Sólin Sólin Rís 02:57 • sest 24:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:31 • Sest 02:09 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:23 • Síðdegis: 24:44 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:08 • Síðdegis: 18:28 í Reykjavík

Hver fann upp skriðdrekann?

Atli Freyr Hallbjörnsson, Davíð Örn Sigurðarson, Sebastían Sigurðarson og Ívar Daði Þorvaldsson

Eins og á oft við um uppfinningar getur verið snúið að segja til um hver fann upp hitt og þetta.

Sú hugmynd að nota varin farartæki nær aftur til 9. aldar f.Kr. hjá Assyríumönnum. Assyría var fornt stórveldi í Vestur-Asíu. Notkun farartækja í hernaði má svo rekja aftur til 2. aldar f.Kr. meðal Egypta og fleiri þjóða í Miðausturlöndum. Leonardó da Vinci (1452-1519) er stundum nefndur til sögunnar en hann teiknaði, að margra mati, frumstæðan skriðdreka. Skriðdreki þessi var nokkurs konar málmhylki með skotturni en fjórir hermenn gátu falið sig innan í hylkinu og fært það áfram með eigin afli. Þetta var þó einungis hugmynd og komst hún ekki af teikniborðinu meðan hann lifði.

Líkan af skriðdreka Leonardó da Vincis.

Það var ekki fyrr en í byrjun 20. aldar sem skriðdrekinn var orðinn raunhæfur möguleiki með tilkomu ýmissa tækniframfara. Skotgrafahernaður fyrri heimsstyrjaldarinnar (1914-1918) gerði það svo að verkum að þróun skriðdrekans fór á fullt. Þá var komin raunveruleg þörf fyrir brynvarið farartæki sem gat flutt hermenn yfir holótt, úfið landslag og gaddavíra. Það var svo hinn 6. september árið 1915 sem fyrsti eiginlegi skriðdrekinn kom úr framleiðslu en hann var kallaður Little Willie. Frumgerð þessi kom ekki nógu vel út en hann var hægur og ofhitnaði, auk þess sem hann gat ekki ekið yfir skotgrafir.

Ári seinna, 15. september, notuðu Bretar þó fyrstir allra skriðdreka í hernaði. Þetta var í orrustunni við Somme í Frakklandi og nefndist skriðdrekinn þá Mark I, en sá byggði á frumgerðinni Big Willie. Þrátt fyrir að Mark I hafi verið fyrsti skriðdrekinn sem var notaður í hernaði, hafði hann ýmsa galla. Hann var hávaðasamur, hitnaði mikið, þótti klunnalegur og átti við ýmis vélræn vandamál að stríða. Þróunin hélt hins vegar áfram og strax í nóvember árið 1917 var kominn út Mark IV sem þótti standa sig vel.

Mark I í eldlínunni hinn 26. september 1916. Skriðdrekinn er á leið til hægri á myndinni.

Þegar hér er komið við sögu var mönnum ljóst að skriðdrekar höfðu mikið fram á að færa og urðu í kjölfarið mikilvæg vopn í hernaði. Skriðdrekar voru mikið notaðir í seinni heimsstyrjöldinni (1939-1945) og hafa verið notaðir síðan í átökum um allan heim.

Heimildir:

Myndir:


Grunnurinn í þessu svari er skrifaður af nemendum í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2015.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Ívar Daði Þorvaldsson

M.Sc. í hugbúnaðarverkfræði og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

30.6.2015

Spyrjandi

Ingvi Már

Tilvísun

Atli Freyr Hallbjörnsson, Davíð Örn Sigurðarson, Sebastían Sigurðarson og Ívar Daði Þorvaldsson. „Hver fann upp skriðdrekann?“ Vísindavefurinn, 30. júní 2015. Sótt 14. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=17036.

Atli Freyr Hallbjörnsson, Davíð Örn Sigurðarson, Sebastían Sigurðarson og Ívar Daði Þorvaldsson. (2015, 30. júní). Hver fann upp skriðdrekann? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=17036

Atli Freyr Hallbjörnsson, Davíð Örn Sigurðarson, Sebastían Sigurðarson og Ívar Daði Þorvaldsson. „Hver fann upp skriðdrekann?“ Vísindavefurinn. 30. jún. 2015. Vefsíða. 14. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=17036>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver fann upp skriðdrekann?
Eins og á oft við um uppfinningar getur verið snúið að segja til um hver fann upp hitt og þetta.

Sú hugmynd að nota varin farartæki nær aftur til 9. aldar f.Kr. hjá Assyríumönnum. Assyría var fornt stórveldi í Vestur-Asíu. Notkun farartækja í hernaði má svo rekja aftur til 2. aldar f.Kr. meðal Egypta og fleiri þjóða í Miðausturlöndum. Leonardó da Vinci (1452-1519) er stundum nefndur til sögunnar en hann teiknaði, að margra mati, frumstæðan skriðdreka. Skriðdreki þessi var nokkurs konar málmhylki með skotturni en fjórir hermenn gátu falið sig innan í hylkinu og fært það áfram með eigin afli. Þetta var þó einungis hugmynd og komst hún ekki af teikniborðinu meðan hann lifði.

Líkan af skriðdreka Leonardó da Vincis.

Það var ekki fyrr en í byrjun 20. aldar sem skriðdrekinn var orðinn raunhæfur möguleiki með tilkomu ýmissa tækniframfara. Skotgrafahernaður fyrri heimsstyrjaldarinnar (1914-1918) gerði það svo að verkum að þróun skriðdrekans fór á fullt. Þá var komin raunveruleg þörf fyrir brynvarið farartæki sem gat flutt hermenn yfir holótt, úfið landslag og gaddavíra. Það var svo hinn 6. september árið 1915 sem fyrsti eiginlegi skriðdrekinn kom úr framleiðslu en hann var kallaður Little Willie. Frumgerð þessi kom ekki nógu vel út en hann var hægur og ofhitnaði, auk þess sem hann gat ekki ekið yfir skotgrafir.

Ári seinna, 15. september, notuðu Bretar þó fyrstir allra skriðdreka í hernaði. Þetta var í orrustunni við Somme í Frakklandi og nefndist skriðdrekinn þá Mark I, en sá byggði á frumgerðinni Big Willie. Þrátt fyrir að Mark I hafi verið fyrsti skriðdrekinn sem var notaður í hernaði, hafði hann ýmsa galla. Hann var hávaðasamur, hitnaði mikið, þótti klunnalegur og átti við ýmis vélræn vandamál að stríða. Þróunin hélt hins vegar áfram og strax í nóvember árið 1917 var kominn út Mark IV sem þótti standa sig vel.

Mark I í eldlínunni hinn 26. september 1916. Skriðdrekinn er á leið til hægri á myndinni.

Þegar hér er komið við sögu var mönnum ljóst að skriðdrekar höfðu mikið fram á að færa og urðu í kjölfarið mikilvæg vopn í hernaði. Skriðdrekar voru mikið notaðir í seinni heimsstyrjöldinni (1939-1945) og hafa verið notaðir síðan í átökum um allan heim.

Heimildir:

Myndir:


Grunnurinn í þessu svari er skrifaður af nemendum í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2015.

...