Sólin Sólin Rís 06:37 • sest 20:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:16 • Síðdegis: 22:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:58 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:37 • sest 20:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:16 • Síðdegis: 22:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:58 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru Karíus og Baktus með Karíus og Baktus í tönnunum sínum?

Jón Gunnar Þorsteinsson og Kristján Leósson

Margir hafa spurt Vísindavefinn um Karíus og Baktus og hér verður öllum spurningum sem hafa borist um þá félaga svarað.

Karíus og Baktus er vel þekkt barnabók eftir norska leikskáldið Thorbjørn Egner (1912-1990). Hún kom fyrst út á frummálinu árið 1949 og heitir eftir agnarsmáum aðalpersónunum sem lifa í tönnum drengsins Jens. Þeir eru því bókmenntapersónur en ekki til í raun og veru.

Karíus er svarthærður og nafn hans er dregið af latneska orðinu caries sem merkir rotnun og er notað í læknisfræði um tannskemmdir eða tannátu. Baktus er rauðhærður og nafn hans vísar til alþjóðlega orðsins baktería (e. bacterium í et., bacteria) sem er haft um dreifkjarna frumur. Orðið kemur upprunalega úr grísku þar sem bacterion merkir bókstaflega 'lítill stafur'. Ástæðan er sú að fyrstu bakteríurnar sem fundust voru staflaga. Það var þýski náttúrufræðingurinn Christian Gottfried Ehrenberg (1795-1876) sem lagði til notkun orðsins baktería í vísindum fyrir miðja 19. öld.

Karíus og Baktus birtust fyrst í safnriti árið 1941. Þá voru þeir báðir svarthærðir og tannlausir. Í þessari gerð sögunnar átti Baktus kærustu sem hét Karólína.

Félagarnir Karíus og Baktus birtust fyrst í safnriti með nokkrum sögum handa börnum árið 1941. Þá voru þeir báðir svarthærðir og Baktus átti kærustuna Karólínu. Kærustuparið ætlaði að byggja hús í augntönnum Jens.

Fyrsta útgáfa sögunnar frá 1949 endaði á því að Jens skolaði Karíusi og Baktusi út úr munni sínum og runnu þeir síðan niður í skólprörið. Þessi sögulok virðast hafa valdið yngri lesendum töluverðri angist, enda hræðileg örlög að drukkna í skólprörinu. Vegna óska lesenda sinna endurskrifaði Egner lokin og lét þá félaga komast upp á fleka í hafinu þar sem þeir leita nýrrar holu í tönnum til að skríða inn í. Kannski fundu þeir tennurnar á Róbinson Krúsó?

Barnauppeldissjóður Thorvaldsensfélagsins gaf söguna um Karíus og Baktus fyrst út á íslensku árið 1954. Bókin hefur síðan verið endurútgefin á íslensku 11 sinnum; árin 1961, 1966, 1970, 1975, 1982, 1985, 1990, 1995, 1998, 2007 og 2013. Ljóst er að margir íslenskir krakkar hafa því heyrt af Karíusi og Baktusi og svo virðist sem sumir þeirra velti því fyrir sér hvort það geti hugsast að í tönnunum á þeim séu enn smærri Karíusar og Baktusar? Þeir félagar sjást nefnilega hvor með sína tönnina á myndum í bókinni. Þeirri spurningu er hins vegar hægt að svara neitandi.

Karíus og Baktus eins og þeir birtust í útgáfunni frá 1949. Þar hafa þeir hvor sína tönnina og þess vegna ekki furða að lesendur velti því fyrir sér hvort í þeim tönnum séu enn smærri Karíusar og Baktusar.

Ef Karíus og Baktus eru í bakteríustærð, sem er væntanlega hugmyndin, þá eru þeir milljón sinnum smærri en við mennirnir, eða um 1 míkrómetri. Ef þeir væru með Karíus og Baktus í sínum tönnum þá væru þeir síðarnefndu aftur milljón sinnum smærri eða einungis 1 píkómetri að stærð. Það er 100 sinnum minna en þvermál einnar kolefnisfrumeindar og svo smáar eru engar bakteríur.

Lesendur bókarinnar Karíus og Baktus geta því andað rólega. Þeir félagar eru ekki til í alvörunni og þeir hafa ekki aðra enn smærri Karíusa og Baktusa í sínum tönnum. En þeir eru hins vegar persónugerving baktería í munninum á okkur. Tennurnar í öllum geta skemmst ef bakteríur í munni gerja sykur í matnum sem við borðum. Þá myndast sýra sem brýtur tönnina niður.

Tannskemmdir hafa fylgt manninum frá upphafi og það var ekki fyrr en um aldamótin 1900 sem bakteríur í munni voru fyrst greindar. Þá áttuðu menn sig á því að þær valda tannskemmdum. Í mörgum fornum menningasamfélögum virðist það hafa verið algeng trú að einhvers konar tannormur væri sökudólgurinn. Elsti textinn sem getur um tannorm er súmerskur, frá því um 5000 f.Kr.

Sögur um furðuverur í tönnum eru því ævafornar. Munurinn á þeim og Karíusi og Baktusi er sá að þeir síðarnefndu eru svokölluð smámenni, en það hugtak á rætur að rekja til gullgerðarlistamanna 16. aldar, þótt hugmyndin um örsmáar mannverur sé mun eldri. Gullgerðarlistamennirnir héldu því fram að svonefnd homunculus eða smámenni leyndust í sæði karla og eggjum kvenna. Elsta þekkta heimildin um hugtakið homunculus er í riti miðevrópska læknisins og grasafræðingsins Paracelsusar (1493-1541). Saga Thorbjörns Egners um Karíus og Baktus er útfærsla á hugmyndinni um smámenni.

Heimildir og myndir:

Aðrar spurningar um Karíus og Baktus voru þessar:
Eru Karíus og Baktus til í alvörunni? Geta Karíus og Baktus fengið Karíus og Baktus? Og getur Karíus og Baktus í Karíus og Baktus fengið Karíus og Baktus í tennurnar? Af hverju heita þeir Karíus og Baktus?

Höfundar

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Kristján Leósson

eðlisverkfræðingur

Útgáfudagur

23.2.2018

Spyrjandi

Margrét Ragna Gylfadóttir, Stefán Thorarensen, Reynir Andri Sverrisson, Ingi Karl Reynisson

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson og Kristján Leósson. „Eru Karíus og Baktus með Karíus og Baktus í tönnunum sínum?“ Vísindavefurinn, 23. febrúar 2018, sótt 10. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=10073.

Jón Gunnar Þorsteinsson og Kristján Leósson. (2018, 23. febrúar). Eru Karíus og Baktus með Karíus og Baktus í tönnunum sínum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=10073

Jón Gunnar Þorsteinsson og Kristján Leósson. „Eru Karíus og Baktus með Karíus og Baktus í tönnunum sínum?“ Vísindavefurinn. 23. feb. 2018. Vefsíða. 10. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=10073>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru Karíus og Baktus með Karíus og Baktus í tönnunum sínum?
Margir hafa spurt Vísindavefinn um Karíus og Baktus og hér verður öllum spurningum sem hafa borist um þá félaga svarað.

Karíus og Baktus er vel þekkt barnabók eftir norska leikskáldið Thorbjørn Egner (1912-1990). Hún kom fyrst út á frummálinu árið 1949 og heitir eftir agnarsmáum aðalpersónunum sem lifa í tönnum drengsins Jens. Þeir eru því bókmenntapersónur en ekki til í raun og veru.

Karíus er svarthærður og nafn hans er dregið af latneska orðinu caries sem merkir rotnun og er notað í læknisfræði um tannskemmdir eða tannátu. Baktus er rauðhærður og nafn hans vísar til alþjóðlega orðsins baktería (e. bacterium í et., bacteria) sem er haft um dreifkjarna frumur. Orðið kemur upprunalega úr grísku þar sem bacterion merkir bókstaflega 'lítill stafur'. Ástæðan er sú að fyrstu bakteríurnar sem fundust voru staflaga. Það var þýski náttúrufræðingurinn Christian Gottfried Ehrenberg (1795-1876) sem lagði til notkun orðsins baktería í vísindum fyrir miðja 19. öld.

Karíus og Baktus birtust fyrst í safnriti árið 1941. Þá voru þeir báðir svarthærðir og tannlausir. Í þessari gerð sögunnar átti Baktus kærustu sem hét Karólína.

Félagarnir Karíus og Baktus birtust fyrst í safnriti með nokkrum sögum handa börnum árið 1941. Þá voru þeir báðir svarthærðir og Baktus átti kærustuna Karólínu. Kærustuparið ætlaði að byggja hús í augntönnum Jens.

Fyrsta útgáfa sögunnar frá 1949 endaði á því að Jens skolaði Karíusi og Baktusi út úr munni sínum og runnu þeir síðan niður í skólprörið. Þessi sögulok virðast hafa valdið yngri lesendum töluverðri angist, enda hræðileg örlög að drukkna í skólprörinu. Vegna óska lesenda sinna endurskrifaði Egner lokin og lét þá félaga komast upp á fleka í hafinu þar sem þeir leita nýrrar holu í tönnum til að skríða inn í. Kannski fundu þeir tennurnar á Róbinson Krúsó?

Barnauppeldissjóður Thorvaldsensfélagsins gaf söguna um Karíus og Baktus fyrst út á íslensku árið 1954. Bókin hefur síðan verið endurútgefin á íslensku 11 sinnum; árin 1961, 1966, 1970, 1975, 1982, 1985, 1990, 1995, 1998, 2007 og 2013. Ljóst er að margir íslenskir krakkar hafa því heyrt af Karíusi og Baktusi og svo virðist sem sumir þeirra velti því fyrir sér hvort það geti hugsast að í tönnunum á þeim séu enn smærri Karíusar og Baktusar? Þeir félagar sjást nefnilega hvor með sína tönnina á myndum í bókinni. Þeirri spurningu er hins vegar hægt að svara neitandi.

Karíus og Baktus eins og þeir birtust í útgáfunni frá 1949. Þar hafa þeir hvor sína tönnina og þess vegna ekki furða að lesendur velti því fyrir sér hvort í þeim tönnum séu enn smærri Karíusar og Baktusar.

Ef Karíus og Baktus eru í bakteríustærð, sem er væntanlega hugmyndin, þá eru þeir milljón sinnum smærri en við mennirnir, eða um 1 míkrómetri. Ef þeir væru með Karíus og Baktus í sínum tönnum þá væru þeir síðarnefndu aftur milljón sinnum smærri eða einungis 1 píkómetri að stærð. Það er 100 sinnum minna en þvermál einnar kolefnisfrumeindar og svo smáar eru engar bakteríur.

Lesendur bókarinnar Karíus og Baktus geta því andað rólega. Þeir félagar eru ekki til í alvörunni og þeir hafa ekki aðra enn smærri Karíusa og Baktusa í sínum tönnum. En þeir eru hins vegar persónugerving baktería í munninum á okkur. Tennurnar í öllum geta skemmst ef bakteríur í munni gerja sykur í matnum sem við borðum. Þá myndast sýra sem brýtur tönnina niður.

Tannskemmdir hafa fylgt manninum frá upphafi og það var ekki fyrr en um aldamótin 1900 sem bakteríur í munni voru fyrst greindar. Þá áttuðu menn sig á því að þær valda tannskemmdum. Í mörgum fornum menningasamfélögum virðist það hafa verið algeng trú að einhvers konar tannormur væri sökudólgurinn. Elsti textinn sem getur um tannorm er súmerskur, frá því um 5000 f.Kr.

Sögur um furðuverur í tönnum eru því ævafornar. Munurinn á þeim og Karíusi og Baktusi er sá að þeir síðarnefndu eru svokölluð smámenni, en það hugtak á rætur að rekja til gullgerðarlistamanna 16. aldar, þótt hugmyndin um örsmáar mannverur sé mun eldri. Gullgerðarlistamennirnir héldu því fram að svonefnd homunculus eða smámenni leyndust í sæði karla og eggjum kvenna. Elsta þekkta heimildin um hugtakið homunculus er í riti miðevrópska læknisins og grasafræðingsins Paracelsusar (1493-1541). Saga Thorbjörns Egners um Karíus og Baktus er útfærsla á hugmyndinni um smámenni.

Heimildir og myndir:

Aðrar spurningar um Karíus og Baktus voru þessar:
Eru Karíus og Baktus til í alvörunni? Geta Karíus og Baktus fengið Karíus og Baktus? Og getur Karíus og Baktus í Karíus og Baktus fengið Karíus og Baktus í tennurnar? Af hverju heita þeir Karíus og Baktus?

...