Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 24 svör fundust

Hvað getið þið sagt mér um lundann?

Segja má að lundinn (Fratercula arctica) sé einkennisfugl Vestmannaeyja. Hann er af svartfuglaætt (Alcidea) eins og svo margar aðrar bjargfuglategundir við Ísland og stofnstærð hans er mikil. Lundinn er ekki sérlega stór, um 30 cm á lengd, með vænghaf upp á 47-63 cm og vegur 300-450 g. Margt er sérstakt við líffræ...

Nánar

Af hverju er ekki hægt að rökræða við konur?

Í spurningunni sjálfri kemur fram margt af því sem eitrar umræður og gerir þannig rökræður ómögulegar. Hún er til dæmis leiðandi, með því að svara spurningunni beint er hætt við að svarandi viðurkenni að spyrjandi hafi eitthvað til síns máls. Í henni felst alhæfing sem engin gögn eru fyrir og svo er hún fordómaful...

Nánar

Hvað varð um Jörund hundadagakonung eftir byltinguna á Íslandi?

Jörgen Jörgensen (1780–1841), betur þekktur sem Jörundur hundadagakonungur, var danskur ævintýramaður sem varð hæstráðandi á Íslandi í átta vikur sumarið 1809 eins og rakið er í svari sama höfundar við spurningunni Hver var Jörundur hundadagakonungur og hvað var hann að gera á Íslandi? Íslandsævintýri Jörgensen...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um vistfræði hrafnsins á Íslandi?

Óhætt er að segja að hrafninn (Corvus corax) sé einn af einkennisfuglum íslenskrar náttúru. Hann er algengur um allt land og er mjög áberandi í byggð yfir veturinn þegar jarðbönn eru. Hann er staðfugl hér og duglegur að bjarga sér þegar hart er í ári. Flestir hafa líklega séð krumma á flugi og óþarfi er að lýsa...

Nánar

Hver var hinn kínverski Konfúsíus og hvað er konfúsíanismi?

Eins þversagnakennt og það kann að hljóma var konfúsíanismi til á undan Konfúsíusi. Það sem á Vesturlöndum kallast „konfúsíanismi“ er þýðing á kínverska orðinu rujia (儒家), en það var heiti á hópi menntamanna í Kína til forna sem voru sérfróðir um hefðbundnar helgiathafnir. Konfúsíus tilheyrði sjálfur...

Nánar

Hver var Mary Wollstonecraft og hvernig barðist hún fyrir réttindum kvenna?

Enski heimspekingurinn og rithöfundurinn Mary Wollstonecraft var uppi á seinni hluta 18. aldar. Hún aðhylltist upplýsingarhugsjónina um mátt skynseminnar, var lýðræðissinni og barðist fyrir jöfnum réttindum öllum til handa, konum þar meðtöldum. Wollstonecraft fæddist í London 27. apríl 1759, önnur í röð sjö systki...

Nánar

Hver var James Cook og hvað hvert sigldi hann?

James Cook (1728-1779) var einn mesti landkönnuður á sinni tíð. Hann sigldi yfir Kyrrahafið þvert og endilangt, fór yfir 70. breiddargráðu bæði í norðri og suðri, var fyrstur manna til þess að sigla umhverfis jörðina á mjög suðlægum slóðum, fann óþekktar eyjur, kannaði aðrar sem áður var vitað um og skildi eftir s...

Nánar

Hver var Nicolas de Condorcet og hvert var framlag hans til fræðanna?

Nicolas de Condorcet, eða Marie Jean Antoine Nicolas Caritat, markgreifinn af Condorcet (1743-1794) var franskur stærðfræðingur, hagfræðingur og heimspekingur sem auk þess fékkst við söguspeki og vann brautryðjandi verk í sögu félagsvísinda. Condorcet telst vera einn af síðustu svonefndu philosophes frönsku upplýs...

Nánar

Fleiri niðurstöður