Sólin Sólin Rís 03:39 • sest 23:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:44 • Sest 23:45 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:16 • Síðdegis: 24:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:54 • Síðdegis: 18:27 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:39 • sest 23:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:44 • Sest 23:45 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:16 • Síðdegis: 24:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:54 • Síðdegis: 18:27 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig getur kjarninn í jörðinni alltaf verið heitur?

ÞV

Þetta er góð og mikilvæg spurning sem snertir mörg merkileg mál.

Það er rétt að kjarninn í jörðinni er „alltaf“ heitur, það er að segja næstum því endalaust. Hitinn inni í jörðinni er allt að 7000 stig á Celsius (°C). Hann á sér nokkrar orsakir en þeirra veigamest er geislavirkni: Í iðrum jarðar er talsvert af geislavirkum efnum og þegar þau senda frá sér geislun losnar orka úr læðingi og efnið í kring hitnar. Með tímanum myndast jafnvægi þannig að hitaorkan sem streymir burt er þá jafnmikil og orkan sem myndast, og hitastigið helst stöðugt. − Að öðru leyti varð til dæmis nokkuð af hitanum í jörðinni til þegar hún myndaðist við árekstra efnis í geimnum og þess konar hiti verður enn til við núning í efninu inni í jörðinni.

Þegar geislavirkt efni sendir frá sér geislun breytist það í annað efni sem er oft ekki geislavirkt. Þannig minnka geislvirku efnin í jörðinni smám saman, en að vísu afar hægt. Þetta leiðir eitt og sér til þess að kjarni jarðar kólnar smám saman en þó svo hægt að kólnunin verður ekki veruleg fyrr en ármilljarðar hafa liðið, en einn ármilljarður er þúsund milljón ár. Við þurfum því ekki að kvíða þessu í nánustu framtíð. Auk þess gerist á sama tíma ýmislegt annað sem hefur sambærileg áhrif á framtíð jarðarinnar, til dæmis breytingar á sólinni.

Hitinn sem myndast inni í jörðinni leitar út eins og áður var nefnt. Þessi hiti er þannig frumorsök jarðhitans sem við Íslendingar þekkjum svo vel. Þegar litið er á jörðina í heild eða stór svæði á henni má þannig segja að jarðhitinn sé í reynd endurnýjanleg auðlind sem kallað er: Þó að við nýtum eitthvað af honum verður sú nýting alltaf hverfandi miðað við heildarorkuna sem streymir út samkvæmt einföldum lögmálum geislavirkninnar, og hún hefur engin áhrif á heildarforðann sem eftir er í geislavirkum efnum sem eiga eftir að ummyndast. Hitt er svo annað mál að menn geta gengið svo nærri einstökum, afmörkuðum svæðum að ekki verði hægt að nýta jarðhita þar á næstunni.

Hitinn í jörðinni leitar einnig út með eldgosum. Meginorsök þeirra er sú að hitinn kemst ekki nógu hratt út eftir öðrum leiðum. Heit kvika brýtur sér því leið til yfirborðsins og þar verður eldgos.

Við getum því sagt að við verðum svo sannarlega vör við hitann inni í jörðinni hér á Íslandi. Við notum hann meðal annars til að hita húsin okkar!

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

Mynd:
  • Discover. Texti íslenskaður af ritstjórn. Sótt 5.4.2011.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

5.4.2011

Spyrjandi

Konrad Galka, f. 1996

Tilvísun

ÞV. „Hvernig getur kjarninn í jörðinni alltaf verið heitur?“ Vísindavefurinn, 5. apríl 2011, sótt 14. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=59240.

ÞV. (2011, 5. apríl). Hvernig getur kjarninn í jörðinni alltaf verið heitur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=59240

ÞV. „Hvernig getur kjarninn í jörðinni alltaf verið heitur?“ Vísindavefurinn. 5. apr. 2011. Vefsíða. 14. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=59240>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig getur kjarninn í jörðinni alltaf verið heitur?
Þetta er góð og mikilvæg spurning sem snertir mörg merkileg mál.

Það er rétt að kjarninn í jörðinni er „alltaf“ heitur, það er að segja næstum því endalaust. Hitinn inni í jörðinni er allt að 7000 stig á Celsius (°C). Hann á sér nokkrar orsakir en þeirra veigamest er geislavirkni: Í iðrum jarðar er talsvert af geislavirkum efnum og þegar þau senda frá sér geislun losnar orka úr læðingi og efnið í kring hitnar. Með tímanum myndast jafnvægi þannig að hitaorkan sem streymir burt er þá jafnmikil og orkan sem myndast, og hitastigið helst stöðugt. − Að öðru leyti varð til dæmis nokkuð af hitanum í jörðinni til þegar hún myndaðist við árekstra efnis í geimnum og þess konar hiti verður enn til við núning í efninu inni í jörðinni.

Þegar geislavirkt efni sendir frá sér geislun breytist það í annað efni sem er oft ekki geislavirkt. Þannig minnka geislvirku efnin í jörðinni smám saman, en að vísu afar hægt. Þetta leiðir eitt og sér til þess að kjarni jarðar kólnar smám saman en þó svo hægt að kólnunin verður ekki veruleg fyrr en ármilljarðar hafa liðið, en einn ármilljarður er þúsund milljón ár. Við þurfum því ekki að kvíða þessu í nánustu framtíð. Auk þess gerist á sama tíma ýmislegt annað sem hefur sambærileg áhrif á framtíð jarðarinnar, til dæmis breytingar á sólinni.

Hitinn sem myndast inni í jörðinni leitar út eins og áður var nefnt. Þessi hiti er þannig frumorsök jarðhitans sem við Íslendingar þekkjum svo vel. Þegar litið er á jörðina í heild eða stór svæði á henni má þannig segja að jarðhitinn sé í reynd endurnýjanleg auðlind sem kallað er: Þó að við nýtum eitthvað af honum verður sú nýting alltaf hverfandi miðað við heildarorkuna sem streymir út samkvæmt einföldum lögmálum geislavirkninnar, og hún hefur engin áhrif á heildarforðann sem eftir er í geislavirkum efnum sem eiga eftir að ummyndast. Hitt er svo annað mál að menn geta gengið svo nærri einstökum, afmörkuðum svæðum að ekki verði hægt að nýta jarðhita þar á næstunni.

Hitinn í jörðinni leitar einnig út með eldgosum. Meginorsök þeirra er sú að hitinn kemst ekki nógu hratt út eftir öðrum leiðum. Heit kvika brýtur sér því leið til yfirborðsins og þar verður eldgos.

Við getum því sagt að við verðum svo sannarlega vör við hitann inni í jörðinni hér á Íslandi. Við notum hann meðal annars til að hita húsin okkar!

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

Mynd:
  • Discover. Texti íslenskaður af ritstjórn. Sótt 5.4.2011.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur. ...