Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 45 svör fundust

Getur maður orðið brúnn þótt það sé skýjað?

Já, maður getur orðið brúnn og jafnvel brunnið af því að vera úti í skýjuðu veðri. Ský draga úr geislun útfjólublárra geisla en hluti þeirra berst í gegnum andrúmsloftið til jarðar þrátt fyrir skýin. Það tekur því lengri tíma að verða brúnn í skýjuðu veðri en á endanum getur það orðið. Menn geta vel orðið sólb...

Nánar

Verður maður brúnn af því að sitja við varðeld?

Þegar útfjólublátt ljós fellur á húðina örvar það myndun litarefnisins melaníns í litfrumum og við verðum brún. Viðbrögð húðarinnar við útfjólubláum geislum eru háð afli geislanna en óháð uppsprettu þeirra. Húðin verður þess vegna fyrir sömu áhrifum hvort sem útfjólubláu geislarnir koma frá sólinni eða einhverju h...

Nánar

Af hverju er kúkurinn brúnn en ekki bleikur?

Það er litarefnið saurbrúnka sem gefur kúk lit og hann verður brúnn en ekki bleikur, blár eða grænn af því að þetta er brúnt litarefni. Ef kúkurinn ætti að vera bleikur þyrfti eitthvert annað litarefni að koma til. Lifrin kemur mikið við sögu í lit hægða. Þar verða til svokölluð galllitarefni og kallast eitt ...

Nánar

Finnast snákar í Danmörku?

Í Danmörku eru tvær villtar snákategundir. Um aðra þeirra, nöðru eða höggorm (Vipera berus), er fjallað um í svari sama höfundar við spurningunni Eru einhverjar eitraðar snáka- og froskategundir í Danmörku? Tegundin er eitruð en bit hennar er þó ekki talið banvænt. Höggormur (Vipera berus). Danir kalla hina snák...

Nánar

Hvað er maskínupappír og af hverju er hann kenndur við maskínu?

Farið var að auglýsa maskínupappír í blöðum undir lok 19. aldar. Í blöðunum Íslandi, Ísafold og Fjallkonunni í apríl 1899 er maskínupappírinn nefndur ásamt ýmsum öðrum varningi og virðist auglýsandinn hinn sami. Engin skýring er á því um hvaða pappír er að ræða og hefur það líklega ekki þótt nauðsynlegt. Pappírinn...

Nánar

Var Jesús svertingi?

Hér er einnig svarað spurningu Ólafíu Jensdóttur sama efnis. Jesús var Gyðingur og hefur verið hvítur eða vel brúnn á hörund. Spyrjandi vísar ef til vill til kvikmyndarinnar Dogma en þar er sagt að Jesús hafi verið svartur. Um nákvæmt litaraft hans er ekkert hægt að segja en eins og áður sagði þá var hann G...

Nánar

Verður maður brúnn eða kannski gulur af því að borða gulrætur?

Vísindavefurinn hefur fengið nokkrar spurningar um gulrætur og húðlit. Meðal þeirra eru:Er hægt að verða appelsínugulur af því að borða gulrætur og ef svo er hvað þarf mikið? (Jón Trausti) Verður maður brúnn af því að borða gulrætur? (Valborg) Er það satt að maður verður gulur af að borða mikið af gulrótum? (Mar...

Nánar

Hvaða málmar eru í messing?

Messing (e. brass) er málmblendi sem inniheldur kopar (Cu) og sink (Zn) en bæði efnin eru málmar og nágrannar í lotukerfinu, frumefni númer 29 og 30. Kopar er rauð-appelsínugulur/rauð-brúnn á lit en sink er silfurgrátt. Litur messings svipar til kopars en er meira út í gulllitað. Messing hefur verið notað um la...

Nánar

Hver er munurinn á stjörnu og tungli?

Það er mikill munur á tungli og stjörnu. Stjörnur eru sólir sem framleiða eigið ljós og hita líkt og sólin okkar gerir. Sólstjarna myndar orku sína við ákveðið ferli sem nefnist kjarnasamruni, en þá ummyndast vetni í kjarna stjörnunnar í helíum. Stjarna getur mest haft 120 sinnum meiri massa en sólin okkar, ef hún...

Nánar

Hver er merkingin í orðatiltækinu 'að tefla við páfann'?

Orðasambandið að tefla við páfann merkir ‘að ganga örna sinna, kúka’. Elst dæmi um það í ritmálssafni Orðabókarinnar er frá miðri 19. öld í bréfi frá Jónasi Hallgrímssyni. Af sama tagi eru orðasamböndin að heimsækja páfann, að tala við páfann og að gjalda páfanum skatt og eru þau öll yngri. Einnig er talað um að t...

Nánar

Hvernig fæðingarblettir valda krabbameini?

Sortuæxli eru illkynja æxli sem eiga uppruna sinn í litarfrumum húðarinnar. Þau geta myndast í fæðingarblettum sem fyrir eru eða komið í ljós sem nýir blettir. Flestir fæðingarblettir eru meinlausir en þó þróast þeir stundum í sortuæxli, einkum ef þeir eru mjög stórir og óreglulegir í lögun. Í svari Þurí...

Nánar

Eru hlutir lifandi?

Í stuttu máli er svarið “já, sumir hlutir eru lifandi” en það ræðst reyndar af því hvaða skilningur er lagður í orðið hlutur. Orðið hlutur notum við yfir hitt og þetta sem er til í kringum okkur. Þótt nákvæm skilgreining þessa orðs sé á reiki má kannski segja að hlutur sé eitthvað sem við getum talað um, bent á...

Nánar

Getur komið jarpt afkvæmi undan brúnni meri og rauðum hesti?

Í mjög stuttu máli er svarið við þessari spurningu já: Það getur komið jarpt afkvæmi undan brúnu og rauðu. En skoðum málið aðeins nánar til að skilja hvers vegna. Aðallitir í hrossum og jafnframt þeir algengustu eru brúnn, jarpur og rauður. Tvö aðalefni ráða litnum, annað svart en hitt rautt eða rauðgult. ...

Nánar

Fleiri niðurstöður