Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Hvað eru 296 dollarar margar krónur?

ÍDÞ

Þegar þetta er skrifað á fyrstu dögum júlímánaðar árið 2012 er gengi Bandaríkjadals um 125 kr., það er fyrir 125 kr. fæst 1 Bandaríkjadalur, samkvæmt vef Seðlabanka Íslands.

Áður hefur verið fjallað um hverju munurinn á kaup- og sölugengi gjaldmiðla sætir en þann 4. júlí árið 2012 var kaupgengi Bandaríkjadals 125,31 kr. en sölugengi 125,91 kr. Við skulum þó ekki hafa áhyggjur af því hér og miðum einfaldlega við 125 krónur fyrir hvern Bandaríkjadal.

Spyrjandi vill vita hvað 296 dalir eru margar krónur. Ef við vitum að 1 dalur er 125 krónur þurfum við einfaldlega að margfalda fjölda dala með 125 til að fá út fjölda króna, það er:

$$296\cdot 125= 37.000~\text{kr.}$$Ýmsar síður á Netinu bjóða upp á umbreytingu á milli gjaldmiðla, þá þarf einungis að slá inn 296 í reit merktan Bandaríkjadölum og þá fæst samsvarandi upphæð í öðrum gjaldmiðlum sem boðið er upp á að reikna með. Hér þarf þó að passa sig á því að skoða hvaða síða er notuð þar sem opinbert gengi viðkomandi gjaldmiðils er ekki alltaf notað. Til dæmis er gengi hjá kortafyrirtækjum yfirleitt eitthvað hærra.

Þegar þetta er skrifað í byrjun júlímánaðar árið 2012 er 1 dalur um það bil 125 kr.

Einföld formúla til að umreikna gengi gjaldmiðla er eftirfarandi:

x [gjaldmiðill a] [gengi gjaldmiðils b miðað við gjaldmiðil a]

= y [gjaldmiðill b].

Hér þarf að passa að gengið sé rétt valið. 1 Bandaríkjadalur er 125 kr. en 1 kr. er einungis 1/125 Bandaríkjadalir eða um það bil 0,008 dalir. Þannig fæst:

$$296~\text{dalir} \cdot 125~\text{kr./dal} = 37.000~\text{kr.}$$Hér sjáum við að einingin fyrir dal styttist út og við endum með krónur.

Ef við ættum hins vegar 37.000 kr. og vildum vita hvað það væru margir dalir þá fengist:

$$x~\text{dalir} \cdot 125~ \text{kr./dal} = 37.000~\text{kr.},$$ það er

$$x~\text{dalir} = \frac{37.000~\text{kr.}}{125~\text{kr./dal}}$$ en þá fæst $$x = 296~\text{dalir}.$$Eins hefði mátt gera:

$$37.000~\text{kr.} \cdot~0,008~\text{dalir/kr.} = 296~\text{dalir}.$$Þessar aðferðir má nota við umreikning á hvaða gjaldmiðlum sem er svo framarlega sem fjöldi annars gjaldmiðilsins er þekktur og gengi þeirra á milli.

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

12.7.2012

Spyrjandi

María Rún Thorarensen, f. 2001

Tilvísun

ÍDÞ. „Hvað eru 296 dollarar margar krónur?“ Vísindavefurinn, 12. júlí 2012. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=59866.

ÍDÞ. (2012, 12. júlí). Hvað eru 296 dollarar margar krónur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=59866

ÍDÞ. „Hvað eru 296 dollarar margar krónur?“ Vísindavefurinn. 12. júl. 2012. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=59866>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru 296 dollarar margar krónur?
Þegar þetta er skrifað á fyrstu dögum júlímánaðar árið 2012 er gengi Bandaríkjadals um 125 kr., það er fyrir 125 kr. fæst 1 Bandaríkjadalur, samkvæmt vef Seðlabanka Íslands.

Áður hefur verið fjallað um hverju munurinn á kaup- og sölugengi gjaldmiðla sætir en þann 4. júlí árið 2012 var kaupgengi Bandaríkjadals 125,31 kr. en sölugengi 125,91 kr. Við skulum þó ekki hafa áhyggjur af því hér og miðum einfaldlega við 125 krónur fyrir hvern Bandaríkjadal.

Spyrjandi vill vita hvað 296 dalir eru margar krónur. Ef við vitum að 1 dalur er 125 krónur þurfum við einfaldlega að margfalda fjölda dala með 125 til að fá út fjölda króna, það er:

$$296\cdot 125= 37.000~\text{kr.}$$Ýmsar síður á Netinu bjóða upp á umbreytingu á milli gjaldmiðla, þá þarf einungis að slá inn 296 í reit merktan Bandaríkjadölum og þá fæst samsvarandi upphæð í öðrum gjaldmiðlum sem boðið er upp á að reikna með. Hér þarf þó að passa sig á því að skoða hvaða síða er notuð þar sem opinbert gengi viðkomandi gjaldmiðils er ekki alltaf notað. Til dæmis er gengi hjá kortafyrirtækjum yfirleitt eitthvað hærra.

Þegar þetta er skrifað í byrjun júlímánaðar árið 2012 er 1 dalur um það bil 125 kr.

Einföld formúla til að umreikna gengi gjaldmiðla er eftirfarandi:

x [gjaldmiðill a] [gengi gjaldmiðils b miðað við gjaldmiðil a]

= y [gjaldmiðill b].

Hér þarf að passa að gengið sé rétt valið. 1 Bandaríkjadalur er 125 kr. en 1 kr. er einungis 1/125 Bandaríkjadalir eða um það bil 0,008 dalir. Þannig fæst:

$$296~\text{dalir} \cdot 125~\text{kr./dal} = 37.000~\text{kr.}$$Hér sjáum við að einingin fyrir dal styttist út og við endum með krónur.

Ef við ættum hins vegar 37.000 kr. og vildum vita hvað það væru margir dalir þá fengist:

$$x~\text{dalir} \cdot 125~ \text{kr./dal} = 37.000~\text{kr.},$$ það er

$$x~\text{dalir} = \frac{37.000~\text{kr.}}{125~\text{kr./dal}}$$ en þá fæst $$x = 296~\text{dalir}.$$Eins hefði mátt gera:

$$37.000~\text{kr.} \cdot~0,008~\text{dalir/kr.} = 296~\text{dalir}.$$Þessar aðferðir má nota við umreikning á hvaða gjaldmiðlum sem er svo framarlega sem fjöldi annars gjaldmiðilsins er þekktur og gengi þeirra á milli.

Mynd:...