Sólin Sólin Rís 09:35 • sest 16:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:54 • Sest 21:49 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:43 • Síðdegis: 23:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:07 • Síðdegis: 17:18 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:35 • sest 16:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:54 • Sest 21:49 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:43 • Síðdegis: 23:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:07 • Síðdegis: 17:18 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað var Ísland lengi að myndast?

EDS

Ísland byrjaði að myndast fyrir mörgum milljónum ára og myndun þess er enn í gangi eins og við erum reglulega minnt á með eldgosum sem hér verða.

Í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hversu gamlir eru mismunandi hlutar Íslands? segir að allt frá því að Norður-Atlantshaf byrjaði að opnast fyrir um 60 milljón árum hefur verið land yfir heita reitnum. Nýtt berg myndast eftir gosbeltunum, það berst til hliðanna og sekkur loks í sæ. Fyrir 50 milljón árum voru Færeyjar Ísland, ef svo má segja. Elsta berg sem nú er ofan sjávarmáls á Íslandi er sem sagt um það bil 16 milljón ára -- eldra berg er sokkið í sæ.

Undir Íslandi er heitur reitur. Fyrir um 60 milljón árum myndaðist fyrst land yfir þessum heita reit en það land er löngu horfið.

Þetta ferli sem lýst er hér að ofan, það er að nýtt efni kemur upp, rekur til hliðanna og sekkur í sæ er enn í fullum gangi og myndun landsins því alls ekki lokið.

Nýmyndun efnis er þó aðeins hluti af myndun landsins. Mótun þess, það er hvernig landið lítur út, er líka stöðugt í gangi. Um landmótunina hefur Sigurður Steinþórsson fjallað í nokkrum svörum og segir meðal annars í svari við spurningunni Af hverju lítur landið okkar út eins og það gerir?

Við mótun landsins takast á innræn og útræn öfl, eldgos bæta jarðmyndunum ofan á þær sem fyrir voru, en roföflin rjúfa yfirborðið og bera jarðefnin til sjávar. Hvorum vegnar betur á hverjum tíma fer eftir aðstæðum, og hér á landi eru það jöklar ísaldar sem áhrifamestir hafa verið við mótun þess Íslands sem við þekkjum.

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

30.5.2012

Spyrjandi

Sonja Sævarsdóttir, f. 2001

Tilvísun

EDS. „Hvað var Ísland lengi að myndast?“ Vísindavefurinn, 30. maí 2012, sótt 8. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=62281.

EDS. (2012, 30. maí). Hvað var Ísland lengi að myndast? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=62281

EDS. „Hvað var Ísland lengi að myndast?“ Vísindavefurinn. 30. maí. 2012. Vefsíða. 8. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=62281>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað var Ísland lengi að myndast?
Ísland byrjaði að myndast fyrir mörgum milljónum ára og myndun þess er enn í gangi eins og við erum reglulega minnt á með eldgosum sem hér verða.

Í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hversu gamlir eru mismunandi hlutar Íslands? segir að allt frá því að Norður-Atlantshaf byrjaði að opnast fyrir um 60 milljón árum hefur verið land yfir heita reitnum. Nýtt berg myndast eftir gosbeltunum, það berst til hliðanna og sekkur loks í sæ. Fyrir 50 milljón árum voru Færeyjar Ísland, ef svo má segja. Elsta berg sem nú er ofan sjávarmáls á Íslandi er sem sagt um það bil 16 milljón ára -- eldra berg er sokkið í sæ.

Undir Íslandi er heitur reitur. Fyrir um 60 milljón árum myndaðist fyrst land yfir þessum heita reit en það land er löngu horfið.

Þetta ferli sem lýst er hér að ofan, það er að nýtt efni kemur upp, rekur til hliðanna og sekkur í sæ er enn í fullum gangi og myndun landsins því alls ekki lokið.

Nýmyndun efnis er þó aðeins hluti af myndun landsins. Mótun þess, það er hvernig landið lítur út, er líka stöðugt í gangi. Um landmótunina hefur Sigurður Steinþórsson fjallað í nokkrum svörum og segir meðal annars í svari við spurningunni Af hverju lítur landið okkar út eins og það gerir?

Við mótun landsins takast á innræn og útræn öfl, eldgos bæta jarðmyndunum ofan á þær sem fyrir voru, en roföflin rjúfa yfirborðið og bera jarðefnin til sjávar. Hvorum vegnar betur á hverjum tíma fer eftir aðstæðum, og hér á landi eru það jöklar ísaldar sem áhrifamestir hafa verið við mótun þess Íslands sem við þekkjum.

Mynd:

...