Sólin Sólin Rís 07:32 • sest 19:01 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:01 • Sest 09:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:42 • Síðdegis: 19:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:37 • Síðdegis: 12:53 í Reykjavík

Hvernig myndaðist Stóri-Dímon?

Sigurður Steinþórsson

Hér er einnig svarað spurningunni:
Hvernig varð Pétursey til?

Stóri-Dímon í Rangárvallasýslu stendur í mynni Markarfljótsdals og rís upp af aurum Markarfljóts.

Stóri-Dímon er móbergseyja sem hefur myndast við eldgos undir jökli eða í sjó.

Stóri-Dímon er rúst af móbergseyju sömu gerðar og til dæmis Pétursey, Dyrhólaey og Hjörleifshöfði. Eyjar þessar hafa ýmist myndast í sjó eða undir jökli, en Stóri-Dímon hefur rofist mjög af Markarfljóti sem og jökulhlaupum. Norðan í eynni er sérlega fagurt stuðlaberg.

Nafnið Dímon er „innflutt“ latína, sennilega frá Írlandi eða Suðureyjum, og merkir „tvífell“, Stóri- og Litli-Dímon (di = tveir, mons = fjall).

Lesa má um myndun móbergfjalla í svari við spurningunni Hvað er móbergshryggur?

Mynd:


Spurning Sigríðar hljóðaði svona: Hvernig fjall er Stóri-Dímon á Markarfljótsaurum?

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

5.2.2013

Spyrjandi

Ragnar Jóhannsson, Sigríður Auðunsdóttir, Hjörtur Árnason

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvernig myndaðist Stóri-Dímon?“ Vísindavefurinn, 5. febrúar 2013. Sótt 30. september 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=63423.

Sigurður Steinþórsson. (2013, 5. febrúar). Hvernig myndaðist Stóri-Dímon? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=63423

Sigurður Steinþórsson. „Hvernig myndaðist Stóri-Dímon?“ Vísindavefurinn. 5. feb. 2013. Vefsíða. 30. sep. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=63423>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig myndaðist Stóri-Dímon?
Hér er einnig svarað spurningunni:

Hvernig varð Pétursey til?

Stóri-Dímon í Rangárvallasýslu stendur í mynni Markarfljótsdals og rís upp af aurum Markarfljóts.

Stóri-Dímon er móbergseyja sem hefur myndast við eldgos undir jökli eða í sjó.

Stóri-Dímon er rúst af móbergseyju sömu gerðar og til dæmis Pétursey, Dyrhólaey og Hjörleifshöfði. Eyjar þessar hafa ýmist myndast í sjó eða undir jökli, en Stóri-Dímon hefur rofist mjög af Markarfljóti sem og jökulhlaupum. Norðan í eynni er sérlega fagurt stuðlaberg.

Nafnið Dímon er „innflutt“ latína, sennilega frá Írlandi eða Suðureyjum, og merkir „tvífell“, Stóri- og Litli-Dímon (di = tveir, mons = fjall).

Lesa má um myndun móbergfjalla í svari við spurningunni Hvað er móbergshryggur?

Mynd:


Spurning Sigríðar hljóðaði svona: Hvernig fjall er Stóri-Dímon á Markarfljótsaurum?...