Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 04:24 • Sest 14:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:18 • Síðdegis: 21:34 í Reykjavík

Hverjar eru helstu hættur pokadýra, eiga þau einhverja óvini, og hverja þá?

Rannveig Magnúsdóttir

Ástralía hefur gengið í gegnum miklar breytingar eftir komu Evrópumanna þangað. Á síðustu 200 árum hafa 10 tegundir og 6 undirtegundir pokadýra dáið út í Ástralíu og 55 tegundir eru nú í mikilli hættu, aðallega vegna eyðingu búsvæða og innfluttra dýra.

Þótt hlutfallslega mjög fáir búi í Ástralíu (svipaður þéttleiki og á Íslandi, um 3 íbúar/km2) hefur manninum tekist að breyta landslaginu þar mjög mikið vegna landbúnaðar, sumar ár hafa verið nær þurrkaðar upp til að vökva hveitiakra, vínekrur og ávaxtaplantekrur. Þegar landslagi er breytt vegna skógræktar eða landbúnaðar þá verður fæða oft af skornum skammti og lítið verður um hola trjáboli og önnur heppileg skjól fyrir dýrin.

Maðurinn hefur flutt með sér margar erlendar tegundir til Ástralíu, að minnsta kosti átta ágengar spendýrategundir, eina ágenga frosktegund (Bufo marinus) og fjöldann allan af ágengum plöntu-, sveppa- og skordýrategundum.Kengúra með unga í poka.

Evrópsku landnemarnir fluttu með sér dýr sem minntu á heimahagana, þar á meðal kanínur og refi. Talið var að þessi dýr myndu ekki lifa af hitann og þurrkinn ef þau slyppu út í villta náttúru Ástralíu en því fór fjarri. Nú ógna þessar innfluttu tegundir viðkvæmu lífríki álfunnar og miklum fjármunum hefur verið veitt til að reyna að fjarlægja þær.

Kanínur (Oryctolagus cuniculus) voru fyrst fluttar til Ástralíu árið 1788. Þeim fjölgaði þó ekki verulega fyrr en upp úr 1858 þegar kanínum var viljandi sleppt lausum í Viktoríufylki. Það tók kanínurnar einungis 60 ár að breiðast út um alla sunnanverða álfuna (4 milljón km2) og hún hélt áfram að breiðast út þrátt fyrir að þúsundir kílómetra af girðingum væru reistar á árunum 1901–1907 til að hindra dreifingu þeirra um fylkið Vestur-Ástralíu. Ógnin sem af kanínum stafar er aðallega sú að þær keppa við áströlsku dýrin um fæðu og skjól og eru auk þess fæðuauðlind fyrir innflutta refi og ketti.

Rauðrefir (Vulpes vulpes) og kettir (Felis catus) bárust til Ástralíu með Evrópumönnum. Þessar ágengu tegundir eru eitt stærsta vandamál ástralskrar náttúru því þær hafa breiðst út um nær alla álfuna og einstaklega erfitt er að losna við þær. Refir og kettir eru aðalóvinir lítilla pokadýra, sem þeir éta með bestu lyst, og veita einnig áströlskum ránpokadýrum mikla samkeppni í fæðuöflun.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

  • Strahan, R. (ritstj.). 2002. The Mammals of Australia. Reed Books.
  • Rannveig Magnúsdóttir. 2009. Ránpokadýr í Ástralíu - uppruni og örlög. Náttúrufræðingurinn 78 (3-4): 139-146.
  • Mynd af kengúru: National Geographic. Höfundur myndar: Nicole Duplaix.

Höfundur

Útgáfudagur

11.2.2010

Spyrjandi

Rósa Hafliðadóttir

Tilvísun

Rannveig Magnúsdóttir. „Hverjar eru helstu hættur pokadýra, eiga þau einhverja óvini, og hverja þá?“ Vísindavefurinn, 11. febrúar 2010. Sótt 8. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=25707.

Rannveig Magnúsdóttir. (2010, 11. febrúar). Hverjar eru helstu hættur pokadýra, eiga þau einhverja óvini, og hverja þá? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=25707

Rannveig Magnúsdóttir. „Hverjar eru helstu hættur pokadýra, eiga þau einhverja óvini, og hverja þá?“ Vísindavefurinn. 11. feb. 2010. Vefsíða. 8. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=25707>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hverjar eru helstu hættur pokadýra, eiga þau einhverja óvini, og hverja þá?
Ástralía hefur gengið í gegnum miklar breytingar eftir komu Evrópumanna þangað. Á síðustu 200 árum hafa 10 tegundir og 6 undirtegundir pokadýra dáið út í Ástralíu og 55 tegundir eru nú í mikilli hættu, aðallega vegna eyðingu búsvæða og innfluttra dýra.

Þótt hlutfallslega mjög fáir búi í Ástralíu (svipaður þéttleiki og á Íslandi, um 3 íbúar/km2) hefur manninum tekist að breyta landslaginu þar mjög mikið vegna landbúnaðar, sumar ár hafa verið nær þurrkaðar upp til að vökva hveitiakra, vínekrur og ávaxtaplantekrur. Þegar landslagi er breytt vegna skógræktar eða landbúnaðar þá verður fæða oft af skornum skammti og lítið verður um hola trjáboli og önnur heppileg skjól fyrir dýrin.

Maðurinn hefur flutt með sér margar erlendar tegundir til Ástralíu, að minnsta kosti átta ágengar spendýrategundir, eina ágenga frosktegund (Bufo marinus) og fjöldann allan af ágengum plöntu-, sveppa- og skordýrategundum.Kengúra með unga í poka.

Evrópsku landnemarnir fluttu með sér dýr sem minntu á heimahagana, þar á meðal kanínur og refi. Talið var að þessi dýr myndu ekki lifa af hitann og þurrkinn ef þau slyppu út í villta náttúru Ástralíu en því fór fjarri. Nú ógna þessar innfluttu tegundir viðkvæmu lífríki álfunnar og miklum fjármunum hefur verið veitt til að reyna að fjarlægja þær.

Kanínur (Oryctolagus cuniculus) voru fyrst fluttar til Ástralíu árið 1788. Þeim fjölgaði þó ekki verulega fyrr en upp úr 1858 þegar kanínum var viljandi sleppt lausum í Viktoríufylki. Það tók kanínurnar einungis 60 ár að breiðast út um alla sunnanverða álfuna (4 milljón km2) og hún hélt áfram að breiðast út þrátt fyrir að þúsundir kílómetra af girðingum væru reistar á árunum 1901–1907 til að hindra dreifingu þeirra um fylkið Vestur-Ástralíu. Ógnin sem af kanínum stafar er aðallega sú að þær keppa við áströlsku dýrin um fæðu og skjól og eru auk þess fæðuauðlind fyrir innflutta refi og ketti.

Rauðrefir (Vulpes vulpes) og kettir (Felis catus) bárust til Ástralíu með Evrópumönnum. Þessar ágengu tegundir eru eitt stærsta vandamál ástralskrar náttúru því þær hafa breiðst út um nær alla álfuna og einstaklega erfitt er að losna við þær. Refir og kettir eru aðalóvinir lítilla pokadýra, sem þeir éta með bestu lyst, og veita einnig áströlskum ránpokadýrum mikla samkeppni í fæðuöflun.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

  • Strahan, R. (ritstj.). 2002. The Mammals of Australia. Reed Books.
  • Rannveig Magnúsdóttir. 2009. Ránpokadýr í Ástralíu - uppruni og örlög. Náttúrufræðingurinn 78 (3-4): 139-146.
  • Mynd af kengúru: National Geographic. Höfundur myndar: Nicole Duplaix.
...