Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Hvort verða ungar til í eggjahvítunni eða eggjarauðunni?

Jón Már Halldórsson

Ef spyrjandi á við fuglsegg þá verður unginn hvorki til í eggjahvítunni né eggjarauðunni. Eggjarauðan veitir unganum nauðsynlega næringu en í henni eru meðal annars járn, fosfór, mörg sölt og A-, B- og D-vítamín. Einnig eru í rauðunni ýmsar gerðir af lípíðum.

Ungar verða hvorki til í eggjahvítunni né eggjarauðunni.

Eggjahvítan er einnig nauðsynlegt næringarforðabúr fyrir vaxandi ungann en eggjahvíta er að vísu að mestu vatn (90%) og svo flókin prótín, svo sem albúmín og glóbúlín. Engin lípíð er að finna í eggjahvítunni. En hvar er þá unginn?

Í venjulegu hænueggi sem við kaupum úr matvöruverslun hér á landi sýnist okkur egg aðeins samanstanda af eggjarauðu og eggjahvítu auk nokkurra himna. En fósturvísirinn sem nefnist kímblöðrudiskur (e. blastodisc) má finna á yfirborði eggjarauðunnar ef vel er gáð.

Örin bendir á kímblöðrudiskinn.

Kímblöðrudiskurinn er daufhvítur blettur sem samanstendur í fyrstu af einni frumu og er 2-3 mm í þvermál. Með tímanum skiptir fruman sér, fuglsfóstur verður til sem að lokum leiðir til þess að ungi verður til.

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

18.5.2012

Spyrjandi

Eva Ruth Gísladóttir, Nína Rún Óladóttir, f. 1995

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvort verða ungar til í eggjahvítunni eða eggjarauðunni?“ Vísindavefurinn, 18. maí 2012. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=62556.

Jón Már Halldórsson. (2012, 18. maí). Hvort verða ungar til í eggjahvítunni eða eggjarauðunni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=62556

Jón Már Halldórsson. „Hvort verða ungar til í eggjahvítunni eða eggjarauðunni?“ Vísindavefurinn. 18. maí. 2012. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=62556>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvort verða ungar til í eggjahvítunni eða eggjarauðunni?
Ef spyrjandi á við fuglsegg þá verður unginn hvorki til í eggjahvítunni né eggjarauðunni. Eggjarauðan veitir unganum nauðsynlega næringu en í henni eru meðal annars járn, fosfór, mörg sölt og A-, B- og D-vítamín. Einnig eru í rauðunni ýmsar gerðir af lípíðum.

Ungar verða hvorki til í eggjahvítunni né eggjarauðunni.

Eggjahvítan er einnig nauðsynlegt næringarforðabúr fyrir vaxandi ungann en eggjahvíta er að vísu að mestu vatn (90%) og svo flókin prótín, svo sem albúmín og glóbúlín. Engin lípíð er að finna í eggjahvítunni. En hvar er þá unginn?

Í venjulegu hænueggi sem við kaupum úr matvöruverslun hér á landi sýnist okkur egg aðeins samanstanda af eggjarauðu og eggjahvítu auk nokkurra himna. En fósturvísirinn sem nefnist kímblöðrudiskur (e. blastodisc) má finna á yfirborði eggjarauðunnar ef vel er gáð.

Örin bendir á kímblöðrudiskinn.

Kímblöðrudiskurinn er daufhvítur blettur sem samanstendur í fyrstu af einni frumu og er 2-3 mm í þvermál. Með tímanum skiptir fruman sér, fuglsfóstur verður til sem að lokum leiðir til þess að ungi verður til.

Myndir:

...