Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:29 • Síðdegis: 18:52 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:31 • Síðdegis: 12:34 í Reykjavík

Hvað er hægt að gera við ofholdgunarörum og hvaða meðferð reynist best?

Þórdís Kristinsdóttir

Þegar sár grær myndar líkaminn nýjan trefjabandvef úr kollageni yfir sárið. Örvefurinn líkist bandvefnum umhverfis sárið en er þó ekki alveg eins. Hann inniheldur litlar blóðæðar en skortir fitukirtla og teygjanlegan bandvef.

Stundum verða ör óeðlilega þykk og trefjakennd vegna offramleiðslu kollagens. Þetta kallast ofholdgun (e. hypertrophic scars) eða örbrigsli (e. keloid scars). Ofholdgun er mildari útgáfan af þessum tveimur, þá er örið óvenjuþykkt en þekur aðeins það svæði sem sárið gerði og getur lagast með tímanum. Örbrigsli þekja aftur á móti stærra svæði en upphaflega sárið gerði og geta jafnvel stækkað og dreift úr sér. Þau eru stinn og gúmmíkennd eða eins og glansandi, trefjakenndir hnökrar. Litur þeirra er frá bleikum eða húðlitum yfir í rautt eða dökkbrúnt.

Örbrigsli geta myndast sjálfkrafa en myndast oftast yfir sári, auk þess sem þau geta myndast eftir húðgötun eða yfir raksturssár, unglingabólur og hlaupabólu. Þau geta valdið miklum óþægindum, svo sem kláða og sársauka og geta stækkað og orðið að góðkynja æxli. Þeki þau liðamót geta þau auk þess minnkað hreyfigetu. Þannig er mikilvægt að meðhöndla þau sem fyrst.

Örbrigsli eru óeðlilega þykk og trefjakennd ör sem ná yfir stærra svæði en sárið gerði upphaflega og geta jafnvel stækkað og dreift úr sér.

Þeir sem einu sinni hafa fengið örbrigsli eru mun líklegri til að fá þau aftur en aðrir að fá örbrigsli í fyrsta sinn. Hjá þeim felst helsta meðferð í forvörnum, líkt og að forðast óþarfaáverka á húð, til dæmis skurðaðgerðir og húðgatanir, sé það mögulegt, auk þess að meðhöndla öll húðvandamál fljótt og örugglega.

Að öðrum kosti er helsta meðferð oftast sprautun svonefndra barkstera (e. corticosteroids) beint í sárið. Allt að 70% einstaklinga sýna jákvæða svörun við þessari meðferð en endurkomutíðni er há þar sem allt að helmingur fær aftur örbrigsli á næstu 5 árum. Sprautan er einnig sársaukafull og getur valdið óheppilegum aukaverkunum fyrir konur, líkt og gildir um allar sterameðferðir. Annað úrræði er að skera örbrigslin í burtu og er það helst gert ef sterasprauta sýnir ekki árangur. Samfara því ætti að fylgja tiamcinolone- eða interferon-sprauta. Ef bæði er skorið og sprautað er endurkomutíðni undir 50% en frá 45-100% ef aðeins er skorið. Frystiskurðaðgerð (e. cryosurgery) sýnir árangur sé henni beitt samfara annarri meðferð. Helsta aukaverkun þessarar aðferðar er aflitun húðar (e. hypopigmentation) og því hentar hún illa fólki með dökkan húðlit.

Margar rannsóknir hafa sýnt að geislameðferð gefi góða raun, en vegna mikillar hættu á langvarandi fylgikvillum sem aukaverkun meðferðar er ekki mælt með henni við góðkynja vandamáli sem þessu. Geislameðferð er því helst beitt ef önnur úrræði bregðast. Litaður leysir (e. dye lazer) getur einnig verið gagnlegur í baráttunni við örin með því að bæla fjölgun trefjakímfruma sem mynda örvefinn og hvata stýrðum frumudauða (e. apoptosis) og ensímvirkni. Litaða leysirinn virkar best með barksterameðferð.

Örbrigsli eftir skurðaðgerð.

Silíkongelþynnur hafa verið notaðar til að draga úr einkennum og til að koma í veg fyrir örbrigslismyndun yfir sárum. Nú fást einnig sérstök krem sem má bera á sár eða ör og koma í veg fyrir fjölgun kímfruma og offramleiðslu kollagens.

Fólk með dökka húð er 15% líklegra en fólk með ljósari húðlit til að fá ofholdgunarör og örbrigsli. Tíðni er jafnhá hjá báðum kynjum en ungar stúlkur fá oftar örbrigsli en drengir en það má líklegast skýra með aukinni tíðni eyrnagötunar meðal stúlkna. Tilhneiging til þess að fá ofholdgun og örbrigsli gengur í erfðir.

Heimildir:

Myndir:

Höfundur

nemi í læknisfræði við HÍ

Útgáfudagur

18.1.2012

Spyrjandi

Davíð Ágústsson

Tilvísun

Þórdís Kristinsdóttir. „Hvað er hægt að gera við ofholdgunarörum og hvaða meðferð reynist best?“ Vísindavefurinn, 18. janúar 2012. Sótt 22. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=52333.

Þórdís Kristinsdóttir. (2012, 18. janúar). Hvað er hægt að gera við ofholdgunarörum og hvaða meðferð reynist best? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=52333

Þórdís Kristinsdóttir. „Hvað er hægt að gera við ofholdgunarörum og hvaða meðferð reynist best?“ Vísindavefurinn. 18. jan. 2012. Vefsíða. 22. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=52333>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er hægt að gera við ofholdgunarörum og hvaða meðferð reynist best?
Þegar sár grær myndar líkaminn nýjan trefjabandvef úr kollageni yfir sárið. Örvefurinn líkist bandvefnum umhverfis sárið en er þó ekki alveg eins. Hann inniheldur litlar blóðæðar en skortir fitukirtla og teygjanlegan bandvef.

Stundum verða ör óeðlilega þykk og trefjakennd vegna offramleiðslu kollagens. Þetta kallast ofholdgun (e. hypertrophic scars) eða örbrigsli (e. keloid scars). Ofholdgun er mildari útgáfan af þessum tveimur, þá er örið óvenjuþykkt en þekur aðeins það svæði sem sárið gerði og getur lagast með tímanum. Örbrigsli þekja aftur á móti stærra svæði en upphaflega sárið gerði og geta jafnvel stækkað og dreift úr sér. Þau eru stinn og gúmmíkennd eða eins og glansandi, trefjakenndir hnökrar. Litur þeirra er frá bleikum eða húðlitum yfir í rautt eða dökkbrúnt.

Örbrigsli geta myndast sjálfkrafa en myndast oftast yfir sári, auk þess sem þau geta myndast eftir húðgötun eða yfir raksturssár, unglingabólur og hlaupabólu. Þau geta valdið miklum óþægindum, svo sem kláða og sársauka og geta stækkað og orðið að góðkynja æxli. Þeki þau liðamót geta þau auk þess minnkað hreyfigetu. Þannig er mikilvægt að meðhöndla þau sem fyrst.

Örbrigsli eru óeðlilega þykk og trefjakennd ör sem ná yfir stærra svæði en sárið gerði upphaflega og geta jafnvel stækkað og dreift úr sér.

Þeir sem einu sinni hafa fengið örbrigsli eru mun líklegri til að fá þau aftur en aðrir að fá örbrigsli í fyrsta sinn. Hjá þeim felst helsta meðferð í forvörnum, líkt og að forðast óþarfaáverka á húð, til dæmis skurðaðgerðir og húðgatanir, sé það mögulegt, auk þess að meðhöndla öll húðvandamál fljótt og örugglega.

Að öðrum kosti er helsta meðferð oftast sprautun svonefndra barkstera (e. corticosteroids) beint í sárið. Allt að 70% einstaklinga sýna jákvæða svörun við þessari meðferð en endurkomutíðni er há þar sem allt að helmingur fær aftur örbrigsli á næstu 5 árum. Sprautan er einnig sársaukafull og getur valdið óheppilegum aukaverkunum fyrir konur, líkt og gildir um allar sterameðferðir. Annað úrræði er að skera örbrigslin í burtu og er það helst gert ef sterasprauta sýnir ekki árangur. Samfara því ætti að fylgja tiamcinolone- eða interferon-sprauta. Ef bæði er skorið og sprautað er endurkomutíðni undir 50% en frá 45-100% ef aðeins er skorið. Frystiskurðaðgerð (e. cryosurgery) sýnir árangur sé henni beitt samfara annarri meðferð. Helsta aukaverkun þessarar aðferðar er aflitun húðar (e. hypopigmentation) og því hentar hún illa fólki með dökkan húðlit.

Margar rannsóknir hafa sýnt að geislameðferð gefi góða raun, en vegna mikillar hættu á langvarandi fylgikvillum sem aukaverkun meðferðar er ekki mælt með henni við góðkynja vandamáli sem þessu. Geislameðferð er því helst beitt ef önnur úrræði bregðast. Litaður leysir (e. dye lazer) getur einnig verið gagnlegur í baráttunni við örin með því að bæla fjölgun trefjakímfruma sem mynda örvefinn og hvata stýrðum frumudauða (e. apoptosis) og ensímvirkni. Litaða leysirinn virkar best með barksterameðferð.

Örbrigsli eftir skurðaðgerð.

Silíkongelþynnur hafa verið notaðar til að draga úr einkennum og til að koma í veg fyrir örbrigslismyndun yfir sárum. Nú fást einnig sérstök krem sem má bera á sár eða ör og koma í veg fyrir fjölgun kímfruma og offramleiðslu kollagens.

Fólk með dökka húð er 15% líklegra en fólk með ljósari húðlit til að fá ofholdgunarör og örbrigsli. Tíðni er jafnhá hjá báðum kynjum en ungar stúlkur fá oftar örbrigsli en drengir en það má líklegast skýra með aukinni tíðni eyrnagötunar meðal stúlkna. Tilhneiging til þess að fá ofholdgun og örbrigsli gengur í erfðir.

Heimildir:

Myndir:...