Sólin Sólin Rís 04:10 • sest 22:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 08:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:25 • Síðdegis: 20:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:23 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:10 • sest 22:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:27 • Sest 08:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:25 • Síðdegis: 20:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:23 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig lækningajurt er fífill og hvaða kvilla læknar hann?

Sesselja Ómarsdóttir og Margrét Bessadóttir

Hér á landi er að finna nokkrar tegundir fífla, má þar nefna fjalldalafífil, hjartafífil, hóffífil, Íslandsfífil, Jakobsfífil, krossfífil, skarifífil og túnfífli (sjá www.floraislands.is).

Túnfífill (Taraxacum officinale) er sá fífill sem ef til vill þekktastur og hefur lengi verið notaður í alþýðulækningum. Hins vegar ætti að varast að neyta krossfífils og hóffífils þar sem að sýnt hefur verið fram á að þeir innihalda efni sem heita pyrrolizidín-alkalóíðar. Pyrrolizidín–alkalóíðar eru eitraðir og geta valdið alvarlegum lifrarsjúkdómum.

Þegar túnfífill er notaður í alþýðulækningum er jurtinni safnað rétt fyrir blómgun og rót og blöð nýtt til lækninga. Oft eru rótum og blöðum blandað saman til að nýta verkun beggja hluta sem best.Flestir garðeigendur eru lítt hrifnir af túnfífli en jurtin hefur lengi verið notuð í alþýðulækningum.

Helstu innihaldsefni túnfífils eru fenólar, seskvíterpenar, tríterpenar, plöntusterólar, flavonóíðar, einnig inúlín og aðrar sykrur, fituefni og ýmis vítamín og steinefni. Talið var að blöðin, sem eru mjög næringarrík, hefðu þvagdrífandi virkni og innihéldu mikið af kalíum. Þau voru því mikið notuð við bjúg einkum ef hann orsakaðist af máttlitlu hjarta. Rótin var notuð við öllum lifrar- og gallblöðrusjúkdómum, til dæmis gulu, og einnig við meltingartregðu, svefnleysi og þunglyndi. Rótin var talin mjög góð fyrir fólk sem þurfti að styrkja sig eftir langvarandi lyfjatöku eða áfengisneyslu. Fíflamjólkin var notuð á vörtur og líkþorn. Túnfífill var einnig notaður til matargerðar og búa má til bragðgott fíflavín úr blómunum og blöðin þykja góð í salat. Seyði af fíflablöðum var notað til andlitsþvotta í fegrunarskyni og ristuð rótin var notuð í kaffibæti.

Nokkrar rannsóknir, gerðar á dýrum, hafa þó gefi til kynna að þvagdrífandi virkni sé ekki veruleg og líklega frekar tengd magni kalíums í rótum og blöðum. Einnig eru til heimildir fyrir því að etanól extrakt úr rótum túnfífils minnki bjúgmyndun að einhverju leyti í tilraunarottum og einnig var sýnt fram á að seytun á galli tvöfaldaðist eftir gjöf með ferskri rót túnfífils. Rannsóknir hafa einnig gefið til kynna að innihaldsefni úr túnfífli geti lækkað styrk blóðsykurs í eðlilegum kanínum.

Rannsóknir gerðar í tilraunaglösum hafa gefið til kynna æxlishemjandi virkni á ákveðin æxliskerfi (tumor systems) og einnig hefur verið sýnt fram á vaxtarhemjandi virkni extrakta á brjóstakrabbameinslínu. Hafa ber í huga að vegna takmarkaðra rannsókna, sérstaklega klínískra rannsókna, það er áhrifum á mannslíkama, er ekki hægt að staðfesta ofangreinda verkunarmáta túnfífils.

Ofnæmisviðbrögð við snertingu á túnfífli hafa verið skráð og talið er að ákveðið innihaldsefni túnfífils, seskvíterpen-laktón, valdi ofnæmisviðbrögðum. Túnfífill virðist ekki hafa eiturverkanir, jafnvel í stórum skömmtum, þó ber að hafa í huga að þörf er á frekari rannsóknum varðandi öryggi og eiturvirkni túnfífils.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd: Taraxacum officinale á Wikimedia Commons. Myndin er birt undir Creative Commons leyfi.

Höfundar

lektor í lyfja- og efnafræði náttúruefna við HÍ

doktorsnemi í lyfjafræði

Útgáfudagur

27.6.2008

Spyrjandi

Axel Orri Sigurðsson

Tilvísun

Sesselja Ómarsdóttir og Margrét Bessadóttir. „Hvernig lækningajurt er fífill og hvaða kvilla læknar hann?“ Vísindavefurinn, 27. júní 2008, sótt 24. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=31927.

Sesselja Ómarsdóttir og Margrét Bessadóttir. (2008, 27. júní). Hvernig lækningajurt er fífill og hvaða kvilla læknar hann? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=31927

Sesselja Ómarsdóttir og Margrét Bessadóttir. „Hvernig lækningajurt er fífill og hvaða kvilla læknar hann?“ Vísindavefurinn. 27. jún. 2008. Vefsíða. 24. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=31927>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig lækningajurt er fífill og hvaða kvilla læknar hann?
Hér á landi er að finna nokkrar tegundir fífla, má þar nefna fjalldalafífil, hjartafífil, hóffífil, Íslandsfífil, Jakobsfífil, krossfífil, skarifífil og túnfífli (sjá www.floraislands.is).

Túnfífill (Taraxacum officinale) er sá fífill sem ef til vill þekktastur og hefur lengi verið notaður í alþýðulækningum. Hins vegar ætti að varast að neyta krossfífils og hóffífils þar sem að sýnt hefur verið fram á að þeir innihalda efni sem heita pyrrolizidín-alkalóíðar. Pyrrolizidín–alkalóíðar eru eitraðir og geta valdið alvarlegum lifrarsjúkdómum.

Þegar túnfífill er notaður í alþýðulækningum er jurtinni safnað rétt fyrir blómgun og rót og blöð nýtt til lækninga. Oft eru rótum og blöðum blandað saman til að nýta verkun beggja hluta sem best.Flestir garðeigendur eru lítt hrifnir af túnfífli en jurtin hefur lengi verið notuð í alþýðulækningum.

Helstu innihaldsefni túnfífils eru fenólar, seskvíterpenar, tríterpenar, plöntusterólar, flavonóíðar, einnig inúlín og aðrar sykrur, fituefni og ýmis vítamín og steinefni. Talið var að blöðin, sem eru mjög næringarrík, hefðu þvagdrífandi virkni og innihéldu mikið af kalíum. Þau voru því mikið notuð við bjúg einkum ef hann orsakaðist af máttlitlu hjarta. Rótin var notuð við öllum lifrar- og gallblöðrusjúkdómum, til dæmis gulu, og einnig við meltingartregðu, svefnleysi og þunglyndi. Rótin var talin mjög góð fyrir fólk sem þurfti að styrkja sig eftir langvarandi lyfjatöku eða áfengisneyslu. Fíflamjólkin var notuð á vörtur og líkþorn. Túnfífill var einnig notaður til matargerðar og búa má til bragðgott fíflavín úr blómunum og blöðin þykja góð í salat. Seyði af fíflablöðum var notað til andlitsþvotta í fegrunarskyni og ristuð rótin var notuð í kaffibæti.

Nokkrar rannsóknir, gerðar á dýrum, hafa þó gefi til kynna að þvagdrífandi virkni sé ekki veruleg og líklega frekar tengd magni kalíums í rótum og blöðum. Einnig eru til heimildir fyrir því að etanól extrakt úr rótum túnfífils minnki bjúgmyndun að einhverju leyti í tilraunarottum og einnig var sýnt fram á að seytun á galli tvöfaldaðist eftir gjöf með ferskri rót túnfífils. Rannsóknir hafa einnig gefið til kynna að innihaldsefni úr túnfífli geti lækkað styrk blóðsykurs í eðlilegum kanínum.

Rannsóknir gerðar í tilraunaglösum hafa gefið til kynna æxlishemjandi virkni á ákveðin æxliskerfi (tumor systems) og einnig hefur verið sýnt fram á vaxtarhemjandi virkni extrakta á brjóstakrabbameinslínu. Hafa ber í huga að vegna takmarkaðra rannsókna, sérstaklega klínískra rannsókna, það er áhrifum á mannslíkama, er ekki hægt að staðfesta ofangreinda verkunarmáta túnfífils.

Ofnæmisviðbrögð við snertingu á túnfífli hafa verið skráð og talið er að ákveðið innihaldsefni túnfífils, seskvíterpen-laktón, valdi ofnæmisviðbrögðum. Túnfífill virðist ekki hafa eiturverkanir, jafnvel í stórum skömmtum, þó ber að hafa í huga að þörf er á frekari rannsóknum varðandi öryggi og eiturvirkni túnfífils.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd: Taraxacum officinale á Wikimedia Commons. Myndin er birt undir Creative Commons leyfi.

...