Sólin Sólin Rís 07:15 • sest 19:23 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:55 • Sest 22:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:47 • Síðdegis: 13:41 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:59 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað eru oturgjöld?

Guðrún Kvaran

Oturgjöld eru í skáldskap kenning fyrir gull. Að baki er sögn í Snorra-Eddu er segir frá því að Óðinn, Loki og Hænir hafi farið í ferð til að skoða heiminn allan. Á ferð sinni komu þeir að á þar sem otur var að gæða sér á laxi. Loki drap oturinn með því að kasta í hann steini. Þeir héldu ferðinni áfram og tóku nú með sér oturinn og laxinn. Um kvöldið beiddust þeir gistingar hjá manni nokkrum sem Hreiðmar hét og buðu honum oturinn og laxinn fyrir gistinguna. Þegar Hreiðmar sá oturinn dauðan kallaði hann á syni sína, Fáfni og Regin, og sagði þeim að æsir hefðu drepið bróður þeirra. Þeir tóku síðan æsi höndum en fláðu oturinn. Æsir vildu allt til vinna að losna úr prísundinni. Hreiðmar krafðist þess að þeir legðu til gull sem nægði til að fylla oturbelginn og hylja hann einnig að utan.

Oturgjöld eru í skáldskap kenning fyrir gull. Að baki er sögn í Snorra-Eddu

Loki var sendur til að hafa uppi á nægu gulli og fór til þess að hitta dverginn Andvara. Sá var að synda í fisklíki og tókst Loka að handsama hann. Hann lofaði Loka nægu gulli ef hann sleppti sér úr haldi. Loki sá að Andvari hélt eftir hring og heimtaði hann með gullinu. Andvari lét eftir hringinn mjög reiður og bað hverjum þeim bölbæna sem eignaðist hringinn. Nú gátu æsir greitt oturgjöldin en Hreiðmar sá að eitt hár var óhulið. Óðinn lagði þá hringinn á hárið og þar með voru oturgjöldin goldin. Loki lét bölbænir Andvara fylgja hringnum þannig að hann yrði hverjum þeim að fjörtjóni sem eignaðist hann og fylgir gullinu enn lengri saga sem lesa má um í Skáldskaparmálum Snorra-Eddu.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

4.3.2013

Spyrjandi

Þórður

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað eru oturgjöld?“ Vísindavefurinn, 4. mars 2013. Sótt 24. september 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=64372.

Guðrún Kvaran. (2013, 4. mars). Hvað eru oturgjöld? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=64372

Guðrún Kvaran. „Hvað eru oturgjöld?“ Vísindavefurinn. 4. mar. 2013. Vefsíða. 24. sep. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=64372>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru oturgjöld?
Oturgjöld eru í skáldskap kenning fyrir gull. Að baki er sögn í Snorra-Eddu er segir frá því að Óðinn, Loki og Hænir hafi farið í ferð til að skoða heiminn allan. Á ferð sinni komu þeir að á þar sem otur var að gæða sér á laxi. Loki drap oturinn með því að kasta í hann steini. Þeir héldu ferðinni áfram og tóku nú með sér oturinn og laxinn. Um kvöldið beiddust þeir gistingar hjá manni nokkrum sem Hreiðmar hét og buðu honum oturinn og laxinn fyrir gistinguna. Þegar Hreiðmar sá oturinn dauðan kallaði hann á syni sína, Fáfni og Regin, og sagði þeim að æsir hefðu drepið bróður þeirra. Þeir tóku síðan æsi höndum en fláðu oturinn. Æsir vildu allt til vinna að losna úr prísundinni. Hreiðmar krafðist þess að þeir legðu til gull sem nægði til að fylla oturbelginn og hylja hann einnig að utan.

Oturgjöld eru í skáldskap kenning fyrir gull. Að baki er sögn í Snorra-Eddu

Loki var sendur til að hafa uppi á nægu gulli og fór til þess að hitta dverginn Andvara. Sá var að synda í fisklíki og tókst Loka að handsama hann. Hann lofaði Loka nægu gulli ef hann sleppti sér úr haldi. Loki sá að Andvari hélt eftir hring og heimtaði hann með gullinu. Andvari lét eftir hringinn mjög reiður og bað hverjum þeim bölbæna sem eignaðist hringinn. Nú gátu æsir greitt oturgjöldin en Hreiðmar sá að eitt hár var óhulið. Óðinn lagði þá hringinn á hárið og þar með voru oturgjöldin goldin. Loki lét bölbænir Andvara fylgja hringnum þannig að hann yrði hverjum þeim að fjörtjóni sem eignaðist hann og fylgir gullinu enn lengri saga sem lesa má um í Skáldskaparmálum Snorra-Eddu.

Mynd:...