Sólin Sólin Rís 03:55 • sest 22:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:59 • Sest 03:37 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:27 • Síðdegis: 16:57 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 23:06 í Reykjavík

Hvað er hættulegt við að eignast barn 14-17 ára?

MBS

Þegar konur eru orðnar kynþroska geta þær orðið óléttar við samfarir. Fyrsta egglos hjá stúlkum verður að meðaltali um 13 ára aldur, en það er þá sem sagt er að stelpan sé kynþroska. Þó að stúlkur séu orðnar kynþroska er ekki þar með sagt að þær séu fullvaxta og því eðlilegt að líkaminn eigi eftir að taka út talsverðan þroska. Ung fullvaxta kona getur því verið betur í stakk búin til að ganga með barn en stúlka sem á eftir að taka út mikinn líkamlegan þroska. Það er svo einnig einstaklingsbundið hvenær stúlka telst fullvaxta, en algengast er að stúlkur séu orðnar fullþroska við 18 ára aldur. Það þarf þó ekki að vera að líkamlegur þroski hafi mest áhrif á meðgönguna en mjög margir þættir geta spilað þar inn í.

Á vísindavefnum má finna svör um kynþroska og meðgöngu, til dæmis:

Á Doktor.is er einnig að finna miklar upplýsingar um meðgöngu og barnseignir.

Höfundur

Margrét Björk Sigurðardóttir

líffræðingur

Útgáfudagur

30.3.2006

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

MBS. „Hvað er hættulegt við að eignast barn 14-17 ára?“ Vísindavefurinn, 30. mars 2006. Sótt 20. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5761.

MBS. (2006, 30. mars). Hvað er hættulegt við að eignast barn 14-17 ára? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5761

MBS. „Hvað er hættulegt við að eignast barn 14-17 ára?“ Vísindavefurinn. 30. mar. 2006. Vefsíða. 20. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5761>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er hættulegt við að eignast barn 14-17 ára?
Þegar konur eru orðnar kynþroska geta þær orðið óléttar við samfarir. Fyrsta egglos hjá stúlkum verður að meðaltali um 13 ára aldur, en það er þá sem sagt er að stelpan sé kynþroska. Þó að stúlkur séu orðnar kynþroska er ekki þar með sagt að þær séu fullvaxta og því eðlilegt að líkaminn eigi eftir að taka út talsverðan þroska. Ung fullvaxta kona getur því verið betur í stakk búin til að ganga með barn en stúlka sem á eftir að taka út mikinn líkamlegan þroska. Það er svo einnig einstaklingsbundið hvenær stúlka telst fullvaxta, en algengast er að stúlkur séu orðnar fullþroska við 18 ára aldur. Það þarf þó ekki að vera að líkamlegur þroski hafi mest áhrif á meðgönguna en mjög margir þættir geta spilað þar inn í.

Á vísindavefnum má finna svör um kynþroska og meðgöngu, til dæmis:

Á Doktor.is er einnig að finna miklar upplýsingar um meðgöngu og barnseignir....