Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Getur maður orðið brúnn þótt það sé skýjað?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Já, maður getur orðið brúnn og jafnvel brunnið af því að vera úti í skýjuðu veðri. Ský draga úr geislun útfjólublárra geisla en hluti þeirra berst í gegnum andrúmsloftið til jarðar þrátt fyrir skýin. Það tekur því lengri tíma að verða brúnn í skýjuðu veðri en á endanum getur það orðið.

Menn geta vel orðið sólbrúnir í skýjuðu veðri en það tekur lengri tíma en þegar sól skín í heiði.

Til þess að verða brúnn er ekki nauðsynlegt að finna fyrir hita í húðinni. Þegar ský eru á lofti finnur maður oft ekki fyrir hitanum og passar sig því ekki og getur átt á hættu að brenna. Það eru nefnilega ekki sömu geislar sem valda hita og brúnum húðlit. Í sólarljósi eru meðal annarra innrauðir geislar sem hita húðina og útfjólubláir geislar sem valda sólbrúnku og jafnvel bruna ef menn eru of lengi óvarðar úti við. Allur er því varinn góður, líka í skýjuðu veðri.

Heimildir:


Hér er einnig svarað spurningunni:

Færðu jafn mikið tan ef þú ert í sólbaði og það eru ský og ef þú ert í sólbaði undir heiðskírum himni?

Höfundur

Útgáfudagur

6.1.2012

Spyrjandi

Sigrún Birta Kristinsdóttir, f. 1995, Íris Rut Jónsdóttir, Hermann Hermannsson

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Getur maður orðið brúnn þótt það sé skýjað?“ Vísindavefurinn, 6. janúar 2012. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=59957.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2012, 6. janúar). Getur maður orðið brúnn þótt það sé skýjað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=59957

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Getur maður orðið brúnn þótt það sé skýjað?“ Vísindavefurinn. 6. jan. 2012. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=59957>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Getur maður orðið brúnn þótt það sé skýjað?
Já, maður getur orðið brúnn og jafnvel brunnið af því að vera úti í skýjuðu veðri. Ský draga úr geislun útfjólublárra geisla en hluti þeirra berst í gegnum andrúmsloftið til jarðar þrátt fyrir skýin. Það tekur því lengri tíma að verða brúnn í skýjuðu veðri en á endanum getur það orðið.

Menn geta vel orðið sólbrúnir í skýjuðu veðri en það tekur lengri tíma en þegar sól skín í heiði.

Til þess að verða brúnn er ekki nauðsynlegt að finna fyrir hita í húðinni. Þegar ský eru á lofti finnur maður oft ekki fyrir hitanum og passar sig því ekki og getur átt á hættu að brenna. Það eru nefnilega ekki sömu geislar sem valda hita og brúnum húðlit. Í sólarljósi eru meðal annarra innrauðir geislar sem hita húðina og útfjólubláir geislar sem valda sólbrúnku og jafnvel bruna ef menn eru of lengi óvarðar úti við. Allur er því varinn góður, líka í skýjuðu veðri.

Heimildir:


Hér er einnig svarað spurningunni:

Færðu jafn mikið tan ef þú ert í sólbaði og það eru ský og ef þú ert í sólbaði undir heiðskírum himni?
...