Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær var rafmagnsstóllinn fundinn upp?

Egill Smári Tryggvason, Sindri Bernholt og Ívar Daði Þorvaldsson

Upprunalega hljóðaði spurningin svo:
Getið þið sagt mér allt um rafmagnsstólinn? Hvað er hann notaður í mörgum ríkjum Bandaríkjanna? Af hverju deyr fólk í honum og hvað tekur það langan tíma?

Um 1880 kom fram ný tegund útiljósa í Bandaríkjunum. Á bilinu 3000-6000 volt þurfti til að knýja ljósin. Vegna þess hve háa spennu þurfti fór að bera á dauðsföllum tengdum ljósunum og er eitt þekktasta dæmið af drukknum hafnarstarfsmanni. Sá braut sér leið inn í aflstöð og lést samstundis er hann snerti tengingarnar. Dánardómstjórinn vakti máls á þessu atviki sem varð til þess að tannlæknirinn Alfred P. Southwick (1826-1898) fékk veður af því. Vegna þess hve fljótt maðurinn lést, taldi Southwick að notkun rafstraums til að taka fanga af lífi væri mannúðlegri aðferð en henging sem þá var helst notuð. Hugmynd hans var að nota stól, ekki svo frábrugðinn tannlæknastól, til að halda fanganum niðri á meðan.

Árið 1886 var skipuð nefnd til að fara yfir dauðarefsingar í New York-fylki í Bandaríkjunum í kjölfarið á klúðurslegum aftökum með hengingu. Tveimur árum síðar mælti nefndin með því að nota rafmagnsstól Southwick til aftöku. Frumvarp þess eðlis tók svo í gildi hinn 1. janúar árið 1889. Fyrsti rafmagnsstóllinn var framleiddur af Harold P. Brown og Arthur Kennelly, sem störfuðu báðir fyrir Thomas Alva Edison. Fyrsta aftakan fór svo fram 6. ágúst árið 1890 þegar William Kemmler var tekinn af lífi. Þessi fyrsta aftaka með rafmagnsstólnum gekk þó ekki sem skyldi. Tvær tilraunir þurfti til og tók aftakan alls um 12 mínútur. Lík Kemmlers var illa útleikið eftir aftökuna og voru vitni sammála um að þessi nýja aftökuaðferð væri ekki mannúðleg.

Teikning sem sýnir hvernig rafmagnsstóllinn gæti litið út. Teikningin birtist í Scientific American hinn 30. júní árið 1888

Þrátt fyrir það var aðferðin tekin upp í Ohio-fylki árið 1897 og næsta áratuginn tóku fylkin Massachusetts, Virginía og New Jersey upp rafmagnsstólinn. Árið 1949 náði útbreiðsla rafmagnsstólsins hámarki en þá notuðust 26 af 50 fylkjum Bandaríkjanna við aftökuaðferðina. Síðan þá hefur notkun rafmagnsstólsins farið minnkandi og í stað hans hefur banvænni sprautu verið beitt.

Af fylkjunum 50 hafa 18 afnumið dauðarefsingu. Af þeim 32 sem leyfa dauðarefsingar er rafmagnsstóllinn aðeins valkostur í 6 þeirra: Alabama, Arkansas, Flórída, Kentucky, Suður-Karólínu og Virginíu. Þar geta fangar valið á milli sprautu og rafmagnsstóls, þó með einhverjum undantekningum. Í Tennessee-fylki getur rafmagnsstóllinn verið notaður ef lyfin sem notuð eru í banvænu sprautuna eru ófáanleg. Rafmagnsstólinn er því ekki aðalaftökuaðferð í neinu fylki Bandaríkjanna eins og sakir standa. Þess ber að geta að þessi upptalning gæti fljótt orðið úrelt.

Um ástæðu þess að rafstraumur geti valdið dauða má lesa í svari Gunnlaugs Geirssonar við spurningunni: Hvernig drepur rafstraumur lifandi vef? Þar segir meðal annars:
Ef um háspennu er að ræða (til dæmis meiri en 1000 volt) getur straumurinn haft áhrif á heilastarfsemi og valdið öndunarlömun. Rafstraumur sem leiðir eftir handlegg í brjóstkassann á leið niður eftir ganglim og í jörð getur truflað hjartað og valdið hjartsláttaróreglu og leitt þannig til dauða.

Aftaka með rafmagnsstól getur tekið allt frá 10-20 sekúndum og upp í 15-20 mínútur.

Heimildir:

Myndir:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2016.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Ívar Daði Þorvaldsson

M.Sc. í hugbúnaðarverkfræði og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

5.8.2016

Síðast uppfært

25.9.2019

Spyrjandi

Bjarki Steinarsson

Tilvísun

Egill Smári Tryggvason, Sindri Bernholt og Ívar Daði Þorvaldsson. „Hvenær var rafmagnsstóllinn fundinn upp?“ Vísindavefurinn, 5. ágúst 2016, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=23541.

Egill Smári Tryggvason, Sindri Bernholt og Ívar Daði Þorvaldsson. (2016, 5. ágúst). Hvenær var rafmagnsstóllinn fundinn upp? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=23541

Egill Smári Tryggvason, Sindri Bernholt og Ívar Daði Þorvaldsson. „Hvenær var rafmagnsstóllinn fundinn upp?“ Vísindavefurinn. 5. ágú. 2016. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=23541>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær var rafmagnsstóllinn fundinn upp?
Upprunalega hljóðaði spurningin svo:

Getið þið sagt mér allt um rafmagnsstólinn? Hvað er hann notaður í mörgum ríkjum Bandaríkjanna? Af hverju deyr fólk í honum og hvað tekur það langan tíma?

Um 1880 kom fram ný tegund útiljósa í Bandaríkjunum. Á bilinu 3000-6000 volt þurfti til að knýja ljósin. Vegna þess hve háa spennu þurfti fór að bera á dauðsföllum tengdum ljósunum og er eitt þekktasta dæmið af drukknum hafnarstarfsmanni. Sá braut sér leið inn í aflstöð og lést samstundis er hann snerti tengingarnar. Dánardómstjórinn vakti máls á þessu atviki sem varð til þess að tannlæknirinn Alfred P. Southwick (1826-1898) fékk veður af því. Vegna þess hve fljótt maðurinn lést, taldi Southwick að notkun rafstraums til að taka fanga af lífi væri mannúðlegri aðferð en henging sem þá var helst notuð. Hugmynd hans var að nota stól, ekki svo frábrugðinn tannlæknastól, til að halda fanganum niðri á meðan.

Árið 1886 var skipuð nefnd til að fara yfir dauðarefsingar í New York-fylki í Bandaríkjunum í kjölfarið á klúðurslegum aftökum með hengingu. Tveimur árum síðar mælti nefndin með því að nota rafmagnsstól Southwick til aftöku. Frumvarp þess eðlis tók svo í gildi hinn 1. janúar árið 1889. Fyrsti rafmagnsstóllinn var framleiddur af Harold P. Brown og Arthur Kennelly, sem störfuðu báðir fyrir Thomas Alva Edison. Fyrsta aftakan fór svo fram 6. ágúst árið 1890 þegar William Kemmler var tekinn af lífi. Þessi fyrsta aftaka með rafmagnsstólnum gekk þó ekki sem skyldi. Tvær tilraunir þurfti til og tók aftakan alls um 12 mínútur. Lík Kemmlers var illa útleikið eftir aftökuna og voru vitni sammála um að þessi nýja aftökuaðferð væri ekki mannúðleg.

Teikning sem sýnir hvernig rafmagnsstóllinn gæti litið út. Teikningin birtist í Scientific American hinn 30. júní árið 1888

Þrátt fyrir það var aðferðin tekin upp í Ohio-fylki árið 1897 og næsta áratuginn tóku fylkin Massachusetts, Virginía og New Jersey upp rafmagnsstólinn. Árið 1949 náði útbreiðsla rafmagnsstólsins hámarki en þá notuðust 26 af 50 fylkjum Bandaríkjanna við aftökuaðferðina. Síðan þá hefur notkun rafmagnsstólsins farið minnkandi og í stað hans hefur banvænni sprautu verið beitt.

Af fylkjunum 50 hafa 18 afnumið dauðarefsingu. Af þeim 32 sem leyfa dauðarefsingar er rafmagnsstóllinn aðeins valkostur í 6 þeirra: Alabama, Arkansas, Flórída, Kentucky, Suður-Karólínu og Virginíu. Þar geta fangar valið á milli sprautu og rafmagnsstóls, þó með einhverjum undantekningum. Í Tennessee-fylki getur rafmagnsstóllinn verið notaður ef lyfin sem notuð eru í banvænu sprautuna eru ófáanleg. Rafmagnsstólinn er því ekki aðalaftökuaðferð í neinu fylki Bandaríkjanna eins og sakir standa. Þess ber að geta að þessi upptalning gæti fljótt orðið úrelt.

Um ástæðu þess að rafstraumur geti valdið dauða má lesa í svari Gunnlaugs Geirssonar við spurningunni: Hvernig drepur rafstraumur lifandi vef? Þar segir meðal annars:
Ef um háspennu er að ræða (til dæmis meiri en 1000 volt) getur straumurinn haft áhrif á heilastarfsemi og valdið öndunarlömun. Rafstraumur sem leiðir eftir handlegg í brjóstkassann á leið niður eftir ganglim og í jörð getur truflað hjartað og valdið hjartsláttaróreglu og leitt þannig til dauða.

Aftaka með rafmagnsstól getur tekið allt frá 10-20 sekúndum og upp í 15-20 mínútur.

Heimildir:

Myndir:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2016....