Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hverjar eru náttúruauðlindir Kanada?

Jakob Gautason, Jón Ingvar Valberg og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Kanada er annað stærsta land heims, 9.984.670 km2 að flatarmáli. Landið er ríkt af náttúruauðlindum og kennir þar ýmissa grasa eins og kannski við er að búast á svona miklu landflæmi. Hér verða nefnd dæmi um helstu náttúruauðlindir en vitanlega er hægt að tína margt fleira til.

Um helmingur lands í Kanada er skógi vaxinn og samsvarar það um það bil 10% af skóglendi heimsins. Skógarauðlindirnar eru nýttar bæði til timbur- og pappírsvinnslu og er Kanada meðal þeirra þjóða sem flytja hvað mest út af skógarafurðum. Mesta skógarvinnslan er í fylkjunum Quebec, Bresku Kólumbíu og Ontario.

Skógar eru ein af mikilvægu náttúruauðlindum Kanada.

Kanada er mjög auðugt af jarðefnum. Meðal þeirra jarðefna sem unnin eru má nefna kol, járn, kopar, gull, demanta, sink, nikkel, úran, ál og blý. Mesta jarðefnavinnslan er í fylkjunum Ontario, Saskatchewan, Bresku Kólumbíu, Quebec og Nýfundnalandi og Labrador.

Kanada er ríkt af orkuauðlindum og er það eitt af fáum iðnríkjum heims sem flytur út meiri orku en það flytur inn. Talið er að þriðja mesta olíuforða heimsins sé að finna þar í landi á eftir Sádí-Arabíu og Venesúela. Olía er unnin úr venjulegum olíulindum en einnig er mikið magn af olíusandi að finna í fylkinu Alberta. Einnig er unnið jarðgas og eins og áður var nefnt þá eru kol meðal þeirra mikilvægu jarðefna sem finnast í Kanada. Vatnsorka er líka mikilvæg orkulind og er fylkið Quebec í fararbroddi í nýtingu hennar.

Ræktanlegt land er ein af náttúruauðlindum Kanada og er landið meðal stærstu kornframleiðanda heimsins. Helstu kornræktarsvæðin eru á sléttunum í vesturhluta landsins. Meðal tegunda sem eru mikið ræktaðar eru hveiti, repja, bygg, rúgur og hafrar.

Hveitiakrar eins langt og augað eygir.

Við strendur Kanada hefur sjávarfang verið mikilvæg náttúruauðlind í gegnum tíðina og byggðir átt allt sitt undir því sem sjórinn gaf. Undir lok síðustu aldar varð mikil niðursveifla þegar þorskstofninn við austurströnd landsins hrundi en engu að síður er sjórinn mikilvæg auðlind fyrir strandsvæði landsins.

Hér hafa verið nefnd dæmi um helstu náttúruauðlindir Kanada en vitanlega er hægt að tína margt fleira til.

Heimildir og myndir:


Þetta svar er að hluta til eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2012.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

20.6.2012

Spyrjandi

Dagur Ingi Sigursveinsson

Tilvísun

Jakob Gautason, Jón Ingvar Valberg og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hverjar eru náttúruauðlindir Kanada?“ Vísindavefurinn, 20. júní 2012, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=30055.

Jakob Gautason, Jón Ingvar Valberg og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2012, 20. júní). Hverjar eru náttúruauðlindir Kanada? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=30055

Jakob Gautason, Jón Ingvar Valberg og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hverjar eru náttúruauðlindir Kanada?“ Vísindavefurinn. 20. jún. 2012. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=30055>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hverjar eru náttúruauðlindir Kanada?
Kanada er annað stærsta land heims, 9.984.670 km2 að flatarmáli. Landið er ríkt af náttúruauðlindum og kennir þar ýmissa grasa eins og kannski við er að búast á svona miklu landflæmi. Hér verða nefnd dæmi um helstu náttúruauðlindir en vitanlega er hægt að tína margt fleira til.

Um helmingur lands í Kanada er skógi vaxinn og samsvarar það um það bil 10% af skóglendi heimsins. Skógarauðlindirnar eru nýttar bæði til timbur- og pappírsvinnslu og er Kanada meðal þeirra þjóða sem flytja hvað mest út af skógarafurðum. Mesta skógarvinnslan er í fylkjunum Quebec, Bresku Kólumbíu og Ontario.

Skógar eru ein af mikilvægu náttúruauðlindum Kanada.

Kanada er mjög auðugt af jarðefnum. Meðal þeirra jarðefna sem unnin eru má nefna kol, járn, kopar, gull, demanta, sink, nikkel, úran, ál og blý. Mesta jarðefnavinnslan er í fylkjunum Ontario, Saskatchewan, Bresku Kólumbíu, Quebec og Nýfundnalandi og Labrador.

Kanada er ríkt af orkuauðlindum og er það eitt af fáum iðnríkjum heims sem flytur út meiri orku en það flytur inn. Talið er að þriðja mesta olíuforða heimsins sé að finna þar í landi á eftir Sádí-Arabíu og Venesúela. Olía er unnin úr venjulegum olíulindum en einnig er mikið magn af olíusandi að finna í fylkinu Alberta. Einnig er unnið jarðgas og eins og áður var nefnt þá eru kol meðal þeirra mikilvægu jarðefna sem finnast í Kanada. Vatnsorka er líka mikilvæg orkulind og er fylkið Quebec í fararbroddi í nýtingu hennar.

Ræktanlegt land er ein af náttúruauðlindum Kanada og er landið meðal stærstu kornframleiðanda heimsins. Helstu kornræktarsvæðin eru á sléttunum í vesturhluta landsins. Meðal tegunda sem eru mikið ræktaðar eru hveiti, repja, bygg, rúgur og hafrar.

Hveitiakrar eins langt og augað eygir.

Við strendur Kanada hefur sjávarfang verið mikilvæg náttúruauðlind í gegnum tíðina og byggðir átt allt sitt undir því sem sjórinn gaf. Undir lok síðustu aldar varð mikil niðursveifla þegar þorskstofninn við austurströnd landsins hrundi en engu að síður er sjórinn mikilvæg auðlind fyrir strandsvæði landsins.

Hér hafa verið nefnd dæmi um helstu náttúruauðlindir Kanada en vitanlega er hægt að tína margt fleira til.

Heimildir og myndir:


Þetta svar er að hluta til eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2012....