Sólin Sólin Rís 03:49 • sest 23:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:41 • Sest 03:14 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:38 • Síðdegis: 18:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:46 • Síðdegis: 24:13 í Reykjavík

Hver var Janusz Korczak?

Gunnar E. Finnbogason

Janusz Korczak var pólskur barnalæknir af gyðingaættum, fæddur árið 1878. Upprunalega nafn hans var Henryk Goldszmit. Hann er meðal annars þekktur fyrir tvær bækur sem hann skrifaði. Fyrst er að nefna Hvernig elskar maður barn (pólska: Jak kochać dziecko - sænska: Hur man älskar ett barn) og síðan Rétt barna á virðingu (pólska: Prawo dziecka do szacunku - sænska: Barnets rätt till respekt). Hugur hans stóð til þess að verða rithöfundur en erfitt var framfleyta sér eingöngu á ritstörfum. Hann hóf því læknanám og útskrifaðist sem barnalæknir.

Janusz Korczak (1878-1942).

Korczak samþætti mörg hlutverk í starfi sínu. Hann var samtímis framkvæmdamaður, vísindamaður og húmanisti.

Eftir að hafa stundað læknastörf í nokkur ár hætti hann á læknastofunni og réði sig sem lækni á barnaheimilinu Don Sierot í Varsjá. Þar starfaði hann þar til að hann lést árið 1942. Síðustu árin starfaði hann við erfiðar aðstæður í gyðingagettóinu í Varsjá.

Korczak var fyrst og fremst náttúruvísindamaður. Í öllum skrifum hans skín í gegn náttúruvísindaleg grundvallarsýn. En hann var einnig framkvæmdamaður sem ekki vildi láta drekkja sér í kenningum. Samtímis var hann einnig uppeldisfræðingur og er talinn af mörgum frumkvöðull á því sviði. Hann var mikill mannúðarsinni og deildi með mörgum öðrum þeim örlögum að eiga hvergi heima í fræðunum. Læknarnir litu á hann sem uppeldisfræðing og uppeldisfræðingarnir litu á hann sem lækni.

Korczak tók einnig virkan þátt í félagslegu og pólitísku starfi til hagsbóta fyrir börn sem áttu undir högg að sækja. Hann hafði mikinn áhuga á réttindamálum barna og var einn af þeim aðilum sem stóðu að Genfaryfirlýsingunni um réttindi barna sem samin var árið 1923. Genfaryfirlýsingin varð síðar forveri Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem var samþykktur á allsherjarþinginu árið 1989.

Hann hafði mikinn áhuga á stöðu barna sérstaklega þeirra sem áttu undir högg að sækja enda hafði seinni heimsstyrjöldin í Evrópu sett mark sitt á starf hans. Korczak lagði áherslu á að börn væru fullgildar manneskjur, rétt eins og hinir fullorðnu, en ekki að þau yrðu fullgild síðar meir.

Lesa má meira um Korczak í svari sama höfundar við spurningunni Hvert var framlag Janusz Korczak til uppeldis- og menntamála?

Mynd:

Höfundur

prófessor í kennslufræði, námskrárfræði og siðfræði við HÍ

Útgáfudagur

23.5.2012

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Gunnar E. Finnbogason. „Hver var Janusz Korczak?“ Vísindavefurinn, 23. maí 2012. Sótt 22. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=62658.

Gunnar E. Finnbogason. (2012, 23. maí). Hver var Janusz Korczak? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=62658

Gunnar E. Finnbogason. „Hver var Janusz Korczak?“ Vísindavefurinn. 23. maí. 2012. Vefsíða. 22. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=62658>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver var Janusz Korczak?
Janusz Korczak var pólskur barnalæknir af gyðingaættum, fæddur árið 1878. Upprunalega nafn hans var Henryk Goldszmit. Hann er meðal annars þekktur fyrir tvær bækur sem hann skrifaði. Fyrst er að nefna Hvernig elskar maður barn (pólska: Jak kochać dziecko - sænska: Hur man älskar ett barn) og síðan Rétt barna á virðingu (pólska: Prawo dziecka do szacunku - sænska: Barnets rätt till respekt). Hugur hans stóð til þess að verða rithöfundur en erfitt var framfleyta sér eingöngu á ritstörfum. Hann hóf því læknanám og útskrifaðist sem barnalæknir.

Janusz Korczak (1878-1942).

Korczak samþætti mörg hlutverk í starfi sínu. Hann var samtímis framkvæmdamaður, vísindamaður og húmanisti.

Eftir að hafa stundað læknastörf í nokkur ár hætti hann á læknastofunni og réði sig sem lækni á barnaheimilinu Don Sierot í Varsjá. Þar starfaði hann þar til að hann lést árið 1942. Síðustu árin starfaði hann við erfiðar aðstæður í gyðingagettóinu í Varsjá.

Korczak var fyrst og fremst náttúruvísindamaður. Í öllum skrifum hans skín í gegn náttúruvísindaleg grundvallarsýn. En hann var einnig framkvæmdamaður sem ekki vildi láta drekkja sér í kenningum. Samtímis var hann einnig uppeldisfræðingur og er talinn af mörgum frumkvöðull á því sviði. Hann var mikill mannúðarsinni og deildi með mörgum öðrum þeim örlögum að eiga hvergi heima í fræðunum. Læknarnir litu á hann sem uppeldisfræðing og uppeldisfræðingarnir litu á hann sem lækni.

Korczak tók einnig virkan þátt í félagslegu og pólitísku starfi til hagsbóta fyrir börn sem áttu undir högg að sækja. Hann hafði mikinn áhuga á réttindamálum barna og var einn af þeim aðilum sem stóðu að Genfaryfirlýsingunni um réttindi barna sem samin var árið 1923. Genfaryfirlýsingin varð síðar forveri Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem var samþykktur á allsherjarþinginu árið 1989.

Hann hafði mikinn áhuga á stöðu barna sérstaklega þeirra sem áttu undir högg að sækja enda hafði seinni heimsstyrjöldin í Evrópu sett mark sitt á starf hans. Korczak lagði áherslu á að börn væru fullgildar manneskjur, rétt eins og hinir fullorðnu, en ekki að þau yrðu fullgild síðar meir.

Lesa má meira um Korczak í svari sama höfundar við spurningunni Hvert var framlag Janusz Korczak til uppeldis- og menntamála?

Mynd:...