða 'odring'. Sögnin að oðra er tökuorð úr dönsku å...

Nánar

Hvað er kawasaki-sjúkdómur?

Kawasaki-sjúkdómurinn er sjaldgæfur en mjög merkilegur sjúkdómur. Honum var fyrst lýst í Japan af lækninum Tomisaku Kawasaki fyrir fáeinum áratugum. Kawasaki-sjúkdómurinn hefur síðan greinst um heim allan. Ekki er að fullu ljóst hvað veldur kawasaki-sjúkdómi. Svo virðist þó sem saman þurfi að fara ák...

Nánar

Eru tennurnar bein?

Tennur eru ekki bein, en þær sitja í beini. Tennur eru gerðar úr fjórum vefjum. Ysti vefurinn er svokallaður glerungur (e. enamel) sem er harðasta efni líkamans. Meginefni hans eða um 96% eru ólífræn steinefni, en afgangurinn er vatn og lífræn efni. Eðlilegur litur glerungs er allt frá ljósgulum til gráhvíts, en s...

Nánar

Hvað er sigðkornablóðleysi?

Sigðkornablóðleysi (e. sickle cell anaemia) er erfðasjúkdómur sem stafar af hálfbanvænu geni. Hálfbanvæn gen draga mjög úr lífslíkum þeirra sem bera þau, að minnsta kosti þeirra sem eru arfhreinir um þau. Flestir einstaklingar eru arfhreinir um eðlilegt gen (HbA) sem geymir uppskrift að byggingu A-blóðrauða eða A-...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um arfgeng heilablóðföll?

Heilablóðfall eða heilaslag getur stafað af tveimur meginorsökum. Annars vegar er um að ræða svokallað heiladrep þegar fyrirstaða eins og blóðtappi verður í einni af heilaslagæðunum. Af því leiðir að það heilasvæði sem æðin liggur til fær ekki þá næringu og súrefni sem það þarfnast og deyr í kjölfarið. Hin...

Nánar

Eru eitruð dýr ónæm fyrir eitri annarra eitraðra dýra af sömu tegund?

Ýmis dýr nota eitur sér til varnar, til dæmis tegundir sporðdreka, köngulóa og snáka. Í þessu svari eru eitraðir snákar notaðir sem dæmi. Eitur snáka er gert úr prótínum. Éti snákur eitraðan snák ætti honum vart að vera meint af neyslunni. Skýringin liggur í ofursúru umhverfi meltingarvegarins en súrt umhverf...

Nánar

Hvernig smitast riðuveiki?

Riðuveiki í sauðfé smitast fyrst og fremst með því að skepnurnar éta, drekka eða sleikja smitefnið í sig. Smit getur einnig orðið um sár og þess eru dæmi að riðuveiki hafi komið fram í kind eftir burðarhjálp manns með óþvegnar hendur, nýkomnum frá því að hjálpa riðukind að bera. Þetta þýðir að smit hafi þá verið b...

Nánar

Fleiri niðurstöður